Faxi - 01.02.1965, Qupperneq 13
Gtiðný Jónsdóttir Söring.
Sá hryggilegi atburður gerðist hér í
Keílavík að kvöltli 8. des. s. 1., að húsmóðir
hér í bænum, Guðný Jónsdóttir Söring,
lést í bílslysi.
Var hún ásamt manni sínum, Einari Þ.
Söring, mágkonu sinni og dóttur hennar
í bíl á leið út í Garð.
Þegar svo snögg skil verða milli lífs
og dauða, setur alla hljóða. Hún fór að
heiman kát og hress, og var að gjalda
vinum sinum heimsókn með því að fylgja
peim heim. Að morgni gat nvr dagur
beðið hennar, með nægum verkefnum, svo
að líðandi stund bar ekkert það með sér,
sem boðað gæti svo skyndileg umskipti.
En svona reyndust örlög þessara augna-
hlika samt.
S. Guðjónsdóttir og Jón B. Guðmunds-
son, sjómaður. Hann lést árið 1939, en
Sesselja býr í Reykjavík. Bræður Guðnýjar
eru Gunnar Björgvin, sjómaður í Olafs-
vík, og Jóhann kennari í Garði. Hún ólst
upp með foreldrum sínum, fór 18 ára í
alþýðuskólann á Laugarvatni, var síðan
heima um skeið, uns hún fluttis hingað
suður.
Börn þeirra Guðnýjar og Einars eru:
Ishildur, búsett á Ægissíðu, Valmundur,
Einar, Þröstur, og Níels og Agata, sem
öll eiga hcima í Keflavík.
Guðný var eiginmanni sínum góð kona,
og börnunum fórnfús og fyrirhyggjusöm
móðir. Fjölskylda hennar missti því mikið,
þegar hún féll frá, á besta aldri. Hún var
jarðsungin 16. des. sl. að viðstöddu fjöl-
menni. Blessuð sé minning hennar.
Vinur.
Guðný Jónsdóttir Söring
Hún kom að austan fyrir nær 30 árum,
ung og fríð, og hér álti hún eftir að búa
lengst af síðan. Hún giftist 1939 Einari Þ.
Söring, og eignaðist með honum 6 börn,
sem öll eru komin af bernskuskeiði. Líf
sitt eftir það helgaði hún húsmóðurstörfum,
sá heimilinu fyrir þeirri þjónustu, sem góð
móðir og eiginkona veitir af ríkidæmi
hjarta síns og gerir heimilið að hvíldar-
reit. Um fram venjulegu húsmóðurstörf
átti Guðný ýmis hugðarefni. Hún var
listræn og mjög hög til handanna, t. d.
málaði hún fallegar myndir í tómstund-
um sínum og hafði yndi af söng.
Guðný fæddist 19. okt. 1914 í Seyðis-
firði. Foreldrar hennar voru hjónin Sesselja
Alfi{óngur og drottning fyrir wiðju. — Daiisf/ol{/{ur til hcegri. Hirðmcnn honungs til vinstri.
1 skjóli þeirra. Mann sinn missti Guð-
ríður 1937 eftir 10 ára sambúð.
Arið 1939 réðist hún sem ráðskona til
Guðna Magnússonar málara, sem þá hafði
rnisst fyrri konu sína, sem var bróður-
dóttir Guðríðar. Var hún þar hátt í fimmta
ar og gekk sonum hans tveim í móðurstað.
Var annar þeirra nýfæddur er hún kom
þangað og tók hún hann með sér þegar
hún fór og annaðist hann í nokkur ár,
c‘ða meðan hún hafði aðslöðu til.
fjttðríður hefir alltaf verið mjög ltlé-
dræg og kosið að vinna sin störf í kyrþey,
af trúmennsku og samviskusemi. Megi
f'ún njóta góðra ellidaga.
M. J.
Álfabrenna.
Alfadans og brenna Karlakórs og Lúðrar-
sveitar Keflavíkur voru fyrirhuguð á þrett-
ándanum. en vegna óhagstæðra veðurskyl-
irða var því frestað til laugardagsins 9. jan,
og fór þá fram í sæmilegu veðri. Blysför
hófst við Sérleyfisstöðina og voru hestar í
broddi fylkingar og settu þeir mikinn svip
á förina. Þá kom lúðrasveitin og blysberar
með henni og þar á eftir komu svo álfakóngur
og drottning hans og fylgdarlið. Mátti sjá
þarna margt stórmenna svo sem Skugga-Svein
og Ketil, árann o. fl. Gengið var Hafnargötu
og Skólaveg á íþróttasvæðið. Þar var stór
brenna og logað glatt er fylkingin kom að.
Lúðrasvetin kom sér fyrir á palli við enda
afgirts svæðið og þar voru einnig kóngur og
drottning. Kóngur kallað saman hirð sína
og upphófst söngur og dans með undirleik
lúðrasveitar. Stjórnandi var Herbert H.
Ágústsson. Þarna voru sýndir vikivakar og
voru það nokkrar stúlkur úr Skátafélaginu
undr stjórn frú Kristínar Þórðardóttur.
Meðan á þessu öllu stóð var glæsileg flug-
eldasýnng inn á milli atriða. Fjölmargir
áhorfendur voru þarna komnir og var hrifn-
ing þeirra mikil, en leiðinlegt er það hve
margir skjóta sér undan að greiða þessar
fáu krónur í aðgang sem krafizt var. Metn-
aðarmál í Keflavík og nágrenni hlýtur að
vera, að Karlakór og lúðrasveit geti starfað
en til þess leitast þau við að afla fjár til
starfseminnar. Þeir sem styrktu félögin í
þessari álfabrennu voru Keflvíkurbær, Raf-
veita Feflavíkur, hinar fjórar deildir Kefla-
víkurverktaka og Skátafélagið.
FAXI — 29