Faxi - 01.10.1956, Síða 10
98
F A X I
TILKYNNING
Þar sem sérstakt manntal mun ekki fara fram í Keflavík í haust,
er brýn ástæða til þess að vekja athygli fólks á eftirfarandi:
Skylt er að tilkynna alla flutninga fólks, strax og þeir verða,
hvort heldur er:
a. flutninga í bæinn,
b. flutninga milli húsa,
c. flutninga aðkomumanna úr bænum.
Tilkynningarskyldan hvílir bæði á þeim sem flytja, svo og á hús-
ráðendum sjálfum, ef það bregst að sá, sem flytur, tilkynni sig.
Það varðar sektum, ef út af þessu er brugðið. Hefir Hagstofa
Islands þegar kært fjölda manns fyrir vanrækslu í þessu efni, og
hafa þeir verið látnir sæta sektum.
Aríðandi er því, að húsráðendum gæti þess, að þeir sem flutt
hafa í húsnæði þeirra, tilkynni sig tafarlaust. Eyðublöð fyrir tilkynn-
ingar um aðsetursskipti eru látin í té í skrifstofu bæjarins við Hafnar-
götu, þangað ber að senda þau útfyllt.
Keflavík, í október 1956.
Bœjarstjórinn
H.f. Eimskipafélag íslands
Arður til hluthafa
A aðalfundi H.f. Eimskipafélags
Islands hinn 9. júní 1956, var
samþykkt að greiða 4% — fjóra
af hundraði — í arð til hluthafa
fyrir árið 1955.
Arðmiðar verða innleystir á
aðalskrifstofu félagsins í Reykja-
vík svo og hjá afgreiðslumön-
um félagsins um land allt.
STJÓRNIN.
+-----------------------------------------------------------------------------------------------
|
i
i
i
TILKYNNING
FRÁ SKRIFSTOFU KEFLAVÍKURBÆJAR
Utsvarsgreiðendur í Keflavík eru
minntir á að greiða útsvarsskuldir
sínar og fasteignaskatta nú þegar.
Samkvæmt lögtaksúrskurði er upp
hefur verið kveðinn, verða lögtök
látin fara fram án frekari fyrir-
vara fyrir ógreiddum útsvörum og
fasteignaskatti þeirra, sem ekki
greiða reglulega af kaupi eða hafa
samið um lokagreiðslu fyrir ákveð-
inn dag.
Bæjargjaldkerinn.