Faxi

Árgangur

Faxi - 01.02.1962, Blaðsíða 1

Faxi - 01.02.1962, Blaðsíða 1
Útskálakirkja hundrað ára Ræða formanns sóknarnefndar, Sigurbergs H. Þorleifssonar. — Síðari hluti. Til lierra prófasts, Dómkirkjuprests síra O. Pálssonar. Með bréfi frá 17. f. m. hafið þér, herra prófastur, sent mér byggingarreikning Ut- skálakirkju, sem byggð hefir verið á næst- liðnum 2 árum frá því sumarið 1861 til 1863. Hyggingarreikningur þessi er að vísu til mín kominn, eins og hann hefir verið sendur yður í ágripi, hvar lijá þér getið þess, eins og einnig er tekið fram í téðu ágripi, að nákvæmur reikningur yfir hvað- eina, sem til byggingarinnar hefur gengið, sé innfærður í kirkjubókina, en til þess að bæta tir þvi, að engin fylgiskjöl fylgja reikningnum, hefir við- komandi beneficiarius fengið yfirsmið- inn til að teikna á hann vottorð sitt, hverju jafnframt þér vitnið, að áminnstur reikn- ingur sé í alla staði sanngjarn, og getið þess, að það muni sjaldgæft að svo stórt fyrirtæki í þessu efni sé eins vandlega af hendi leyst og hér sé gjört, þar sem bene- ficiarius hafi ekki einungis í öllum frá- gangi sínum við kirkjubygginguna sýnt bæði rausn og framúrskarandi ræktarsemi, heldur einnig sæmt kirkjuna talsverðum

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.