Faxi

Árgangur

Faxi - 17.06.1954, Blaðsíða 9

Faxi - 17.06.1954, Blaðsíða 9
F A X I 65 Hástökk: 1. Jóhann X. Benediktsson .... 1,78 m. 2. Valbjörn Þorláksson 1,60 — 3. Dagbjartur Stígsson....... 1,60 — 4. Högni Gunnlaugsson ........ 1,60 — Langstökk: 1. Garðar Arason .............. 6,67 m. 2. Bjarni Olsen .............. 6,18 — 3. Karl Olsen ................ 6,12 — 4. Gunnar Sveinbjörnsson ..... 5,85 — Þrístökk: 1. Þorsteinn Löve 12,65 m. 2. Bjarni Olsen............... 12,14 — 3. Jóhann R. Benediktsson 11,80 — 4. Kristján Pétursson........11,70 — Stangarstökk: 1. Valbjiirn Þorláksson ....... 3,50 m. 2. Högni 'Gunnlaugsson ........ 2,00 — 3. Jóhann R. Benediktsson ..... 2,50 — Fimtarþraut: 1. Hörður Guðmundsson 2045 stig 2. Karl Olsen ................ 1732 — 3. Garðar Arason ............ 1672 — (Finnska taflan var notuð). Þessar tölur sýna hæfni okkar íþrótta- manna, þ:er sýna, að það eru ekki ein- göngu toppmenn sem skara fram tir, held- ur eigum við breidd sem er í þróttunum svo mikill styrkur. Forfallist einhver er annar nær jafngóður til að taka stöðu hans. Að endingu langar mig, til þess að birta skrá yfir hezta árangur sem náðst Itefur til þessa hér á Suðurnesjum í hverri íþróttagrein til þessa og teljast Suðurnesja- met. Eg vil taka það fram, að það er kannske hæpið að tala um þetta sem Suðurnesja- met, þar sem ekki hefur verið sótt um staðfestingu til íþróttabandalags Suður- nesja. 'En þetta er þó bezti árangur, sem náðst hefur við lögleg skilyrði. Munið samnorrænu sundkeppnina Gagnfrœöasköli Keflavíkur Er gagnfræðaskólanum í Keflavík var slitið 28. maí s.l., markaði sú athöfn að einu leyti tímamót í lians skömmtt sögu. Þá voru í skólanum í fyrsta skiptið út- skrifaðir nemendur í Keflavík, sem hlotið höfðu gagnfræðingatitilinn. Áður fyrri höfðu margir horfið á braut úr bænum og leitað sér æskilegrar mennt- unar utan heimahéraðsins. Að vísu ber því ekki að neita, að að mörgu leyti kann að vera þroskavænlegt fyrir ungt fólk að kynnast nýjum stöðum með nýstárlegum sjónarmiðum. En ærið oft geta breytingar þessar orsakað neikvætt á unglinginn, hann orðið rótlaus og náð ekki á ný æski- legri fótfestu t. d. í félagslífi heimastaðar- ins. Þess vegna bar að fagna því, þegar Gagnfræðaskóli Keflavíkur hóf starf sitt. Hann hafði að mörgu leyti erfiða aðstöðu, en mörgum var hann það óskabarnið, sem heitast hafði þráð verið. Að hausti ættu þó hinar ytri aðstæður í starfsemi skólans að batna mjög. Hann mun þá væntanlega flvtja í byggingu gamla barnaskólans, sem nú hefur tekið gagngerum stakkaskiltum til hins betra. Þar ætti skólinn að hafa möguleika á að láta lúð bezta í fari nemendanna bera áviixt en slá á illgresi, sem ætíð vill skjóta upp kollinum, jafnvel þó vel sé um hugsað. Skólastjóri Gagnfræðaskóla Keflavíkur hefur Rögnvaldur Sæmundarson verið frá upphafi. Hann ber skólann og nemendur hans mjög fyrir brjósti, og í skólaslitaræðu sinni hvatti hann nemendur til þess að sýna dugnað, drengskap og trúmennsku en varaði þá við leti og iðjuleysi. Starfi og félagslífi skólans hefur verið þannig háttað í stuttu máli: í skóla voru í vetur skráðir 112 nem- endur í 4 bekkjum, 1. og 2. bekkur voru tvískiptir. Fastir kennarar voru 3 auk skólastjóra. Handavinnu- og íþróttakenn- arar þeir sömu og við barnaskólann. 8 nemendur luku gagnfræðajirófi og hlaut Guðfinnur Sigurvinsson hæstu einkunina 8,12. Hæstu einkunn á unglingaprófi hlaut Alda Steinunn Jensdóttir 2. hckk A. 8,73. Hæstu einkunn skólans hlaut Margrét Stefánsdóttir 1. bekk A., ágætis einkunn 9,21. Auður Stefánsdóttir líka í 1. bekk A. hlaut aðra hæstu einkunina, líka ágætis einkunn, 9,04. Prófdómarar voru: Séra Björn Jónsson, Jónína Guðjónsdóttir. Nemendur héldu uppi nokkurri félags- og skemmtistarfsemi í vetur og gáfu út fjölritað skólablað. Arshátíð sína héldu þeir í Ungmennafélagshúsinu þann 28. marz. Handavinnusýning skólans var sunnudaginn 9. maí. Stúlkúr úr skólanum unnu bæði skólaboðsundin í vetur og þar með bikara þá, setn um var keppt. Einnig unnu þ;er til eignar bók, Lilju eftir Eystein Asgrímsson, fyrir að vinna skólaboð- sundið þann 8. apríl. Þetta er fyrsta bókin í bókasafni skólans. Þann 26. febrúar heimsótti biskupinn, hr. Ásmundur Guð- mundsson, skólann. I fylgd með biskupi voru séra Sigmar og frú og félagar úr Bræðralagi, kristilegu félagi stúdenta. Þá heimsótti Guðmundur G. Hagalín, rithöf- undur, skólann, flutti hann erindi og las upp sögu eftir sig. Aðalsteinn Eiríksson, námsstjóri, Arnheiður Jónsdóttir, náms- stjóri og Þorsteinn Einarsson, íþróttafull- trúi komu í heimsókn á vetrinum. Skólinn hafði til afnota 3 stofur í barna- skólanum og var tvísett í þær. Kennsla hófst kl. 8,10 að morgni og 2,30 síðdegis. Heilsufar var gott í skólanum í vetur og skólasókn góð. Við skólaslit höfðu 85% af nemendum synt í samnorrænu sund- keppninni. 2., 3. og 4. bekkur fóru í 6 daga ferðalag norður í land þann 10. júní. Eins og af þessari frásögn má ráða hafa nemcndur leitað sér fanga auk námsins, en hæst hafa þeir náð í sundíþróttinni og borið hróður skólans og byggðarlagsins víða. Ber því að fagna, þó alltímafrekt kunni það á stundum að reynast. Árnaðaróskir fylgja skólanum og vonir eru við hann tengdar. Til þess að vel fari, verða nemendur og starfsmenn skólans að leggjast á eitt, séu þessir aðilar ekki samhentir eru vá fyrir dyrum. Megi nám í Gagnfræðaskóla Keflavíkur ætíð verða það veganesti, sem æskumenn og konur hér syðra taka með sér út í hina marg- háttuðu lífsbaráttu. ÓIS{.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.