Faxi

Árgangur

Faxi - 01.10.1956, Síða 8

Faxi - 01.10.1956, Síða 8
96 F A X 1 Stofnendur Luðrasveitar Keflavíkur, talið frá vinstri: Efsta röð: Birgir Guðnason, Agnar Breiðfjörð, Ólafur R. Guðmundsson, Ragnar Eðvaldsson. — Miðröð: Jóhann Guðmundsson, Rúnar Lúðvíksson, Erlingur Jónsson, Lúðvík Kjartansson, Guðmundur Guðjónsson for- maður, Bjarni Gíslason, Sveinbjörn Guðmundsson. — Fremsta röð: Hreinn Óskarsson, Guð- finnur Sigurfinnsson gjaldkeri, Hörður Jónasson, Guðmundur Norðdahl stjórnandi, Guð- laugur Kristófersson, Baldur Sigurbergsson ritari, Bjarni Einarsson. Sitjandi fyrir framan: Sigurbergur E. Guðmundsson og Páll Rúnar Ólafsson. — Á myndina vantar: Kristján Sig- urðsson, Þórir Baldvinsson, Geirmund Kristinsson og Ársæl Jónsson. Einnig vantar nokkra félaga, sem bæzt hafa við „Við höfum reynt Lesendur Faxa minnast e£ til vill frá- sagnar um stofnun Lúðrasveitar Kefla- víkur fyrir tæpu ári síðan. Þar vorum við lúðrasveitarmeðlimir, svo bjartsýnir og til- ætlunarsamir að ætlast til þess að almenn- ingur í þessum bæ myndi veita okkur stórfé til hljóðfærakaupa. En okkur varð að von okkar. Einstaklingar, fyrirtæki, félög og bæjaryfirvöldin hafa sýnt, að bjartsýni okkar var ekki barnaleg, heldur heilbrigt traust á skilningi almennings. Þessar línur eru ritaðar með þakklæti í huga, þakklæti okkar „blásara", til allra, sem stutt hafa þetta unga en þroskavæn- lega tónlistafélag. Afrekaskrá Lúðrasveitar Keflavíkur cr ekki löng né stórkostleg, en við erum samt stoltir af því að hafa látið í okkur heyra fjórum sinnum. Fyrst 17. júní 1956, tvisvar á íþróttavellinum og svo kvöldstund við sjúkrahúsið. Það tekur áraþjálfun hvers einstaklings að verða góður einleikari. Tónlistarnám er lengsta og erfiðasta nám, sem þekkist í og vantar enn hljóðfæri. að standa okkur" okkar heimi. Aldrei er neinn búinn að læra, alltaf er eitthvað eftir. Piltarnir í Lúðrasveitinni hafa lagt mikið að sér, hver og einn, og mætt vel á æfingar, sem hafa farið fram við erfið skilyrði. Lúðrasveitin og einstaklingar hennar hafa keypt hljóðfæri fyrir rúmlega 81 þús- und krónur. Enn er eftir að útvega þrjú hljóðfæri sem eru nauðsynlég: tvær flaut- ur, sem munu kosta samanlagt um 6—7 þúsund krónur og stærsta lúðurinn „Súsa- fón“ bassalúður, sem kostar um 14 þús- und krónur. Þess vegna höfum við hleypt af stað nýrri söfnun. Sem kvittun fyrir framlögum afhendum við ljósprentaða mynd af stofnendum sveitarinnar og hugs- um okkur að lágmarksframlag sé 10 krón- ur. Lúðrasveitarmeðlimir taka á móti framlögum, einnig er framlögum veitt móttaka í Bókabúð Keflavíkur, Verzlun Þorsteins Þorsteinssonar, Verzlun Sigga og 'Guffa og víðar. Höfuðvandamál Lúðrasveitarinnar núna er húsnæðisskortur. Við höfum fengið að æfa í Ungmennafélagshúsinu endurgjalds- laust og flytjum við stjórn félagsins kærar þakkir fyrir það. En skilyrði þar eru að mörgu leyti slæm til æfinga, enda er húsið rnjög upptekið til annarar starfsemi. Einnig lánuðu skátar okkur félags- heimili sitt góðfúslega fyrstu starfsmánuði lúðrasveitarinnar og færum við þeim beztu þakkir fyrir. Við höfum hugsað okkur að æfa vel og læra mikið í vctur, til þess að geta veitt bæjarfélaginu og einstökum félögum þá þjónustu, sem góð lúðrasveit á að geta veitt hverju sinni. Með fyrirfram þökk fyrir fjárframlög og velvild. Guðm. Norðdahl. Ný Regnbogabók — Jólalcyfi Poirots. Blaðinu hefir borist nýjasta Regnbogabókin, Jólaleyfi Poirots, eftir Agatha Christie, en hún hefir hlotið miklar vinsældir hér á Jandi fyrir sakamálasögur sínar. — Þetta er Hercule Poirot sakamálasaga, en hann er einhver slyngasti og fullkomnasti leynilögreglumaður sem skapaður hefur verið í sakamálasögum, enda er hann dáður af milljónum lesenda. Herflugvél. Herflugvél með 13 mönnum nauðlenti á Suðurnesjavegi 1. okt. s.l., án þess að nokk- urn mann sakaði eða nokkur teljandi skemmdir kæmu fram á vélinni. Málsatvik voru þau að flugvél af Douglas gerð í þjón- ustu varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli, var að koma frá flugvellinum á Þórshöfn á Langanesi. Þegar flugvélin var yfir Reykja- vík bilaði annar hreyfillinn ,en flugmaðurinn taldi þó ekki verulega hættu á ferðum og hélt fluginu áfram á hinum hreyflinum og hugðist lenda á Keflavíkurflugvelli. 17 mín- útum síðar, er flugvélin var yfir Stapanum, stöðvaðist sá hreyfill Jíka skyndilega og tókst flugstjóranum þá með miklu snarræði eins og fyrr getur, að bjarga bæði áhöfn og vél með því að magalenda á veginum suður af Stapanum, sem hlýtur að teljast til björg- unarafreka og mesta guðs mildi, að engin ökutæki Lirðu þar á vegi vélarinnar. Fyrir hvað cruð þið þakklát guði? Kennslukona við skóla nokkurn í Svíþjóð lagði ofanritaða spurningu fyrir börnin í skólanum. Þau áttu að rita stutt svar á miða og koma með það í tíma daginn eftir. Morguninn eftir, þegar kennslukonan íók miðana, hafði eitt barnið ritað á miða sinn: „Eg þakka Guði mcst fyrir það, að ckkert vínveitingahiis cr á himnum.“ Aumingja barnið! Hvernig haldið þið að heimilislífið hafi verið hjá því, þegar það fann ástæðu til að svara spurningunni þannig?

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.