Faxi

Árgangur

Faxi - 01.11.1964, Blaðsíða 2

Faxi - 01.11.1964, Blaðsíða 2
GULLBRÚÐKAUP þessar mundir vinnum við að því, að félagsmenn okkar gerist sjóðfélagar. En vitanlega er hver iðnaðarmaður sjálfráður, hvort hann gerist það eða ekki, en við teljum æskilegt að iðnaðarmenn styðji sjóðinn með því að gerast félagar, enda tvímælalaust þeirra hagur. — Hvað fleira á döfinni? — Við erum núna að vinna að því að fá þá sem standa utan félagsins til þess að gerast félagar. Hefir okkur orðið tölu- vert ágengt í þessum efnum. A síðasta aðalfundi gengu inn 25 nýir félagar og losar félagatalan nú hundraðið, en tak- markið er að ná inn í félagið öllum ó- félasgbundnum iðnaðarmönnum á félags- svæðinu, sem er allur Reykjanesskaginn sunnan Hafnarfjarðar. — Nokkuð nýtt á ferðinni hjá ykkur? — Á síðasta aðalfundi var lögum fé- lagsins breytt með það fyrir augum, að stofna deildir fyrir liverja faggrein. Þetta er ekki komið til framkvæmda ennþá. Þegar o'kkur hefur tekizt að fjölga skráð- um félagsmönnum og koma lífeyrissjóð- um á laggirnar á félagssvæðinu, ætlum við að opna skrifstofu sem hafi á hendi ýmis konar þjónustustörf svo sem að taka á móti framlögum í sjóðinn, annast upp- mælingu og verkáætlanir og jafnvel sjá um innheimtu fyrir félagsmenn svo og að veita almenningi upplýsingar, til dæmis um iðnnám, sem mundi auðvelda ungu fólki, sem áhuga hefði á iðnnámi, hvar lielzt væri að leita fyrir sér í þessum efn- um. Hér er aðeins drepið á nokkur þýð- ingarmikil atriði, er sýna, að verkefni slíkrar skrifstofu gætu verið geysimiirg og margvísleg. Og mundi þjóna jafnt borg- urunum og iðnaði, sem bönkunum sjálf- um. — Er nokkuð fleira, sem þú vilt segja Þorbergur, áður en við ljúkum þessu spjalli? — Ég legg á það mikla áherzlu, að þessar frambúðaráætlanir okkar eru til þess ætlaðar, að auka og efla samstarf og skilning milli iðnaðarmanna og þeirra, sem við þá skipta. H. T/i. B. Fyrsti snjór. Laugardaginn 24. október kom fyrsti snjór hér á Suðurnesjum, tveimur dögum áður hafði þó aðeins hvítnað í rót, meira þó í Reykjavík. Presthúsahjónin í Garði, frú Kristfn Hreiðarsdóttir og Oddur Jónsson, sem þar hafa búið myndarbúi um langan aldur og sett svip á sitt byggðarlag, áttu gullbrúðkaup sunnudaginn 1. nóv. s. 1. Þar sem ég oft hafði heyrt á þessi merkishjón minnzt lék mér forvitni á að Gullbrúðhjónin Oddur Jónsson og Kristín Hreiðarsdóttir á yngri árum. frétta af þeim nánar og notaði því þetta tækifæri til að afla mér hjá kunnugum frekari upplýsinga um uppruna þeirra og ævistarf. Frú Kristín er fædd 19. ágúst 1888 að Hátúnum í Landbroti, dóttir hjónanna Júlíönu Magnúsdóttur og Hreiðars Bjarna- sonar, sem þar bjuggu lengi, og var Krist- ín næstyngst af 19 alsystkinum. En faðir hennar, sem var tvíkvæntur, mun alls hafa átt 24 börn. Þegar Kristín var 2ja ára missti hún föður sinn og var þá tekin í fóstur að Kálfafelli í Fljótshverfi af frændkonu sinni Sólveigu Einarsdóttur, sem um þær mundir bjó þar sem ekkja með syni sínum, Sigurði. Oddur er fæddur á Keldunúpi á Síðu, 25. október 1886, sonur hjónanna Guð- rúnar Olafsdóttur og Jóns Jónassonar, er þar l)juggu um skeið. Er Oddur elztur 16 barna þeirra hjóna og var þetta barn- marga æskuheimili hans því eðlilega fá- tækt af veraldarauði. Varð drengurinn því snemma að fara að vinna og hjálpa til við framfærslu systkina sinna eins og altítt var um elztu börnin á ómegðar- heimilum. Hann er því einn þeirra, sem muna tímana tvenna í orðsins eiginleg- ustu merkingu. Oddur dvaldist með foreldrum sínum til 28 ára aldurs, en þá breytti hann til og fluttist suður til Hafnarfjarðar og gekk þá að eiga konu sína Kristínu. I Hafnar- firði bjuggu þau aðeins eitt ár og eignuðust þar sitt fyrsta barn, Júlíus Guðjón, sem kvæntur er Margréti Jónsdóttur. Eru þau nýflutt úr Garði til Reykjavíkur. Eftir þetta fyrsta búskaparár sitt í Hafnarfirði fluttu þau að Móhúsum í Garði, þar sem þau bjuggu um 10 ára skeið og þar sem öll hin börnin þeirra 3 eru fædd, en kaupa þá Presthúsin og hafa búið þar síðan. Fyrsta barn þeirra fætt í Móhúsum, var Sólveig Sigrún, Kona Hjálmars Magnús- sonar útgerðarmanns á Nýjalandi í Garði Eiga þau hjónin 6 börn, 4 drengi og 2 stúlkur. Yngst þeir Nýjalandssystkina er Jón, hinn ágæti útsölumaður Faxa í Garði. Þriðja barn þeirra Presthúsahjóna, Kristínar og Odds, er Jónína Sólveig, deildarstjóri hjá Kaupfélagi Suðurnesja í Keflavík og Ingimar sem er iðnfræðing- ur að menntun og kvæntur sænskri konu, Önnu Stínu. Eru þau hjónin búsett í Sví- þjóð. Þá ólu þau Kristín og Oddur upp Eyjólf Gíslason, er kom til þeirra 5 ára gamall. Hann er kvæntur Helgu Tryggva- dóttur og eru þau búsett á Laufási í Garði. Mér er tjáð, að Presthúsáhjónin hafi verið mjög samhent við bústörfin utan húss sem innan og við uppeldi barna sinna. Presthús munu á uppvaxtarárum þeirra hafa verið yndislegt og aðlaðandi heimili, þar sem ríkti sönn og varanleg vinátta. Sagt er mér t. d. að bóndanum á því heim- ili hafi aldrei hrotið blótsyrði af vörum, hvað þá að hann hafi skipt skapi við sam- starfsmenn sína og nágranna, enda mun hann fáa óvini hafa eignast um dagana. Eftir að þau hjónin settust að í Garð- inum tók Oddur að stunda sjóinn, fyrst framan af í skiprúmi hjá öðrum, en fljót- lega eignaðist hann sinn eiginn farkost og réð þá til sín útgerðarmenn á vertíðum eins og það var þá kallað. En þessir menn bjuggu jafnan á heimili skipseigenda. 142 — FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.