Faxi

Árgangur

Faxi - 01.02.1962, Blaðsíða 11

Faxi - 01.02.1962, Blaðsíða 11
F A X I 27 Leiði eða minnismerki sgómanna 1 síðustu tbl. Faxa hefur nokkuð verið skrifað um „leiði óþekkta sjómannsins" i kirkjugarðinum í Keflavík, og því beint til félagssamtaka í Keflavik, þar á meðal Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur, að þau hlutist til um að eitthvað verði gert, til þess að gera þetta leiði að at- hyglisverðum grafreit. Sjómannadagsráð Keflavíkur sagði í næstsíðasta blaði sögu þessa leiðis, sem kallað er „leiði óþekkta sjómannsins" og tengslum þess við sjómannadagsráð, og vísast til þess hér. En ég vil þá heldur ræða aðra hlið þessa máls. Vaknar þá fyrst þessi spurning: „Hver er tilgangur með slíku leiði eða minnis- merki?“ Ég held að hann eigi fyrst og fremst að vera sá, að minna okkur á starf sjómannsins og hve mikilsverður þáttur það hefur verið í lífsbaráttu þessa byggðar- lags frá fyrstu tíð. 1 þeim löndum, sem her hafa á að skipa til landvarnar, er „leiði óþekkta hermanns- ins“ algengt. Þar eru slík leiði eða minnis- merki tákn allra þeirra mörgu nafnlausu sona fósturjarðarinnar, sem fallið hafa fyrir vopnum óvinanna, og mun þá leiðið vera raunverulegur legstaður eins þeirra. Hvort undir því leiði, sem í kirkjugarð- inum í Keflavík hefur fengið nafnið „leiði óþekkta sjómannsins“, hvílir sjómaður, veit ég ekki, og um það veit sjálfsagt enginn. Því mundi það ekki skipta máli, þótt slíku leiði eða minnismerki væri val- inn annar staður, meira áberandi i kirkju- garðinum. Það væri líka til athugunar, hvort ekki væri enn æskilegra, að lögð yrði meiri áherzla á minnismerki sjómanna, jafnt þekktra sem óþekktra, og það þá reist i þeim stað, sem víðast sæist og bænum gæti orðið til prýðis. Um þetta liefi ég áður skrifað í Faxa, 6.—7. tbl. 1955, júníblað. Þar stendur: „Vestmannaeyingar hafa fyrstir hér á landi reist sjómönnum minnismerki. Frá listrænu sjónarmiði hef- ur mcrki þetta fengið ýmsa dóma, og að sjálfsögðu má alltaf um það deila, hvaða form slíkum merkjum eru valin. En ég held, að hvert sem formið verður, þá eigi merkið fyrst og fremst að vera ljósmerki, sem sést vel af sjó, þegar siglt er fyrir Keflavík. Merkinu verður því að velja stað þar sem það ber hátt yfir byggð og sést vel af sjó, og koma þá til greina Hólmsbergið, Vatnsnesið og holtið ofan við bæinn, t. d. fyrir opinni Tjarnargötunni. (Sá staður hefur nú verið torveldaður með byggingu Stapafellsbúðarinnar). En hver á að reisa merkið og hvernig á að afla fjár til þess? Ég hefði talið eðli- legast að samtök sjómanna og útgerðar- manna hefðu forgöngu, en hinsvegar yrði fjár aflað á ýmsan hátt. T. d. mætti hugsa sér að nokkur hluti ágóðans af hátíðahöld- um sjómannadagsins rynni til þessara framkvæmda. Þá væri eðlilegt og sjálfsagt, að bæjarsjóður Keflavíkur legði fram veru- legan hluta kostnaðarins.“ Æskilegt væri að heyra álit útgerðar- manna á þessu máli. Ragnar Guðleifsson. Viktoría slrandar. Vélbáturinn Viktoría RE 135 strandaði fyrir skömmu við innsiglinguna í Grindavíkurhöfn í foráttubrimi og roki. Barst báturinn um 600 m vestur eftir fjöruborðinu um 200— 300 m frá landi eftir að hann tók fyrst niðri og festist þar alveg á rifi. Ahöfnin, 6 menn, fóru þar í gúmmíbát og björguðust í land. A næstu fjöru lá báturin langt uppi á rifinu. Höfnin í Grindavík er þröng og hættuleg, og hafa þar oft orðið mannskaðar og slys. Síðan báturinn strandaði hefir verið unnið að viðgerð á honum, en vegna smástreymis hefir reynzt erfitt að komast að honum nema stuttar stundir í einu. Nú er samt langt komið að þétta bátinn, grafinn hefir verið skurður fyrir innan hann og er ætlunin að reyna að kippa Viktoríu inn í Hópið. — Skipið var á línuveiðum, er það strandaði. Skipstjóri er Baldur Karlsson frá Þorlákshöfn. Hann segir, að ástæðan fyrir strandinu hafi tyrst og fremmst verið sú, að innsiglingar ljósin log- uðu ekki, þegar þeir kl. 2,30 komu i vikur- mynnið, hafi þar þá verið niðamyrkur, sem olli því að hann beygði of seint en þá tók skipið niðri og rak síðan inn eftir, enda má þarna engu muna, ef vel á til að takast um lendingu. Síðan þetta gerðist hefir tekizt að ná Viktoríu lítið skemmdri innað bryggju í Grindavík.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.