Faxi

Árgangur

Faxi - 01.02.1962, Blaðsíða 9

Faxi - 01.02.1962, Blaðsíða 9
F A X I 25 Nætur- og hclgidagalæknar í Keflavíkur- héraði í febrúar og marz 1962: 10.—11. febr. Jón K. Jóhannsson. 12. febr. Kjartan Ólafsson. 13. febr. Arnbjörn Ólafsson. 14. febr. Björn Sigurðsson. 15. febr. Guðjón Klemenzson. 16. febr. Jón K. Jóhannsson. 17. —18. febr. Kjartan Ólafsson 19. febr. Arnbjörn Ólafsson. 20. febr. Björn Sigurðsson. 21. febr. Guðjón Klemenzson. 22. febr. Jón K. Jóhannsson. 23. febr. Kjartan Ólafsson. 24. —25. febr. Arnbjörn Ólafsson. 26. febr. Björn Sigurðsson. 27. febr. Guðjón Klemenzson. 28. febr. Jón K. Jóhannsson. 1. marz Kjartan Ólafsson. 2. marz Arnbjörn Ólafsson. 3. —4. marz Björn Sigurðsson. 5. marz Guðjón Klemenzson. 6. marz Jón K. Jóhannsson. 7. marz Kjartan Ólafsson. 8. marz Arnbjörn Ólafsson. 9. marz Björn Sigurðsson. 10. —11. marz Guðjón Klemenzson. 12. marz Jón K. Jóhannsson. 13. marz Kjartan Ólafsson. 14. marzArnbjörn Ólafsson. 15. marz Björn Sigurðsson. 16. marz Guðjón Klemenzson. 17. —18. marz Jón K. Jóhannsson. Franska ríkisstjórnin vill lakmarka áfengis- neyzluna Lögreglustjórinn i París, Maurice Papon, gaf fyrir síðustu jól út opinbera tilkynningu um að bannað væri að setja á stofn nýjar öl- krár eða vínstofur í stórum hverfum borgar- innar, og ennfremur í útborgunum. Þeir vín- veitingastaðir, sem fyrir eru, fá að starfa áfram, en þegar núverandi eigandi ölkrár flytur burt eða deyr, er einungis leyfilegt að selja þar óáfenga drykki. Bann þetta byggist á tveimur stjórnartil- skipunum, sem út voru gefnar 29. nóv. 1959 og 14. júní 1960, og er fyrsta raunhæfa átak yfir- valdanna til þess að takmarka fjölda vín- sölustaða í borginni. Talið er, að í Parísar- borg sé einn vínsölustaður á hverja 180 borg- arbúa, svo að hér virðist stjórnin ganga rösk- lega til verks. Áfengissjúklingar í Frakklandi eru taldir 2,2 af hundraði af þjóðinni, og er þessi hlut- fallstala drykkjusjúklinga sett í samband við það, hve auðvelt er að ná í áfenga drykki þar í landi. Áfengisvandamálið kostar franska ríkið rúmlega 12 milljarða ísl. króna árlega. Al- þjóða heilbrigðisstofnunin (W- H. O.) skýrir nýlega frá því, að meðal hinna 74 þjóða, sem að stofnuninni standa, hafi Frakkland algera sérstöðu að því, er tekur til dauðsfalla af þeirri tegund lifraveiki, sem mikil áfengis- neyzla getur valdið. Handknattieikur. Suðurnesjamót í handknattleik var haldið í janúar í Iþróttahúsinu hér. Urslit urðu sem hér segir: III. flokkur karla: U.M.F.K. (B) — Njarðvík 5:11 UM.F.K. (A) K.F.K. 9:7 U.M.F.K. (A) — Njarðvík 6:8 Njarðvík var því Suðurnesjameistari í ár í 3. flokki karla. 2. flokkur karla: U.M.F.K. (A) — K.F.K. 12:7 U.M.F.K. (B) — K.F.K. 10:17 U.M.F.K. (A) — U.M.F.K. (B) 16:16 Ungmennaf. Keflavíkur varð meistari í þess- um flokki. 2. flokkur kvenna: U.M.F.K. — K.F.K. 3:1 I meistaraflokki kvenna sendi aðeins U.M. F.K. lið. Meistaraflokkur karla: U.M.F.K. — Reynir 30:20 KFK — Reynir 29:17 U.M.F.K. — K. F. K. 13:21 K.F.K. varð þar af leiðandi meistari í 1. flokki karla. Mótið fór vel fram. Matthías Ásgeirsson dæmdi flesta leikina. Handknattleiksráð Keflavíkur sá um mótið. H. J. Starfsemi bókasafnsins í Keflavík 1961. Lánaðar voru út 25,209 bækur (þar af á lestrarsal 8,520 eintök. Lánþegar voru 729 og á lesstofu komu 2268 gestir. Er þetta allveru- leg aukning frá árinu áður. Af íslenzkum höfundum nutu þessir mestra vinsælda: 1. Ármann Kr. Einarsson 256 eintök. 2. Kristmann Guðmundsson 249 eintök. 3. Guðrún frá Lundi 204 eintök. 4. Ingibjörg Sigurðard. 195 eintök. 5. Ragnheiður Jónsdóttir 180 eintök. 6. Guðmundur Hagalín 133 eintök. 7. Stefán Júlíusson 128 eintök. Styrkir til safnsins voru svipaðir og verið hefur, að því undanskildu að Keflavíkurbær innheimti á árinu skuld, sem aðallega var stofnað til árið 1958. Raunverulegt framlag bæjarins var því 1/. minna en verið hefur. Stjórn safnsins óskaði eftir að þessi innheimta væri felld niður, en við þeirri beiðni hefur aldrei borizt svar frá bæjarstjórn. Þá þykir mér rétt að geta hér tveggja tillagna, sem Kári Þórðarson hefur flutt á fundum í safnstjórn- inni. Sú fyrri er á þá leið, að bókaverði verði falið að leita til einhvers vanheils Keflvík- ings hvort hann vildi taka að sér bókband og væri þá athugað hvort safnið gæti ekki styrkt hann á einhvern hátt. Að minnsta kosti mundi það beina öllum bókbandsviðskiptum sínum til þessa aðila, ef hann uppfyllti kröfur þess um vandvirkni og viðráðanlegt verðlag. Hin tillaga Kára er um 1—3 bókaverðlaun frá stjórn safnsins til unglinga sem fara vel með bækur safnsins og sýna prúða framkomu í húsakynnum þess. Mér finnst ástæða til að þakka Kára fyrir þessar tillögur, einkum þá síðari en hún mun koma til framkvæmda nú í vor. Hilmar Jónsson. Vísur til Faxa: Nú á dögunum bárust Faxa eftirfarandi vísur frá útsölumanni blaðsins í Garðinum, Sigurði Magnússyni í Valbraut. En eins og lesendur Faxa vita, er honum létt um tungu- tak og lætur oft fjúka í ferskeytlum að göml- um og góðum sið. Blaðið þakkar Sigurði vísurnar og persónu- lega kann ég vel að meta þann hlýja vinar- hug, sem í þeim felst, enda munu þær til mín talaðar. H. Th. B. Þér skal flytja þennan brag, þó af veikum gerðum. Að þér gangi allt í hag utanlands í ferðum. Og þú komir aftur heim, ánægður og glaður. Laus við utanlandasveim, líka fróður maður. Handknattleikur. Þann 30. des. 1961 var haldið mót þar sem Víkingur úr Rvík mætti með lið í öllum aldusflokkum. Mcistaraflokkur karla: ÍBK — Víkingur ...................... 26:29 (Leikur á Hálogalandi ÍBK —- Víkingur ................. 22:26) 2. fl. karla A: ÍBK — Víkingur ...................... 19:13 2. fl. karla B: ÍBK — Víkingur ..................... 11:9 Mcistaraflokkur kvenna: ÍBK — Víkingur ..................... 6:7 ÍBK — Víkingur ..................... 4:9 1. fl. kvenna: ÍBK — Víkingur ....................... 7:10 3. fl. karla A: ÍBK — Víkingur ...................... 10:15 3. fl. karla B: ÍBK — Víkingur ....................... 9:12 3. fl. karla: Njarðvík — Víkingur (B-lið) ......... 14:13 Matthías Ásgeirsson annast nú mestalla þjálfun í handknattleik á vegum ÍBK, en Matthías kom í stað Höskuldar Goða sem leik- fimiskennari hér. Við hann eru miklar vonir bundnar hér, en sem kunnugt er lék Matthías áður með IR og var talinn einn bezti maður liðsins, enda landsliðsmaður í þessari skemmtilegu íþrótt. H. J.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.