Faxi

Árgangur

Faxi - 01.05.1964, Blaðsíða 6

Faxi - 01.05.1964, Blaðsíða 6
/--------- > Útgefandi: Málfundafélagið Faxi, Keflavik. — Ritstjóri og afgreiðslumaður: 1T Hallgrímur Th. Björnsson. Blaðstjóm: HaUgrímur Th. Björnsson. Margeir A Æ \ Jónsson, Kristinn Reyr. Gjaldkeri: Guðni Magnússon. Auglýsingastj.: Gunnar Sveinsson. Verð blaðsins í lausasölu krónur 15,00. Alþýðuprentsmiðjan h.f. V__________________________________________________________________________________________________/ Um áburðarnot'kun í lóðir og garða Nætur- og helgidagalæknar í Kcflavíkurhéraði. I maí: 21. Kjartan Olafsson. 22. Arnbjörn Olafsson. 23. Guðjón Klemenzson. 24. Guðjón Klemenzson. 25. Kjartan Ólafsson. 26. Kjartan Ólafsson. 27. Arnbjörn Ólafsson. 28. Arnbjörn Ólafsson. 29. Guðjón Klemenzson. 30. Kjartan Ólafsson. 31. Kjartan Ólafsson. I júní: 1. Arnbjörn Ólafsson. 2. Arnbjörn Ólafsson. 3. Guðjón Klemenzson. 4. Guðjón Klemenzson. 5. Kjartan Ólafsson. 6. Arnbjöm Ólafsson. 7. Arnbjörn Ólafsson. 8. Guðjón Klemenzson. 9. Guðjón Klemenzson. 10. Kjartan Ólafsson. 11. Kjartan Ólafsson. 12. Arnbjörn Ólafsson. 13. Guðjón Klemenzson. 14. Guðjón Klemenzson. 15. Kjaran Ólafsson. 16. Kjartan Ólafsson. Mjög cr æskilegt að gefa húsdýraáburð eða annan lífrænan áburð í lóðir og garða, og ekki sízt hér, þar sem mold sú, sem hér fæst, er alveg snauð af öllum lífrænum leifum og því dauð. Til þess að fá bezta nýtingu á húsdýraáburði er nauðsyn að geta blandað honum saman við efsta lag moldarinnar, en sé það ekki hægt, þá að mylja hann vel ofan í rótina svo að sem minnst þurfi að raka burt af honum. Það magn sem æskilegt er talið að nota af hon- um er um 650 kg. á hverja 100 m" (2'/2 kcrruhlass). Sé ekki hægt að fá húsdýraáburð er ágætt að nota síldar- eða fiskimjöl, og er sama með það og húsdýraáburð, að bezt er að geta blandað því í jarðveginn, en sé slíkt ekki mögulegt, er nauðsyn að skipta gjöfinni og gefa tvisvar á, með um 4—6 vikna millibili. — Aburðarinnihald mjölsins er nokkuð hátt og getur því auð- veldlega brunnið undan því sé of mikið notað af því. Magn það sem talið er hæfi- legt er 25 kg. á 100 irr. Þar sem mjölið er notað er svo æskilegt að bera á aukaskammt af kalí er kemur fram í júli, um 1—2 kg. pr. 100". Þar sem ekki er um annað að ræða en tilbúinn áburð skal fara varlega með hann, þar eð hann er mjög sterkur og getur með of mikilli notkun valdið eiturverkunum. — Mándaginn 25. maí syngur Karlakórinn Fósbræður ásamt blönduðum kór, — um 70 manns, í Nýja bíó í Keflavík fyrir Tónlistar- félagið. Efnisskrá verður mjög fjölbreytt. — Tónleikarnir hefjast klukkan 9 um kvöldið og er áríðandi að fólk mæti stundvíslega. Tónlistarfélagið mun að venju senda styrktar- félögum sínum aðgöngumiða. Nú að undanförnu mun hafa fjölgða nokk- uð í félaginu, og þó er enn rúm fyrir fleiri styrktarfélaga, fólk, sem vildi kosta nokkru til að fagrar listir fái þrifizt hér og dafnað, — og sem er þess vel vitandi, að maðurinn lifir ekki á einu saman brauði, heldur þarf hann líka sinn hlátraheim, eitthvað háleitt Æskilegt er að gefa hverja áburðartegund fyrir sig. Tegundir þær, sem um er að ræða, eru köfnunarefni N, sem bezt er að gefa sem Kalksaltpétur, 8 kg. pr. 100", en sé hann ekki fáanlegur þá Kjarna, 4 kg. pr. 1002, en ókostur hans er sá, að hann vinnur súrtverkandi á jarðveginn og verð- ur þá að gefa kalk á með honum. Æski- legt er einnig að gefa kalk með húsdýra- áburði og sérstaklega þar sem um mikla mosamyndun er að ræða. Ohætt er að gefa um 25—30 kg. á hverja 100 m2, en þó skal það ekki gefið nema 2. til 3. hvert ár. Þá þarf að bera fosfór á P, og fæst hann sem þrífosfat, hæfilegt magn af honum er talið 8 kg. pr. 100 m2, og svo að lokum kalí, og skal notað brennisteinssúrt kalí K, en ekki klórsúrt, þar sem klór er oft skað- legur fyrir plöntur, sérstaklega kartöflur, hæfilegt magn er um 5 kg. pr. 100 m2. Þá getur og verið æskilegt þar sem hús- dýraáburður er notaður, að skerpa á með tilbúnum áburði eftir að rakað hefur verið af, og má þá ekki nota nema um hálfan skammt, en af öllum tegundum. Um garðáburð er ekki gott að gefa upp magn, þar sem það er dálítið misjafnt af áburðartegundum frá ári til árs, en óhætt ætti þá að vera að gefa 7—8 kg. pr. 100 m2, en er þó ekki algilt. Guðl. Sig. og fagurt, sem endurnærir sálina og ljær henni vængi, svona við og við. Tónlistarfélagið er líklegast til góðra hluta í þessum efnum, og því skorar blaðið á menn að grípa nú tækifærið, gerast styrktarfélagar og láta innrita sig í Tónlistarfélagið nú þegar, annaðhvort í Bókabúð Keflavíkur eða heima hjá formanni félagsins, frú Vigdísi Jakobs- dóttur. Miðvikudaginn 27. maí verða hinir árlegu nemendatónleikar félagsins i Nýja bíó í Keflavík og hefjast þeir klukkan 9 um kvöld- ið. — Athygli skal vakin á því, að þessir vinsælu nemendatónleikar hafa aldrei verið fjölbreyttari en þeir verða nú. Ferming í Höfnum. I Höfnum verða fermd fimm börn sunnu- daginn 31. maí. Fara nöfn þeirra hér á eftir: Ásta Magnhildur Sigurðardóttir, Staðarhóli. Bjarney Jóna Valgeirsdóttir, Sólvangi. Olafur Hannes Sigurjónsson, Reykjanesi. Sigurbjörn Þór Sigurðsson, Staðarhóli. Vilhjálmur Nikulás Nikulásson, Brautarhóli. Leiðrétting. í fermingarlistanum í síðasta tbl. Faxa féll niður nafn eins fermingardrengsins í Kefla- vík, Ingimundar Hilmarssonar. Þá misrituðust nöfn tveggja fermingarbarna; þar stóð Guð- mundur Elías, átti að vera Guðmundur Elís, og Sigrín átti auðvitað að vera Sigrún. Um leið og blaðið biður aðstandendur velvirðing- ar á þessum leiðu mistökum, viljum við nota tækifærið og óska öllum fermingarbörnum og foreldrum þeirra innilega til hamingju. Hljómlcikar Rögnvalds Sigurjónssonar. Fyrir nokkru hélt Tónlistarfélag Keflavík- ur hljómleika fyrir styrktarfélaga sína og gesti þeirra. Rögnvaldur Sigurjónsson, píanósnill- ingur, lék á hljómleikum þessum og var efnis- skráin sérstaklega vönduð og vel valin. Leikið var eftir Beethoven 32 tilbrigði í c-moll og sónata op. 57, einnig sónata í b-moll op. 35 eftir Chopin og að lokum Nephisto eftir Franz Liszt. Það þarf ekki að dæma afburða snilli og list Rögnvaldar Sigurjónssonar, það er nóg að geta nafns hans, þá er öllum ljóst, að þar er einn okkar fremsti listamaður á þessu sviði, sem hefur borið sóma íslands langt um önnur lönd. Áheyrendur sáu stjarfir og hlustuðu á hvert stórverkið á eftir öðru og að síðustu dunaði Frá Tónlisfarfélagi Keflavíkur 74 — F A XI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.