Faxi

Árgangur

Faxi - 01.05.1965, Blaðsíða 6

Faxi - 01.05.1965, Blaðsíða 6
Báðir luku þeir félagar sveinsprófi í málaraiðn 1959 og unnu síðan að málara- störfum, þar til 1962, að þeir hleyptu heimdraganum og fóru til Danmerkur í því skyni að afla sér frekari menntunar og kynnast vinnubrögðum annara þjóða á þessu sviði. Tóku þeir með sér konur sínar og börn en Birgir er kvæmtur Hörpu Þorvaldsdóttur og eiga þau tvær dætur Jónu Björk og Sóley sem báðar voru komn- ar nokkuð á legg, þegar lagt var útí þetta ævintýr. Kona Kristins er Jóna Gunnars- dóttir og eiga þau 3 syni. Tveir þeir eldri, Gunnar og Guðmundur, voru fæddir, þegar utanförin var gerð, en yngsti dreng- urinn, Hilmar, fæddist í Danmörku. Fyrst í stað unnu þeir Krisinn og Birg- ir hjá ýmsum málarameisturum í Ala- borg, meðan þeir voru að ná valdi á danskri tungu, setja sig inn í siði og venjur landsins og koma sér fyrir í þægilegri Frá gamlárskvöldi í Danmörku. Frá vinstri: Björk, Harpa, Sóley, Gunnar, Kristinn, Guð- mundur og Jóna. störfum þar í landi og afla sér víðtækari þekkingar. Unnu þeir þar á nokkrum stöðum m. a. við bílamálun í hinum geysx- stóru og heimsþekktu Volvo verksmiðjum, og einnig fengust þeir nokkuð við húsa- málun. Heim til íslands komu þeir svo skömmu fyrir síðustu jól og hafa nú aftur tekið til óspilltra málanna í iðngrein sinni. Þessir ungu og framtakssömu menn eru nú staddir liérna og svara nokkrum spurn- ingum viðvíkjandi dvöl þeirra erlendis, skólagöngu og störf. — Hvað. kom til að þið lögðuð út í þetta ævintýr ? — Það hefur alltaf vakað fyrir okkur að afla okkur meiri menntunar í starfs- greiir okkar en hægt var að fá hér heima. Og nokkru eftir að við lukum sveinsprófi, tókum við í alvöru að kynna okkur mögu- leika á frekara námi erlendis og þó einkurn meðal nágrannaþjóðanna, sem taldar voru standa mjög framarlega um alla mennt- un iðnaðarmanna. — Hvað getið þið sagt um þann meist- araskóla, sem þið sóttuð í Álaborg? — 1 honum var bæði verkleg og bók- leg kennsla. Þar var kennt allt varðandi rekstur málarafyrirtækja. Hin verklega kennsla var fólgin í litavali, skiltagerð og skreytingum. En hið bóklega námsefni var m. a. málningarefnafræði, hýbýlafræði, verkáætlanir og bókhald. Daglegur skóla- tími var frá klukkan 8 á morgana til kl- 4 á daginn. Spjallað yið tvo unga keflvíska iðnaðarmenn nýkomna heim frá námi erlendis Margir ísl. iðnaðarmenn hafa á undan- förnum árum leitað sér framhaldsmennt- unar erlendis, einkum þó á Norðurlönd- unum, en þar er menntun iðnaðarmanna talin á mjög háu stigi. All álitlegur hópur Keflvískra iðnaðar- manna hefir farið þessa leið, eins og frá hefir verið skýrt hér í blaðinu. íbúð, sem þeir tóku á leigu og bjuggu í meðan þeir dvöldu þar í borg. Á tilskildum tíma settust þeir á skóla- bekk í Aaleborg tekniske skole. Innrit- uðust þeir í framhaldsdeild fyrir málara, sem starfar í tveim bekkjum, 3!4 mánuð á vetri hverjum og útskrifast þaðan meist- arar í þeirri iðngrein. Er þeir höfðu lokið Kristinn Guðmundsson. Að þessu sinni verður spjallað við tvo unga málarameistara, Birgi Guðnason og Kristinn Guðmundsson sem komu heim skömmu fyrir jólin í vetur, eftir hálfs þriðjá árs útivist í Danmörku og Svíþjóð við nám og störf. Birgir Guðnason. námi í báðum bekkjum skólans, luku þeir þaðan meistaraprófi með ágætum vitnis- burði. Eftir það héldu þeir með fjölskyldur sínar til Svíþjóðar, til að kynnast málara- 70 — FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.