Faxi

Volume

Faxi - 17.06.1954, Page 5

Faxi - 17.06.1954, Page 5
F A X I 61 Ragnar Guðleifsson: Vöxtur Keflavíkur og við- fangsefnin í dag 2. gre/n. 3. Þeir gestir, sem koma til Keflavíkur <>g ferðast hafa um landið, munu liafa veitt því athygli, hve bílaumferð er hér mikil og hvergi eins, utan Reykjavíkur og e. t. v. Hafnarfjarðar. En ef við gætum að, er þetta skiljanlegt, þar sem Keflavíkur ligg- ur á milli Reykjavíkur og fjölmennra sjav- arþorpa, Gerða með um 500 íbúa og Sand- gerðis með um 700 íbúa. En um Keflavík fara allir flutningar að og frá þessum byggðarlögum. Ennfremur fara um Kefla- vík miklir flutningar að og frá Grindavík, Vogum og Höfnum, einnig Njarðvíkttm, en það sem sérstaklega setur sinn svip á umferðina hér, eru framkvæmdirnar á Keflavíkurflugvelli og dvöl varnarliðsins þar. Um Hafnargötuna, sem er aðalgata bæj- arins, ganga á hálftíma fresti stórir far- þegabílar (40—50 sæta), er flytja starfs- fólk flugvallarins að og frá flugvellinum. Hafa þeir fastar ferðir á hverjum hálftíma frá kl. 6 að morgni til 1,30 að nóttu. Auk þess fara ltér um fjöldi fólksbifreiða, vöru- bifreiða og annarra ökutækja og vinnu- vela, sem tilheyra flugvellinum, og eru ferðir þeirra í gegnum bæinn sumpart vegna þess, að þeir sem bílunum aka og vinna á vélunum, eiga hér heima eða vegna framkvæmda varnarliðsins í Sandgerði og víðar vestan við bæinn. Bæjarstjórn telur, að ógerlegt sé að við- halda malarvegum, með slíkri umferð í jafn votviðrasamri veðráttu og hér er mik- ]nn hluta ársins, svo viðunandi sé, og er þar byggt á reynslu síðustu ára. Því telur bæjarstjórn óhjákvæmilegt annað en að endurbæta, að minnsta kosti aðalgöturnar, Hafnargötuna og Hringbraut, með því að malbika þær eða steypa. Vegna þeirra miklu afnota, sem varnar- liðið og þeir aðilar, sem fyrir það vinna á Keflavíkurflugvelli, hafa af vegum í Kefla- vík, er hér gerð krafa um, að ríkissjóður taki þátt í þeim endurbótum, sem fyrir- hugaðar eru og hér hefur verið greint frá. 4. Varðandi þetta atriði, að ríkisstjórn hlutist til um, að Keflvíkingar fái afnot af malarnámunum við Keflavíkurflugvöll, skal frá því skýrt, að fyrir milligöngu Varnarmálanefndar hefur mál þetta verið leyst að þessu sinni þannig, að Keflvíking- ar hafa fengið efni úr námunum, en það er nú, svo að segja, þrotið, og liggur þá næst fyrir, að 'Keflavíkurbær verður að eignast mulningsvél, ef byggingar hér eiga ekki að stöðvast. 5.. Að ríkissjóður hlutist til um, að bæj- arsjóður fái lánsfé til nauðsynlegra fram- kvæmda. Þó að þella atriði sé síðast talið, er það í raun og veru eitt hið mikilvægasta, til þess að hægt sé að koma, að einhverju leyti á móti þeim kröfum, sem gerðar eru til bæj- arsjóðs í jafn ört vaxandi byggð og Kefla- vík er nú. Þá skal í stuttu máli skýrt frá þeim helztu framkvæmdum, sem aðkallandi eru: a. Auka þarf vatnsveituna að miklum mun. Bora þarf eftir vatni til viðbótar, tvær nýjar holur, og koma þar fyrir dælum. Kostnaður við þessar framkvæmdir er á- ætlaður kr. 150 þús. Þá þarf að byggja nýjan vatnsgeymi, sem tekur 1000 smál. af vatni, en það vatnsmagn er um 1/2 sólarhrings vatnsnotkun, eins og nú er. Byggingarkostnaður geymisins er áætlaður kr. 600 þús. Leggja þarf vatnsleiðslur og holræsi í nýjar götur og gamlar um 1200 m., og er áætlaður kostnaður um kr. 200 þús. Heildar kostnaður við vatnsveitu er því áætlaður um kr. 950 þús. b. Bæjarsjóður Keflavíkur hefur undan- farin ár rekið Pípugerð Keflavíkur. Þar hafa verið steypt öll holræsa rör, sem notuð hafa verið í Keflavík, í götur og hús. A þessu ári hefur starfsemin legið niðri, vegna þess að menn fást ekki lengur til þess að vinna þessi störf með þeim tækj- um, sem fyrir eru. Fyrir því hefur ráðizt í að kaupa vélar til starfseminnar, sem munu kosta niðursettar um kr. 100 þús. Starfsemin hefur til þessa verið í leiguhús- næði, sem leigusali hefur nú sagt upp. Byggja þarf því yfir starfsemina og er byggingarkostnaður áætlaður kr. 100 þús. Það er skoðun bæjarstjórnar, að fyrir- tæki þetta megi ekki leggjast niður, því hvort tveggja er, að það eru ómetanleg þægindi fyrir alla bæjarbúa að geta keypt þessar vörur hér á staðnum, auk þess sem það verður mun ódýrara, vegna flutnings- kostnaðar. Áætlaður heildarkostnaður er kr. 200 þús. c. Sjúkrahús er í byggingu í Keflavík, en fé skortir nú til þess að fullgera það, svo hægt sé að taka það í notkun. Til þess þarf nú kr. 200 þús., sem að vísu er gert ráð fyrir í fjárhagsáætlun bæjarins þ. á., en er ekki handbært nú. d. Gagnfræðaskóli Keflavíkur, sem stofnaður var á s. 1. vetri, hefur verið til húsa í nýja barnaskólanum. En nú þegar börnum fjölgar með vaxandi byggð, verð- ur þetta húsnæði að rýmast vegna barna- skólans, og því hefur verið ákveðið — og er nú í framkvæmd, viðbygging og endur bætur á gamla skólahúsinu, sem verður húsnæði gagnfræðaskólans fyrst um sinn. Aætlaður kostnaður er kr. 200 þús. e. Barnaskólahúsið cr ennþá ekki full- gert og leikfimishús óbyggt. Aætlað var að hefja framkvæmdir á þessu sumri, en enn- þá stendur á uppdráttum frá teiknistofu húsameistara, þó eru vonir til, að hægt verði að hefja framkvæmdir á þessu hausti. I Keflavík er nú ekkert íþróttahús, og er viðbúið, að leikfimi við skólann verði að leggjast niður í vetur af þeim sökum. Áætlaður kostnaður við þessar fram- kvæmdir á þessu sumri eru kr. 200 þús. Af því sem hér hefir verið sagt, sést, að fé það, sem á fjárhagsáætlun bæjarins er áætlað til þessara framkvæmda, hrekkur skammt til þess að ljúka framkvæmdum, sem fyrirhugaðar eru og hér hefur verið minnzt á, en til þess vantar nær 1 milljón króna. En með tilliti til þess, hve nú er liðið á árið, svo eigi verður hægt að þessu sinni að ljúka framkvæmdum við vatns- veituna, þá væri hjálp að því að fá að láni kr. 500 þús., og væri þá æskilegast að láns- tími væri 20 ár. Lán þetta þyrfti að vera með ábyrgð ríkissjóðs og gætu stvrkir ríkissjóðs til

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.