Faxi

Árgangur

Faxi - 01.02.1965, Blaðsíða 12

Faxi - 01.02.1965, Blaðsíða 12
Ragnar Eðvaldsson og Asdís Þorsteinsdóttir ásamt dóttur þeirra. RAGNARSBAKARÍ Níina rétt fyrir s. 1. jól tók til starfa að Hringbraut 92 í Keflavík, nýtt bakarí. Eigandi þessa nýja brauðgerðarhúss, er góðkunnur Keflvíkingur, Ragnar Eðvalds- son. Eftir að hafa lokið sveinsprófi í bak- araiðn hér á landi, aflaði hann sér enn frekari menntunar í starfsgrein sinni, bæði í Sviss og Danmörku, en þessi lönd eru talin standa mjög fraanarlega á þessu sviði. Eftir að hafa þannig fullnumað sig í bakaraiðn, fór Ragnar vestur um haf í boði amerísks firma, sem framleiðir brauð- gerðarvélar og kynnti sér þar bakarí af nýjustu gerð og vélar þar að lútandi. Þegar heim kom festi Ragnar kaup á heppilegu húsnæði í stórhýsi, sem verið var að byggja við Hringbraut og stað- setti þar starfsemi sína á myndarlegan og fullkominn hátt. Raunar telur Ragnar að starfsemin sé enn ekki komin í fullan gang, eins og hann hefir fyrirhugað hana, en hann væntir þess, að það þurfi ekki að dragast mjög lengi úr þessu. 'Húsnæðið, sem er all mikið og býður upp á útfærslumöguleika í framtíðinni, er nú þegar þannig nýtt, að í þeim hluta þess, sem veit út að Hringbrautinni, er staðsett verzlun. Þetta verzlunarhúsnæði er rúmgott og þar mjög vel vandað ti) allra innréttinga, sem samanstanda af stáli, gleri og harðviði. Mun óvíða hér á landi hafa verið útbúið jafn vönduð og skemmtileg brauðsölubúð, með jafn góð skilyrði fyrir fljóta og þægilega afgreiðslu. Inn af sölubúðinni er svo sjálf brauð- gerðin. Þar vinna nú þegar 2 menn og 4 stúlkur. Innrétting allri er þar haglega fyrir komið, þannig að vinnuhagræðing er mjög góð. Er þar allt skipulagt eftir svissneskri og amerískri fyrirmynd. — Og hvernig hefir svo starfsemin gengið, Ragnar ? — Enn er ekki komin full reynsla á þetta hjá mér, en fram að þessu höfum við naumast annað eftirspurninni. Mér liggur við að segja, að þróunin á þessum stutta tíma sé svo ör, og dagleg störf svo mikil og aðkallandi, að ég hefi enn ekki fengið tíma né tækifæri til að koma fram með þær nýjungar, sem ég hefi hugsað mér að hrinda í framkvæmd. — Ertu ánægður með húsnæðið? — Já, það er í alla staði mjög gott og býður upp á næga möguleika til vaxandi umsvifa, jafn óðum og mér tekst að búa það auknum vélakosti, sem ég tel nauð- synlegt, svo hægt verði að veita viðskipta- vinum fyrirtækisins sem fullkomnasta þjónustu. En ég legg á það höfuðkapp, að hafa ávallt á boðstólum vandaðar og góðar vörur og veita fljóta og örugga þjónustu. — Hvað viltu segja að lokum Ragnar? — Eg held þetta sé nú orðið gott, en ég vil þó gjarnan nota tækifærið og ljúka þessu spjalli okkar með því að segja, að ég hefi mikinn áhuga á að gera þetta nyja fyrirtæki mitt þannig úr garði, að það geti orðið að sem mestu gagni í byggðar- laginu. Blaðið tekur undir þessi orð Ragnars og óskar honum til hamingju með þetta glæsilega framtak, sem er honum til hins mesta sóma. Hann er kvæntur Asdísi Þorsteinsdóttur og eiga þau tvær ungar dætur, Helgu þriggja ára og Steinu Þórey, sem er tveggja mánaða gömul. H. TH. B. Guðriður Jonsdóttir 75 ára Hún er fædd í Ólafsvelli í Innri-Njarð- vík 14. febr. 1890, dóttir hjónanna Mar- grétar Jónsdóttur og Jóns Einarssonar, er þar bjuggu þá. Fluttist með þeim að Stapa- koti um aldamótin og ólst þar upp ásamt 4 bræðrum sínum, sem allir eru nú dánir og ei'nni systur Vilborgu, sem enn er á lífi og býr á Asláksstöðum á Vatnsleysu- Guðríður Jónsdóttir. strönd. Guðríður varð lengst heima af systkinum sínum og varð ellistoð for- eldra sinna. Arið 1927 giftist hún Kristni Jónssyni í Akri og fluttist til hans. Eign- uðust þau eina dóttur, Helgu, sem gift er Birni Stefánssyni og búa þau að Háholti 27 hér í Keflavík, og dvelur Guðríður nú 28 — F A XI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.