Faxi - 01.02.1965, Síða 10
FLÓÐIÐ MIKLA
Mikið að ekki varð mannskaði
Eftirfarandi endurminningar voru sagðar
á fundi í Rótarýklúbbi Keflavíkur 21. jan.
s. 1., í tilefni af því að þá voru 40 ár liðin
frá því að „Flóðið mikla“ gerði mikinn usla
hér á suðvesturlandi, einkum í Grindavík.
Minningar frá liðnilm árum koma ann-
að slagið upp í huga manns. Sumar þeirra
tapa lögun og fyrnast, eftir því sem árin
líða, aðrar geymast tærar og skærar í
undirvitundinni.
Flóðið mikla, sem við köllum svo, og
sem gekk yfir suðvesturland um þetta
leyti árs fyrir 40 árum, mun seint gleymast
mér.
Það mun hafa verið 19. eða 20. janúar
1925. Alla nóttina var mjög slæmt veður
og fór versnandi.
Um fótaferðarleytið, þegar faðir rninn
gerði sínar daglegu veðurathuganir á veg-
um Veðurstofu íslands — var vindhraði
10—11 vindstig.
'Hann ákvað því að við börnin skyldum
ekki fara í skólann þann daginn.
Síðar kom í ljós að kennslufall varð
vegna veðurs.
Enn óx vindurinn! Litla timburhúsið
okkar skalf og nötraði. Það titraði eins og
hræddur hestur. Manni fannst það eiga
í örðugum leik með að standa á grunn-
inum.
Eg hélt mig úti við gluggann á svefn-
skála fjölskyldunnar og horfði suður til
hafsins, en sunnan rokið velti tröllaukn-
um brimskafli upp að ströndinni.
Fyrst í stað gladdist ég yfir þeirri til-
breytni að vera í fríi frá skólanum.
Sem barn sjávarbakkans háði ég oft
leik við öldurnar — lét þær vagga skeljum
og öðrunr farkosti, er ég hafði yfir að ráða.
Eg undraðist brimið og jafnvel dáði það.
Einkum var það tilkomumikið í útnyrð-
ingi. Þá var aldan há og hvelfd — með
ínarbláa rót — þynntist ofar og varð græn
nc efst grá en faldurinn drifhvítur.
Væru aðstæður sérlega góðar fékk mað-
nr að sjá alla regnbogans liti í slörinu.
Fljótlega varð mér ljóst að hafið var
ekki í hátíðarham þennan janúardag.
Oldurnar voru tröllauknar og hnútóttar
— óreglulegar og æðisgengnar, eins og
þær hefðu átt í erjum innbyrðis.
Sjálfsagt hafa þær komið róti á botninn
langt út á „Leirunum" því að aldan var
kolmórauð og brimið litlaust og illskulegt.
Með aðfallinu gerðust brotsjóarnir
ágengari við grjótkambinn, sem myndaði
nokkurskonar varnarvegg milli lands og
sjávar.
Sjávarlöðrið sleikti efstu nafir hans og
fnæsti froðu langar leiðir upp á tún.
Brátt féll sjórinn í stríðum straumum
inn yfir varnargarðinn.
Ég heyrði móður mína spyrja föður
minn, hvort ekki væri langt til flóðs. Hann
hliðraði sér við að svara því beint, enda
sjáanlega kominn beigur í okkur börnin.
Ég tel rétt að geta hér umhverfisins.
Býlin Vallarhús og Völlur, lágu milli
Járngerðarstaða og marbakkans og í dá-
lítilli hæð ofan sjávarkambsins stóðu beit-
arhúsin frá Velli 1 þeim voru hýstir um
90 gemlingar. Ibúðarhúsið á Velli var
stórt timburhús, járnvarið og portbyggt
með íbúðum á tveim hæðum og geymslu-
og þurrklofti (hanabjálka).
Feikimikil útihús úr timbri og báru-
járni voru byggð sem álma vestur úr íbúð-
arhúsinu. Þar var fjós með nokkrum kúm,
hrúta-stía og hlaða, sem hafði að geyma
á annað hundrað hesta af heyi, er þetta
gerðist.
Vallarhús var minna býli og svipur þess
allur af gerð hýbýla genginna alda — lág
og traust baðstofa og margt útihúsa í húsa-
garðinum og mikill matjurtagarður framan
við bæjarþilin.
A Járngerðarstöðum var þríbýli. En þar
austur af standa Garðhús og litlu sunnar
Vík.
A öllum þessum heimilum var fjölmenni,
því að auk iieimilisfólks var nú vertíðar-
fólk margt á hverjum bæ.
Karlmennirnir höfðu flestir farið til sjáv-
arhúsanna um morguninn og hugðust ditta
að veiðarfærum og farkosti.
Varla mun klukkan hafa verið orðin 10
er einhverjir þeirra komu heim og færðu
þær fréttir, að farið væri að fjúka „austur
við sjó“ eins og það var kallað.
Mun það hafa verið sitt hvað lauslegt
og jafnvel járn af lélegri fiskskúrunum.
Annars voru fréttir óljósar, nema hvað
veður var talið óstætt.
Þeir sem þurftu að vera úti á tímanum
frá 10—11 munu frekar hafa skriðið en
gengið, að því er síðar fréttist.
Oðum versnaði ástandið. Aður en varði
reið holskefla að beitarhúsum Vallar, er
fyrr getur og ruddi þeim um. Gemlingarn-
ir veltust varnarlausir og drukknandi með
brimgarðinum inn yfir túnið.
Nú fór alvarlega að fara um mig. Það
rifjuðust upp fyrir mér biblíumyndir er ég
hafði séð af syndaflóðinu, þar sem öllu
ægði saman í öldurótinu — mönnum, hús-
dýrum og búnaði allskonar.
Ég hafði líka nýverið numið um þessar
náttúruhamfarir í biblíusögunum — og var
kunnugt um reiði Guðs yfir syndum
vondra manna.
Já, reiði Guðs. — Hvað var að gerast?
Stærðar öldufjall öslaði nú óbrotið yfir
grynningar og kamb — sem allur var nú
á bólakafi.
Það var eins og stór partur af Þorbirni
kæmi þarna askvaðandi og stefndi beint
á húsið á Velli.
Það skipti engum togum, — holskeflan
braut á húsinu. Strókurinn stóð hátt í
loft upp, eins og þegar stórsjór brýtur
á bergi. En útihúsið stóðst ekki átökin.
Það rifnaði hreinlega frá íbúðarhúsinu og
kom syndandi 50—60 metra í átt til okkar.
Ein kýrin hafði losnað og flaut nú út úr
brakinu.
Þetta staðfesti grun minn um reiði
himnaföðurins.
Ég þaut til foreldra minna, en í örmum
mmm
Mynd þessi cr tckin aj
klöþpunum jraman við
beitarhúsin jrá Vclli.
Þótt hún sé cl{Ij ncma
lítið brot aj þeim ham-
jörum, sem lýst er t
meðfylgjandi grein, þá cr
hún samt notyuð glögg
mynd aj máttugum ham-
förum láðs og lagar.
26 — FAXl