Faxi - 01.02.1965, Side 7
Samvinnubankinn
flytur í nýtt húsnæði
Eins og lesendum Faxa er kunnugt
opnaði Samvinnubanki Islands útibú í
Keflavík þann 12. maí 1964, og þá til
bráðabirgða í skrifstofuhúsnæði Kaupfél-
agsins við Faxabraut.
Að undanförnu hefir stór og myndarleg
bygging verið í smíðum á eignarlóð Kaup-
félags Suðurnesja við Vatnsnestorg í Kefla-
vík. Þessi bygging er nú risin af grunni
og að mestu frágengin ltið ytra og lokið
við að innrétta hluta hennar, sem ltefir
nú verið tekinn í notkun fyrir útibú Sam-
vinnubankans. Verður útibúið þar í skjóli
Samvinnutrygginga, sem eiga þann hluta
hússins og munu flytja þangað starfsemi
sína. Forstöðum. er Magnús Haraldsson.
Föstud. 12. febr. s.l. flutti bankaútibúið
inn í þelta nýja húsnæði að viðstöddum
forstjóra Samvinnutrygginga, Asgeiri
Magnússyni og bankaráði, sem hafði þar
boð inni fyrir nokkra gesti er skoðuðu hin
glæsilegu og velbúnu húsakynni og þágu
þar ágætar veitingar framreiddar af Magn-
usi Björnssyni veitingamanni.
Fyrir hönd bankaráðsmanna, sem allir
voru mættir, flutti formaður, Erlendur
Einarsson ávarp. Bauð hann gesti
velkomna og lýsti í stórum dráttum til-
efni samkvæmisins. Sagði Erlendur, að
þegar Samvinnubankinn h. f. var stofnað-
or, hafi þegar verið tekin ákvörðun um að
stofna útibú, m. a. í Hafnarfirði og Kefla-
vik. Fagnaði hann þessum ánægjulega
afanga og því, að nú væri útibúið í Kefla-
vík flutt í nýtízku húsnæði, þar sem öll
vinnuskilyrði væru góð, enda bankinn
staðsettur á bezta stað í bænum.
Næst á eftir Gunnari tók til máls
bankastjóri Samvinnubankans, Einar
Ágústson. Ræddi hann um þróun banka-
mála, m. a. það, hversu bönkum og úti-
búum þeirra hafi á seinni tímum fjölgað
víðs vegar um landið. Kvað hann þetta
vera mjög í samræmi við vilja samvinnu-
manna, að flytja þannig bankaþjónustuna
út til fólksins í landinu eins oð aðra við-
skiptaþjónustu. Einar lauk máli sínu með
því að bjóða Valtý Guðjónsson velkominn
til starfa við bankann, en hann hefir verið
ráðinn útibústjóri hans í Keflavík. Kvaðs
bankastjórinn þekkja nokkuð til árvekni
Valtýs og dugnaðar, en þó mundu Kefl-
víkingar þekkja hann öllu betur fyrir
margháttuð störf hans hér í bæ.
Næstur kvaddi sér hljóðs bæjarstjóri
Keflavíkur, Sveinn Jónsson, sem lýsti
ánægju sinni yfir tilkomu bankaútibús-
ins og kvaðst vænta alls hins bezta af þessu
framtaki. Að lokum sagði hinn nýi úti-
bússtjóri, Valtýr Guðjónsson nokkur orð.
Lét hann í ljós ósk um að þessi banka-
stofnun mætti verða megnug þess, að efla
hag bæjarbúa og annarra suðurnesjamanna,
og þakkaði síðan gestum fyrir komuna.
Laugardaginn 13. febrúar, kl. 10 að
morgni, var svo útibúið opnað og hófust
þá þegar viðskipti eins og meðfylgjandi
myndir sýna.
I tilefni af opnun útibúsins hitti blaða-
maður Faxa hinn nýja útibústjóra að máli
og lagði fyrir liann nokkrar spurningar:
—- Hvernig lýst þér, Valtýr, á starfið og
aðstæður hér?
Valtýr Guðjónsson, ban\astjóri.
— Um starfið er að sjálfsögðu fátt að
segja enn sem komið er, en ég tel að þessi
stofnun sé mjög vel staðsett í bænum og
liggi vel við umferðinni. Húsnæðið er
vandað og rúmgott og prýðilegt útsýni
yfir Vatnsnestorg.
— Hvernig hafa viðskiptin gengið þenn-
an fyrsta dag?
— Vel. Það hafa nú þegar allmargir
byrjað hér viðskipti og má vænta þess að
svo verði framvegis.
— Hvað verður hér fleira til húsa?
— Auk bankans verða Samvinnutrygg-
ingar hér með alla sína starfsemi, en trygg-
ingarnar voru áður í húsnæði Kaupfélags-
ins.
— Hve lengi verður bankinn opinn dag-
lega?
— Við munum hafa svipaðan af-
greiðslutíma og er hjá öðrum bönkum
hér í Keflavík.
— Er margt starfsfólk?
— Starfsmenn eru þrír.
—• Sagt er að bankastjórar þurfi oft að
segja nel. — Býst þú við því?
— Eg skil hvað fyrir þér vakir, enda
Gunnar Sveinsson kaupfélagsstjóri lýsti
óyggingunni, rakti byggingarsögu hússins
°g taldi upp þá meistara og aðra menn,
sem fyrir framkvæmdum hefðu staðið.
Færði hann þeim og öðrum, sem að bygg-
lngunni hafa unnið, þakkir fyrir vel unnin
störf. Um tréverk sáu þeir Jón B. Kristins-
s°n og Víglundur Guðmundsson. Kristinn
Fjörnsson sá um raflagnir, Jón Ásmunds-
s°n um miðstöðvar og pípulagnir, Jón P.
Friðmundsson um málningu, Sigmundur
Jóhannesson um múrverk, en Guðmundur
^Jtignússon byggði búsið. Teiknistofa SÍS
Utadir stjórn Gunnars Þorsteinssonar, ann-
aÖist allar teikningar.
Nýi ajgrciðslu-
salurinn.
F A XI — 23