Faxi - 01.10.1956, Qupperneq 4
92
F A X I
Ur kveðjurœðu sr. Björns
Jónssonar
Sóknarpresturinn í Keflavík, sr. Björn Jóns-
son, lagði af stað áleiðis til Þýzkalands 26.
okt. s.l. Dvelur hann við háskólanám í
Tiibingen í suður Þýzkalandi um 9 mánaða
skeið og leggur þar einkum stund á kenni-
mannlega guðfræði. Styrk til námsins hlýtur
hann frá „Lutheran World Federation", sem
er alþjóðasamband lútherskra kirkna og hefir
það aðsetur sitt í Genf. í fjarveru sr. Björns
annast nágrannaprestarnir, þeir sr. Guðmund-
ur Guðmundsson að Utskálum og sr. Jón
A. Sigurðsson í Grindavík, guðsþjónustur í
Keflavík og önnur prestleg störf.
Utanáskrift til sr. Björns í Þýzkalandi mun
vera:
Herrn
Pastor Björn Jónsson
Neskarhalde
Túbingen, Deutschland.
Eftirfarandi er tekið úr kveðjuræðu, er
sr. Björn flutti í Keflavíkurkirkju sunnudag-
inn 21. okt. s.l. í tilefni af för sinni til Þýzka-
lands.
„Þótt ég sé jjarlcegur að likatnanum, þá
er ég samt hjá yður að andanum." Kól.
2,5.
Þessi heilögu orð brenna í huga min-
um nú, þegar ég stend hér í síðasta sinn
um all-langt skeið, — hingað kominn til
þess að flytja ykkur, kæru vinir, kveðjur
lega trúmennsku hans og skyldurækni, en
þá eðlisþætti átti hann í ríkum mæli.
Hér hefur með fáum línum verið minnst
á tómstundaiðju Arna Helgasonar, en
hvert var aðalstarf hans? Hann var sjó-
maður og verkamaður, dugandi maður og
heill að hverju sem hann gekk. Hinn stóri
og mannvænlegi barnahópur þeirra hjóna
minnir okkur á, að oft hafa þau orðið að
leggja hart að sér, til þess að sjá sér og
sínum farborða, og þá hefur oft verið lítill
tími til þess að sinna þeim raunverulegu
áhugamálum, er mjög tóku huga hans.
Er við skoðum Árna í þessu ljósi, skiljum
við betur það sem ég sagði í upphafi þess-
ara orða, að hann væri einn hinn sérstæð-
asti fulltrúi þeirrar kynslóðar, er lifði
æskuár sín um aldamótin síðustu.
Ragnar Guðleifsson.
mínar og þakkir, — og biðja ykkur bless-
unar Guðs. A þessari kveðjustundu lít ég
sem í leiftursýn hinn liðna tíma, sem ég
hefi dvalizt og starfað hér ykkar á meðal.
Ég minnist þess, þegar ég stóð hér í
fyrsta sinni og ávarpaði ykkur sem prestur
safnaðarins. Þeim degi gleymi ég aldrei,
Sr. Björn Jónsson.
— hann var óviðjafnanlega bjartur og
fagur. Þá lifði ég stund, sem ég fann, að
var „helguð af himinsins náð‘,‘ — Guð
gefi, að einhverjir ykkar hafi fundið til
hins sama.
Ég minnist síðar margra stunda hér í
kirkjunni okkar. Sumar þeirra voru sveip-
aðar blæju saknaðar og trega. Astvinirnir
söfnuðust hingað til þess að kveðja kæran
og hjartfólginn maka, bróður, systur, barn
eða vin og fylgja honum hinzta spölinn
á jörðu hér. En — einmitt á slíkum stund-
um varð ég svo oft áþreifanlega var þessa
sannleika, að:
„Af eilífðarljómi bjarma ber,
sem brautina þungu greiðir."
Það var t. d. ógleymanlega fagurt að
sjá, þegar lítil og harmi þrungin systir
horfði að því er virtist beint inn í himin
Guðs eins og hún mætti þar augliti síns
elskaða bróður, er hún saknaði svo sárt.
— Og þetta er ekkert einsdæmi. Ég veit,
að þið, sem hingað hafið komið hug-
daprir og harmi slegnir, hafið fttndið kraft
og frið Guðs streyma inn í hjörtu ykkar
og kærleika hans gagntaka ykkur og um-
lykja á alla vegu.
Á öðrum stundum hefir hjartans fögn-
uður átt hér æðsta sætið, og lofgjörðar-
tónarnir stigið í hæstu hæðir. — Við jóla-
guðsþjónusturnar hefir verið til okkar
talað dularfullri röddu. Var ekki oft, sem
við okkur væri sagt:
„Snú þér til baka,
ver barn á ný,
svo að þitt Guðs-ljós
glæðist aftur.“
Og hjörtu okkar fylltust barnslegum
fögnuði, er við sungum:
„I myrkrum ljómar lífsins sól.
Þér, Guð, sé lof fyrir gleðileg jól.“
Eða þá á páskadagsmorgnana, þegar
eilífðarboðskapurinn bjarti: „Kristur er
upprisinn. Kristur er sannarlega uppris-
inn,“ hrærði fagnaðarstrengi í hverju
hjarta og hverri sál, — fundum við þá
ekki, hve elska Krists er áþreifanleg, —
skynjuðum við ekki einmitt þá þann sann-
leika um þessa eilífu, guðlegu elsku, sem
skáldið orðar þannig:
„Frá heli til lífs hún byggir brú
og bindur oss öðrum heimi.“
#
En hugljúfust verður mér þó ætíð
minningin um vordagana björtu, þegar
æskan og vonin sátu að völdum. Ferm-
ingardagarnir hafa verið fegurstu stund-
irnar í mínu starfi. Munið það, ungu vinir
mínir, — það heilagt heit, sem þið unnuð
Drottni Jesú Kristi hér í helgidóminum.
Því heiti hið ég ykkur, sem mál mitt
heyrið nú, að reynast trú. Við ykkur,
æskufólk, eru vonirnar tengdar. Standið
stöðug, — bregðist ekki, — sækið sífellt
fram til sigurs í sólarátt. Til þess styrki
ykkur góður Guð. — Starfið með ykkur
öllum, yngri sem eldri, hefir verið mér
hugljúft og kært. Mér hefir jafnan fund-
izt, að allir hafi lagzt á eitt til þess að gera
mér erfitt byrjendastarf í stórum söfnuði
auðvelt og létt. — Þið hafið borið mig á
kærleiksörmum, — án þess að ég verð-
skuldaði það á nokkurn hátt. Og hafi eitt-