Faxi

Ukioqatigiit

Faxi - 01.02.1965, Qupperneq 8

Faxi - 01.02.1965, Qupperneq 8
er það söguleg staðreynd. — En svarið hverju sinni fer að sjálfsögðu eftir því, um hvað er spurt. — Nú vitum við, að peningastofnanir eru ákaflega þýðingarmiklar fyrir afkomu fólksins og efnahagsþróun byggðarinnar. Lítur þú ekki þannig á? — Jú, það er hverju orði sannara og til þess eru bankastofnanirnar, að styðja að velferð einstaklinga og fyrirtækja. — Nokkuð að lokum Valtýr? — Já, það er með Vatnsnestorgið. Þar er sko pláss fyrir að minnsta kosti tvo banka enn. Keflavík! Dralongarn Leistaband Grilon Mérínó garn Nærfataband Lopi í sauðarlitum Prjónar Dralon peysur á börn og unglinga Svartar „Bítilspeysur“ Herravesti, hneppt Herrapeysur Ullarleistar Ullarnærföt, herra Kuldaúlpur, herra Barnaúlpur Leðurjakkar Ka upf élag Suðurnesja Vefnaðarvörudeild. Sigurþór Þorleifsson á vcrhjtœði sínu. ,Rokkarnir eru þagnaðir' Hin unga bráðþroska Keflavík er enn á gelgjuskeiði eins og gefur að skilja með hliðsjón af gífurlegu aðstreymi fólks utan af landsbyggðinni hingað á miilina á til- tölulega fáum árum. En þetta aðflutta fólk hefir verið framtaksfúst og hvergi legið á liði sínu við uppbyggingu bæjar- ins. Margvísleg atvinnufyrirtæki, stór og smá, liafa risið hér á legg samtímis því að sjávarútvegur og fiskiðnaður hefir aukizt til stórra muna og kallað á marg- háttaða vinnuhagræðingu til að auðvelda framleiðslustörfin til lands og sjávar og gera þau léttari fyrir mannshöndina. Ber sannarlega að fagna þeirri þróun. En það gerist fleira í Keflavík en það sem er stórt í sniðunum og nýtízkulegt. A Skólavegi 9 hér í bæ, er lítið verk- stæði sem framleiðir aðallega rokka, hespu- tré, snældustokka og svipur. Verkstæði þetta lætur lítið yfir sér eins og smiðurinn, scm þar vinnur, en smíðisgripirnir eru haglega gerðir og lofa mcistara sinn, enda eftirsóttir af innlendum og útlendum. Þeir tímar eru nú löngu liðnir, þegar heimilisiðnaður sveitanna skipaði heiðurs- sess með þjóðinni, en þá var rokkurinn þýðingarmikið tæki við þau framleiðslu- störf og á liverju byggðu bóli í landinu voru stundum fleiri en einn í takinu. Nú hafa þessi þörfu áhöld og önnur þeim skyld runnið sitt skeið. Þjóðin hefir svo til á öllum sviðum tileinkað sér breytta þjóð- félagsháttu. Þar á meðal hafa stórvirkar vélasamstæður að mestu leyst kambana og rokkinn af hólmi. En þótt rokkarnir séu þagnaðir og þeirra sé ekki lengur þörf við ullariðnaðinn, þá halda samt rokka- smiðirnir áfram að framleiða þá og nú fyrst og fremst sem litla módelgripi, sem hafðir eru til skrauts og prýði í hýbílum manna. Annars eru þessir litlu módelgripir mjög eftirsóttir af erlendu ferðafólki, sem eigulegir minjagripir. Nú á dögunum átti ég leið um Skóla- veginn, og leit þá inn á fyrrnefnt rokka- verkstæði Sigurþórs Þorleifssonar. Tók hann mér vel og ljúfmannlega eins og hann tekur öllum, sem eiga við hann er- indi. En þegar ég færði í tal við hann að mega segja frá starfsemi hans í Faxa og fá í því skyni tekna mynd af honum þá taldi hann á því öll tormerki og þau þá fyrst, að hjá sér væri ekkert umtalsvert að gerast, hann væri bara gamall maður að dútla við þessar smíðar, sem væru sér meira til yndis en tekna. En fyrir ýtni blaðamannsins, lét gamli maðurinn þó tilleiðast að verða við þessu kvabbi, gegn því skilyrði, að á sig yrði ekkert lof borið, 24 — F A X I

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.