Faxi - 01.02.1965, Síða 4
tengdar. Ófáir hafa lifað þar helgustu
stundir lífs síns. Og á stærstu sorgarstund-
um var einnig þangað leitað. Þar var
friður fundinn og nýr styrkur fenginn
til þess að ganga götuna áfram án þess
að æðrast eða bugast.
Og enn sem fyrr er hlutverk kirkjunnar
hið sama, að ljá orði Krists, sakramentinu
og helgum athöfnum rúm, kyrrð og frið
í lofsöng og tilbeiðslu, þar sem háreysti
heimsins er útilokuð og mannssálirnar fá
tækifæri til samstillingar við hljóma, ljós
og líf æðri tilveru.
Og þegar við nú, á hálfrar aldar tíma-
mótum, spyrjum okkur sjálf: Hvað get
óg gert fyrir kirkjuna mína? Hvaða af-
mælisgjöf bezta get ég fært henni? Þá
koma áreiðanlega mörg svör fram í hug-
ann, því að margt þarf að gera og ótal-
margt er hægt að gera, ef vilji og samtök
eru fyrir hendi. Fögur og dýrmæt gjöf til
okkar fimmtuga Guðshúss væri það til
dæmis, ef nokkrar áhugasamar konur
tækju sig saman og stofnuðu kvenfélag,
sem eingöngu hefði málefni kirkjunnar
á dagskrá sinni. Þetta er aðeins eitt af
mörgu, sem nefna mætti.
En bezta gjöfin verður þó alltaf sú, að
við reynumst kirkjunni okkar góðir synir
og góðar dætur í hlýðni og þjónustu, svo
að hún megi verða því háleita hlutverki
sínu vaxin að færa okkur nær Guði og
nær livert öðru í kristilegu bræðr.rlagi,
að við megum „láta uppbyggjast sem lif-
andi steinar í andlegt hús.“
Drottinn blessi þig, kirkjan mín, af-
mælisbarnið fimmtuga — og nú:
„Drag upp þín segl, og hátt við hún
lát hefjast krossins sigurrún."
Björn Jónsson.
Samvinnukvikmyndir í Kcflavík.
í tilefni þess, að hið nýja og myndarlega
hús Kaupfélags Suðurnesja við Vatnsnestorg
hefir nú verið tekið í notkun, bauð Kaup-
félagið félagsmönnum sínum og öðrum við-
skiptavnum til kvikmyndasýningar í Félags-
bíói í Keflavik, laugardaginn 13. febrúar,
þar sem sýndar voru 2 samvinnukvikmyndir
frá Norðurlöndum.
Páll H. Jónsson erindreki SÍS og ritstjóri
Samvinnunnar, flutti þar stutt erindi um
samvinnumál, þar sem hann m. a. benti á,
að samvinnuhugsjónin, sem hefði lyft grett-
istökum í framfaraviðleitni alþýðunnar væri
fögur hugsjón og einasta von mannkynsins
um frið, jöfnuð og bræðralag.
Var kvikmyndasýning þessi vel sótt, enda
hin athyglisverðasta og var Páli þökkuð
ræðan með dynjandi lófataki.
ROKKURINN HENNAR ÖMMU
Rokkurinn hennar ömmu
raulaði eigið lag
hviðrandi kátt,
hjúfrandi í sátt
við lífið og liðinn dag.
Og þá var ég, þrevetra hnokki,
þolinn við ömmurokk,
leik hans og skrið,
látbragð og frið
um síðkvöld við sœngurstokk.
Rokkurinn hennar ömmu
raulaði fyrir sig
hviðrandi ótt,
hjúfrandi rótt,
og seiður hans svœfði mig.
En amma spann uppi á himnum
ull, sem var lýsigull,
víðfeðma ský
vestrinu í,
og snœldan varð sneisafull.
Kristinn Reyr.
Meðfylgjandi kvæði var flutt af höfundinum á fundi í Rótarýklúbbi Kefla-
víkur í tilefni þess. að félagar hans í klúbbnum höfðu á fimmtugsafmæli hans
fært honum að gjöf líkan af spunarokk. gert af hagleiksmanninum Sigurþór Þor
leifssyni.
Svo skemmtilega vildi til. að er mér barst kvæði Kristins í hendur, hafði ég
fyrir nokkrum dögum átt stutt viðtal við Sigurþór á verkstæði hans hér í bæ og
fengið ljósmyndarann Heimi Stígsson til að teka af honum mynd fyrir Faxa.
Þykir mér fara vel á því. að birta kvæðið og viðtalið í sama blaði.
Loks vil ég svo geta þess, að meðal margháttaðra félagsstarfa, sem á Kristin
hafa hlaðizt, gegnir hann tveimur virðulegum embættum innan Faxafélagsins.
Þetta ár er hann formaður þess. en er auk þess ritari blaðstjómar Faxa og skipar
að vonum bæði sætin með sæmd og prýði, eins og eftirfarandi vísa, er ég sendi
bonum fimmtugum, ber með sér:
Þeir heiðurskarlar, sem Faxi er frægastur af,
nú foringjann hylla og þrýsta reyrskáldsins mundu.
Og blaðstjórn sinn ritara lofar, er guð henni gaf.
Hún gratúlerar þér, Kristinn — á hamingjustundu.
H. Th. B.
20 — F A X I