Faxi

Árgangur

Faxi - 01.09.1960, Blaðsíða 4

Faxi - 01.09.1960, Blaðsíða 4
108 F A X I Sextugur: Friðrik Þorsteinsson, forstjóri Arin líða og telja aldur manna, þótt ytra útlit breytist stundum lítið, svo má með sanni segja um Friðrik Þorsteinsson, er fyllti sjötta tuginn 1. september síðast- liðinn. Hann þarf ekki að kynna gömlum og góðum Keflvíkingum, þeim er hann að ágætum kunnur. Það er heldur ekki ætlun mín að rekja hér æviatriði hans út í æsar, heldur aðeins senda honum afmæliskveðju á vegum Faxa, og mína persónulega. Friðrik er borinn og barnfæddur í Keflavík. Fæddur í Þorvarðarhúsi. Sonur merkishjónanna, Bjargar Arinbjarnardótt- ur og Þorsteins Þorvarðarsonar, er þar bjuggu allan sinn búskap. Hann hefur átt heima hér í Keflavík alla tíð, utan stutts tíma, er hann dvaldi í Kaupmannahöfn við nám. Friðrik er því Keflvíkingur, og einn þeirra, sem ann sínu byggðarlagi og sínum æskustöðvum. Þegar hæfileikamenn eiga í hlut, eru verkefnin ávalt næg í ekki fjölmennara byggðarlagi en Keflavík var til skamms tíma. Friðrik hefur þar ekki farið var- hluta. Fjölmörg og oft vandasöm verkefni hafa kallað hann til starfa, þótt hér verði aðeins fárra getið. Hann átti um tíma sæti í hreppsnefnd Keflavíkur. I sóknarnefnd hefur hann átt sæti mörg undanfarin ár. Hann átti lengi sæti í byggingarnefnd og var það sæti þá vel skipað. Þar nutu sín hæfileikar hans á sviði skipulags, samfara næmri fegurðar- tilfinningu. Hann átti því oft góðar tillög- ur um mál nefndarinnar. Atvinnustarf Friðriks hefur verið á sviði verzlunar og viðskipta. Ungur réðst hann sem sendisveinn að verzluninni Nýhöfn í Reykjavík, sem var á þeim tíma allstór matvöruverzlun. Eftir fárra mánaða starf fluttist hann aftur til Keflavíkur, þar sem honum bauðst betra starf og betur launað, því nú var hann við afgreiðslu innanbúðar og fékk 35 kr. á mánuði. Áður voru laun hans 30 kr. á mánuði, og þá upphæð varð hann að greiða í fæði, húsnæði hafði hann frítt, en í herbergi með öðrum. Síðan hef- ur Friðrik stundað verzlunar- og skrif- stofustörf í Keflavík, utan þess tíma, er hann dvaldi erlendis við nám, og áður er getið. Um skeið rak hann sína eigin verzl- Friðrik Þorsteinsson. un. En hin síðari ár hefur hann verið framkvæmdastjóri Bræðslufélags Kefla- víkur og annast bókhald þess. Friðrik er glöggur á tölur og mjög fær bókhalds- maður. Um margra ára skeið hefur hann verið endurskoðandi hreppssjóðs og bæjar- sjóðs Keflavíkur og stofnana hans. Einnig endurskoðandi Sparisjóðsins í Keflavík. E n Friðrik er ekki aðeins glöggur á töl- ur og hugbundinn þeirn. Hann er einnig listhneigður, og sérstaklega er það hljóm- listin, sem á huga hans. Ungur stofnaði Friðrik fyrsta karlakór- inn í Keflavík, sem um nokkurra missera skeið rauf tilbreytingaleysið hér í byggð og veitti Keflvíkingum og nágrönnum marga ánægjustund. Eg ætla, til dæmis, að margir eldrí Keflvíkingar muni annan dag páska, líklega 1917, er karlakórinn efndi til söngskemmtunar uppi á þaki „Áframs- hússins“, en það stóð þar sem nú stendur Nýjabíó. Veður var stillt og blítt. Og kórinn söng nú við mikla hrifningu áheyrenda, sem voru allir þeir Keflvíkingar, sem út máttu komast og margir úr næstu byggðarlög- um. Þetta var stór viðburður þeirra tíma. — Það sama ár, í ágúst, söng kórinn á þjóðhátíð Keflvíkinga, sem haldin var í Stekkjarhamri. En aðstæður allar, til þess að halda uppi karlakór, voru erfiðari þá en nú. Flestir kórfélagar voru sjómenn, sem áttu fáar og óvissar frístundir. Og svo kom hörmungar- árið 1918 með frosthörkurnar í byrjun ársins og inflúenzufaraldurinn í lok þess. Þessir vágestir lömuðu allt félagslíf í fá- mennu og fátæku sjávarþorpi, og kórinn starfaði lítið eftir þctta. Þótt hér hafi verið minnst á nokkur störf Friðriks, er hann hefur unnið í þágu þessa byggðarlags, þá er enn eitt ótalið, og það starfið, sem lengst mun verða tengt nafni hans, en það er organistastarfið við Keflavíkurkirkju. Það starf hefur hann rækt af sérstakri alúð í rúmlega 40 ár. Friðrik er kvæntur Sigurveigu Sigurðar- dóttur, sem einnig er fædd Keflvíking- ur. Þau eiga 6 börn á lífi. Þau eiga yndis- legt heimili að Vallargötu 26. Þar er alltaf gott að koma. Þótt Friðrik sé oft hlédrægur, þá er hann í eðli sínu félagslyndur, og í góðra vina hópi er hann hrókur alls fagnaðar. Hann á til að bera kýmnigáfu og hefur glöggt auga fyrir hinni skoplegu hlið á hlutun- um. Hann kann líka prýðilega að segja frá svo lifandi verði. Við Faxa-félagar þökkum Friðrik liðnu árin og óskurn honum og hans fjölskyldu framtíðarheilla. Ragnar Guðleifsson. Sólríkt sumar á Suðurnesjum. Senn er hjáliðið eitt sólríkasta sumar, sem yfir Suðumesin hefur gengið í mannaminn- um. Segja má, að sólskin hafi hér verið á hverjum degi síðan í júlíbyrjun, og samfara því hefur veðráttan verið hagstæð og hlý, svo vart hefur á betra verið kosið. Eftir veður- stofunni í Reykjavík er það haft, að síðan mælingar hófust á sólfari í Reykjavík árið 1923, hafi aldrei komið þar jafn sólríkir júlí- og ágústmánuðir samanlagt og nú í sumar, en sólskinsstundir í þessum tveimur mánuð- um í Reykjavík voru alls 537. í júlí voru þær 259 og hafa tvívegis áður komið sólríkari júlí— mánuðir, árið 1939 og 1928. Ágúst var hins- vegar alger metmánuður að sólskinsstunda- fjölda, en þær voru alls 278. Þó þessar mæl- ingar séu gerðar í Reykjavík, þá mun lítill munur hafa verið á veðurfari þar og hér á Suðurnesjum í sumar og gefa tölurnar því einnig nokkuð glögga mynd af sólskinsstund- um Suðurnesja á sumrinu. Skortur á súrmjólk. Að undanförnu hefur mjög skort á, að næg súrmjólk væri til sölu í mjólkurverzlunum hér í bæ. Hefur það gengið svo langt, að sums staðar hefur hún verið ófáanleg eftir kl. 10 á morgnana. Margir neyta súrmjólkur að ráði læknis, enda er hún holl og góð fæða, sem ýmsir geta illa án verið. Er þetta léleg þjón- usta og óafsakanleg, sem ráða verður bót á hið bráðasta.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.