Faxi - 01.10.1956, Blaðsíða 6
94
F A X 1
FAXI
Ritstjóri og afgreiðslumaður: HALLGR. TH. BJÖRNSSON. Blað-
stjórn: HALLGR. TH. BJÖRNSSON, MARGEIR JÓNSSON, KRIST-
INN PÉTURSSON. Gjaldkeri: GUÐNI MAGNÚSSON. Auglýsingastjóri GUNNAR
SVEINSSON. Verð blaðsins í lausasölu kr. 5,00. — Prentað í Alþýðuprentsmiðjunni.
Frá útgerðinni
Lúðrasveit Keflavíkur.
A öðrum stað hér í blaðinu birtist þakkar-
ávarp frá Guðmundi Norðdahl, þar sem hann
þakkar Keflvíkingum, einstaklingum og íyrir-
tækjum, góðan skilning á nauðsyn lúðra-
sveitar í Keflavík og fjárhagslegan stuðning
við kaup á nauðsynlegum hljóðfærum. Segir
Guðmundur í þessu ávarpi, að hinar björt-
ustu og djörfustu vonir þeirra félaganna hafi
nú þegar ræzt, eins og bezt megi marka á
því, að lúðrasveitin hefir nú þegar á fyrsta
ári leikið fjórum sinnum fyrir almenning.
Faxi tekur undir þess orð Guðmundar. í
vetur sem leið birtist í blaðinu grein um hina
væntanlegu lúðrasveit, meðan hún enn lá í
reifunum. Var þar bent á hið menningarlega
hlutverk sem biði hennar hér, og einnig vakin
athygli á þeim borgaralegu skyldum gagn-
vart henni, er hvíldu á okkur öllum, að veita
henni vaxtarskilyrði á meðal okkar og hlú
að henni á allan hátt. Já, nú er þessi draum-
ur orðinn að veruleika, og eigum við það
fyrst og fremst að þakka hinum unga og
áhugasama hljómlistarmanni, Guðmundi
Norðdahl, sem mun hafa verið driffjöðrin
í þessari félagsstofnun, þó að þar komi auð-
vitað fleiri góðir og áhugasamir menn við
sögu. .Nú vill Faxi nota þetta íækifæri til
þess að óska Keflvíkngum til hamingju með
þetta óskabarn sitt, sem er svo bráðþroska
og efnilegt.
Keflavík, Njarðvík
Tökum að okkur að
smíða og setja upp
rennur og tilheyr-
Upplýsingar í síma
114 — Keflavík
r
Agúst Jónsson
Blikksmiður
Vinnuföt
í miklu úrvali
KAUPFÉLAG SUÐURNESJA
Hafnargötu 61
Þilplötur
Karlit (Masonit)
Trétex — Gibsonit
fyrirliggjandi
KAUPFÉLAG SUÐURNESJA
Upp úr kosningunum í suinar, sem voru
sællar minningar þann 24. júní, fóru bátarnir
sem óðast- að tínast norður til síldveiða. Að
þessu sinni kom síldin fyrr cn almcnnt var
við búizt og urðu því margir bátar af fyrstu
veiðihrotunni, er vissulcga var mjög baga-
legt. En eins og mcnn muna, gengu síld-
veiðarnar óvenju vel fyrst framan af, svo að
um tíma leit út fyrir mjög gott síldarsumar,
en þær vonir brugðust þó skyndilcga, því
uin mánaðarmótin júlí-ágúst breyttist tíðar-
far til hins vcrra og eftir það fékkst svo að
segja cngin síld, enda hafði fram til þcss
öll síldin veiðst það langt frá Iandi, að eftir
að tíðin spilltist áttu bátarnir crfitt um vik,
enda hvarf þá líka síldn fljótlcga svo að
segja með öllu, en flcstallir bátarnir voru
hættir veiðum og komnir heim kringum 10.
ágúst, sem er miklu fyrr, en áður var,
meðan síld veiddist nokkuð að ráði.
Eftir að bátarnir komu heim, hófu flestir
þcirra reknetaveiðar hér í flóanum. Nokkrir
voru þá þegar byrjaðir og hafði þeim gengið
vel fyrst framan af, cn þeir sóttu veiðina
aðallega vestur ■ Jökuldjúp.
Mikill húsbruni.
Sunnudaginn 28. okt. s.l. kom upp eldur
í geysistórri vöruskemmu í heiðinni ofan við
Keflavíkurbæ. Skemma þessi, sem er her-
braggi frá stríðsárunum, hefir um skeið verið
notaður af mörgum útgerðarmönnum, er
þarna hafa geymt veiðarfæri og ýmislegt
annað, er tilheyrir útgerð. Keflavíkurbær
hafði annan enda skemmunnar leigðan undir
rörasteypu sína og götuhellnagerð. Eldsins
varð fyrst vart kl. 10 um morguninn og kom
þá strax á vettvang slökkvilið Keflavíkur og
Keflavíkurflugvallar, en sökum þess, að ekki
náðist til vatns þarna á staðnum, heldur varð
að leiða það um langa vegu, þá tafði það
mjög fyrir slökkvistarfinu, enda fór svo, að
ekki tókst að ráða niðurlögum eldsins fyrr
en um fimm leytið um daginn og var þá
skemman að mestu brunnin ásamt 3 herpi-
nótum, miklu af reknetum og ýmsum öðr-
um vörum er þar voru geymdar. Þar brunnu
einnig og skemmdust ýmis áhöld, steypu-
mót o. fl. er tilheyrðu steypustarfsemi bæjar-
ins, en þar sem vitað er, að þessi verðmæti
voru ýmist lágt eða ekki vátryggð, þá er
vitað mál, að bruni þessi hefir valdið til-
finnanlegu tjóni allra þeirra, er þar áttu
verðmæti geymd. Talið er að kviknað hafi
út frá hitunartækjum hússins. Málið er í
Eftir að bátarnir almcnnt hófu rekneta-
veiðarnar, fór síldvciði mjög versnandi og
fengu sumir þeirra mjög lítinn afla og urðu
flestir að gera upp úthaldið með kauptrygg-
ingu. Iíenndu menn lietta kolkrabba, er fór
um veiðisvæðið og stórspillti veiðinni. Um
miðjan september byrjuðu margir bátanna
smokkfiskveiðar, en eins og kunnugt er,
reynist hann mjög góð beita. Hinsvegar voru
menn þá mjög uggandi yfir beituskorti, þar
sem ekki hafði tekizt að frysta nægilcgt
magn af síld, vegna aflabrests.. Á þessum
smokkfiskvciðum aflaðist töluverð bcita, sem
er að allra dómi mjög góð.
Upp úr mánaðarmótum sept.-okt. hvarf
smokkfiskurinn af miðunum og fór þá síld-
veiðin aftur að glæðast og hafa bátar fengið
mjög góðar lagnir, en nokkuð misjafnar, enda
tíðarfar mjög óhagstætt í október mánuði.
Geta má þess, að hin yndislega sumarveðr-
átta hér sunnanlands var mjög hagstæð fyrir
skreiðarverkun. en lítið mun samt hafa verið
hengt upp að þessu sinni, bæði vegna minni
fiskjar og einnig vegna þess, hve illa tókst
til með skreiðina á síðast liðnu sumri.
Gjafir til sjúkra-
hússins
Aðalstöðin h.f. í Keflavík hefur gefið
Sjúkrahúsinu í Keflavík kr. l.OOOJOO, sem
stofnsjóð, er notaður yrði til kaupa á lækn-
ingatækjum. Fylgdu gjöfinni þau ummæli,
að gefendur vildu með henni stuðla að
því, að þeir scm yrðu fyrir slysum og
lagðir væru inn í Sjúkrahúsið til aðgerðar,
gætu notið þar sem fullkomnastrar ta’kni
og sjúkrunar.
Þá hefur frú Helga Þorsteinsdóttir frá
Lambastöðum í Garði gefið Sjúkrahúsinu
kr. 1.500,00 til minningar um mann sinn,
Þorgeir Magnússon, sem lést í Sjúkrahús-
inu 9. sept. síðastliðinn.
Fyrir þessar ágætu gjafir og mikla vel-
vildarhug í garð stofnunarinnar þakka ég
innilega.
F.h. Sjúkrahúss Keflavíkurhéraðs
Guðm. Ingólfsson.