Faxi

Árgangur

Faxi - 01.05.1964, Blaðsíða 7

Faxi - 01.05.1964, Blaðsíða 7
Mephisto-valsinn af slíkum þrótti og leikni að viðmiðun er engin fyrir hendi. Eini örðug- leikinn á hljómleikum þessum var fyrir lista- manninn að sleppa frá hrifnum áheyrendum sinum, sem báðu um og fengu mörg aukalög. Tónlistarfélagið á þakkir skilið fyrir að gefa Keflvíkingum kost á því að hlýða á þann frá- bæra listamann, sem Rögnvaldur Sigurjónsson er. — hsj. Nýr bátur til Grindavíkur. Föstud. 1. maí kom nýr bátur til Grinda- víkur, Þorbjörn II, GK-541, eigandi hlutafé- lagið Þorbjörn, Grindavík. Þetta er eikarbát- ur, smíðaður í Djúpavík í Svíþjóð. Hann er 169 lestir að stærð, með Deutz 585 hestafla vél og tvær ljósavélar, önnur 95 hestafla með 30 kílóvatta rafmagn, en hin aðeins 5 hest- öfl með 30 kílóvöttum. — í reynsluferð gekk báturinn 12 mílur og meðalhraði bátsins á leiðinni heim var 10 og hálf míla. Sími er um allt skipið, og það er gert fyrir 12 manna áhöfn. — Viktor Jakobsson, skipstjóri, sigldi skipinu heim. Skipstjóri á fiskveiðum verður Þórarinn Ólafsson. Nuddstofa í Keflavík. Laugardaginn 2. maí var opnuð nudd- og sjúkrastofa að Mánagötu 7 í Keflavík. Eig- andi stofunnar er Guðjón Sigurðsson, sjúkra- þjálfari, en undanfarið hefur hann verið for- stöðumaður æfingastöðvar Félags lamaðra og fatlaðra í Reykjavík. Nudd- og sjúkrastofan er búin öllum nauð- synlegum tækjum til raflækninga og nudd- lækninga. Sjúklingar verða einungis teknir fyrir milligöngu lækna, því að stofa þessi ann- ast ekki hressingarnudd, heldur eru þarna að- eins meðhöndlaðir sjúklingar. Eins og nærri má geta, er það mikill léttir fyrir Keflvíkinga, sem þurft hafa að leita til Reykjavíkur í þess- um erindum, að geta sótt sjúkra- og nuddstofu í sínum eigin bæ. Og það eru ekki einungis Keflvíkingar, sem njóta góðs af, því að þetta er eina nudd- og sjúkrastofan á öllum Suður- nesjum. — Þess má geta, að fyrir er í Keflavík nudd- og gufubaðstofa, en hún annast ekki sjúklinga, heldur heilbrigt fólk. Orkt um tíðarfarið. Þessi nýliðni vetur hefur verið eindæma góður og mildur um land allt, svo að elztu fflenn muna engan slíkan. Segja má, að gróður og ræktað land hafi aldrei tapað sínum græna lit. I marz var svo verulega tekið að gróa. Skraujurtir í húsagörðum byrjuðu að opna krónur sínar og trjágróður að laufgast sem á vordegi væri. Til marks um þessa frábæru árgæzku má geta þess, að hinn 4. apríl var garður Guðjóns Klemenzsonar læknis í Ytri- Njarðvík sleginn, að sögn Guðmundar Finn- bogasonar, og svo mun víðar hafa verið. Mun þetta áreiðanlega þykja annálsvert, enda verð- ur veturinn 1964 einn af annálsvetrum Sög- unnar. Þennan sérstæða vetur kveður Sigurður Magnússon með eftirfarandi stökum: Enginn hér á Isagrund okkur reyndist betur. Nú er að kveðja, mildri mund, mesti gæða vetur. Dásöm tíð ber dýrðar vott, drunga kann að ryðja. Vor og sumar verði gott, við skulum öll þess biðja. Og þennan vitnisburð fær sumardagurinn fyrsti hjá Sigurði: Sveipast hlýjum sólareldi sjónhringur vor mikið fagur. Þýður liðinn þá að kveldi þessi fyrsti sumardagur. Annáll vetrarins er þessi hjá Sigurði: Aflabrögð með afbrigðum urðu á Suðurlandi. Varð ei snjór á vegunum, er valda kunni grandi. Oftast jörðin auð, það tel, enginn mæddi tregi. Fjárhirðingin fór því vel fram á hverjum degi. skipulagi í Kópavogi, væri ekki hægt að hefja framkvæmdir á þessu sumri. Þá sagði ráðherrann, að verið væri að semja áætlun um vegaframkvæmdir til fjög- urra ára og væri þá líklegt, að meiri árangur sæist af vegaframkvæmdum en verið hefði, enda þá starfað skipulagsbundnara og því hægt að fá meira verk fyrir það fé, sem til vega er varið. Fermingarbamablaðið er komið út. Að því standa, eins og kunn- ugt er, fermingarböm í Keflavík og Njarð- víkum, og er tilgangur þess m. a. sá, að efla fei'ðasjóð barnanna, en samkv. gamalli venju fara þau ásamt sóknarprestinum í sameigin- legt ferðalag að lokinni fermingu. Blaðið er að nokkru ski'ifað af börnunum sjálfum, sem einnig annast blaðstjórn og aðstoða við út- gáfustarfið, en sr. Björn er ábyrgðarmaður blaðsins. Að vanda er Fermingarblaðið hið ásjálegasta. Kápumynd er af Njarðvíkur- kirkju. Blaðið hefst með ávarpi frá biskupi, hr. Sigurbirni Einarssyni. Þá birtast fjölmarg- ar athyglisverðar smágreinar og sögur eftir börnin sjálf og þar er listi yfir nöfn allra fermingarbarnanna í prestakallinu á þessu voi’i ásamt mörgum fallegum fermingarmynd- um frá liðnu ári. Starfscmi Bæjarbókasafnsins 1963. Lánuð voru út í útlánsdeild 16.639 bindi og voru lánþegar 729. Á lestrarsal voru lánuð 4811 bindi og voru gestir þar 1604. Tölur þessar eru allmiklu hærri en árið áður. — Bókaeign safnsins nemur nú um 7270 bindi. Tala Lánaðra bóka eftir efnisflokkum: Ýmis rit ........................... 244 Heimspeki og sálfræði ............... 80 Trúmál ............................. 135 Félagsmál, þjóðsögur ............... 301 Náttúrufræði, stærðfræði ............ 14 Tungumál, málfræði ................... 4 Gagnfræði, framleiðsla .............. 20 Listir, skemmtanir .................. 36 Bókmenntir........................ 14008 Saga, landfræði, ævisögur.......... 1794 Keflavíkurvegui' mun kosta 240 milljónir. Nú fyrir skömmu skýrði Ingólfur Jónsson samgöngumálaráðherra frá framkvæmdum við Keflavíkurveg. Hann kvað þegar steypta 15 km af veginum, en alls væri leiðin sem steypa ætti 37 km frá Engidal il Keflavíkur. Væru því 22 km eftir. Áætlað væri að ljúka undir- búningi undir steypu fyrir vorið 1965 og yrði þá allt, sem eftir er, steypt í einu lagi. Gert er ráð fyrir, að Keflavíkurvegurinn kosti alls 240 milljónir, miðað við tvær akreinar, en í framtíðinni væri fyrirhugað að breikka veg- inn um helming. Þá kvað ráðherrann umferð orðna svo mikla um Suðurnesjaveg, að Hafnarfjarðarvegur bæri hana ekki. Þingsályktunartillaga væri komin fram á Alþingi um að steypa tvíbreið- an veg til Hafnarfjarðar. Þá hefði einnig verið í athugun að leggja veg úr Blesugróf á Set- bergi við Hafnarfjörð til að taka hluta um- ferðai'innar af Hafnarfjarðai'vegi. Einnig væri rætt um að leggja veg úr Kópavogi í Blesu- gróf, en vegna þess að ekki væri gengið frá Samtals 16.639 Af íslenzkum höfundum var mest lánað eftir: Ingibjörg Sigurðardóttir...... 289 bindi Guðrún frá Lundi ............. 279 — Kristmann Guðmundsson ........ 164 —• Ragnheiður Jónsdóttir ........ 154 — Armann Kr. Einarsson ......... 147 — Jónas Arnason ................ 112 — Guðmundur G. Hagalín ......... 110 — Ingibjörg Jónsdóttir.......... 110 — Fjárframlög til safnsins á árinu voru sem hér segir: Bæjarsjóður Keflavíkur .... kr. 202.889,25 Gullbringusýsla .......... — 40.000,00 Ríkissjóður .............. — 42.594,00 Á þessu ári koma til framkvæmda ný lög, sem eiga að bæta fjárhagsafkomu safnanna. Vonumst við þá til að geta keypt ýmsar hand- bækur, sem tilfinnanlega hafa skort. Hilmar Jónsson. FAXI — 75

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.