Faxi

Árgangur

Faxi - 01.06.1965, Síða 2

Faxi - 01.06.1965, Síða 2
um, kvaddi sýslumaðurinn, Björn Svein- björnsson, sér hljóðs, lýsti forsögu þessa máls, ævi og starfi Jóns Þorkelssonar og hinni höfðinglegu gjöf hans til uppfræðslu fátækustu barna heimahéraðs síns, Kjalar- nesþings, sem varð til þess að stórefla alþýðufræðslu á Islandi, en þessi gjöf, sem var aleiga Jóns, er talin vera stærsta gjöf, sem gefin hefir verið í þessum tilgangi. I lok ræðu sinnar afhenti sýslumaður hreppstjóra Njarðvíkurhrepps, Olafi Sig- urjónssyni, minnisvarðann til varðveizlu og umönnunar í framtíð, en Olafur veitti minnisvarðanum viðtöku með stuttri en snjallri ræðu. Að því loknu afhjúpuðu tveir nemend- ur úr Njarðvíkurskóla styttuna, en Sig- urður Olafsson skólastjóri í Sandgerði, ásamt tveim nemendum sínum, lagði blómsveig að hinum fagra minnisvarða, sem blasti við augum samkomugesta í látleysi sínu og táknrænni fegurð. Þá flutti Bjarni M. Jónsson mjög at- hyglisverða og efnismikla ræðu. Helgi Elíasson fræðslumálastjóri flutti þá sköru- legt ávarp, en á eftir lék lúðrasvcit Kefla- víkur undir stjórn Herberts Hriberscheks og sameinaðir kirkjukórar Gullbringu- sýslu sungu ættjarðarlög undir stjórn Geirs Þórarinssonar organista. Var öll þessi athöfn látlaus og virðuleg og til- ganginum samboðin, að heiðra á verðug- an hátt minningu hins ágæta Suðurnesja- manns, Jóns Þorkelssonar, sem var fædd- ur í Innri Njarðvík og bar gæfu til þess að verða einn af björtustu kyndilberum menningar og framfara í uppeldismálum þjóðar sinnar, þegar kjör alþýðunnar voru hvað kröppust. Að lokinni athöfninni við minnisvarð- ann var haldið til skólans í Ytri Njarðvík og þar skoðuð handavinnusýning barna úr héraðinu. Eftir það fóru gestir til kaffi- drykkju í nýja félagsheimilinu í Ytri Njarðvík og meðan setið var undir borð- um voru margar ræður fluttar, en þeir sem þar töluðu voru: Egill Hallgrímsson kennari, forseti Islands, menntamálaráð- herra o. fl., að ógleymdum veizlustjóran- um, Jóni Ásgeirssyni, sveitarstjóra Njarð- víkurhrepps. Þá las sr. Björn Jónsson kvæði eftir Guðmund Finnbogason, en hann hafði einnig samið lítið, hugþekkt lag, sem leikið var við athöfnina í Innri Njarðvík. Hnigu allar þessar fögru ræður, svo og kvæði Guðmundar að því að vegsama ævistarf Jóns Þorkelssonar og blessa minn- ingu hans. Jón fæddisf í Innri Njarðvík 1697. Móðir hans var Ljótunn Sigurðardóttir, Árnasonar, Oddssonar lögmanns, eins hins ágætasta Islendings á 17. öld. Faðir Jóns var Þorkell lögréttumaður Jónsson. Hann lézt í Stórubálu 1707, er Jón var 10 ára að aldri. Jón var einbirni foreldra sinna. 15 ára var hann settur til náms í Skálholtsskóla, þar sem frábærir náms- hæfileikar hans komu strax í ljós, enda var hann efstur í skóla, er hann 18 ára tók stúdentspróf. Tvítugur hóf hann guð- fræðinám við Kaupmannahafnarháskóla og 1721 tók hann guðfræðipróf með 1. einkunn, en hafði þó jafnframt lagt stund á sögu og málvísindi. Síðar stundaði hann nám við háskólann í Kiel í Þýzkalandi í bókmenntum, tungumálum og þjóðréttar- vísindum, einnig fornnorrænum fræðum og latinsk-íslenzkri málfræði. Heim kominn með þenna glæsilega menntaferil að baki, varð Jón skólarektor í Skálholti og síðar mikill umbóta- og tímamótamaður sem með umvöndunum sínum og áhrifum á dönsk stjórnarvöld, fékk því m. a. til vegar komið, að skip- aður var sendimaður í Danmörku til þess að rannsaka menningarástandið á Islandi og gera tillögur til úrbóta. Fyrir valinu varð Ludvig Harboe, síðar Sjálandsbiskup. Túlkur hans og skrifari var Jón Þorkels- son. Voru þeir í þessu rannsóknarferða- lagi um landið í 4 ár, 1741—1745. Dvöld- ust þeir fyrstu 3 árin á Hólum í Hjalta- dal. Þeir rannsökuðu lestrarkunnáttu fólksins, yfirheyrðu presta og grensluðust um menningarástand hverrar sveitar og sóknar. Margs konar framfarir spruttu síðar af rannsóknum þeirra og tillögum, sem breyttu menningarástandinu til stór bóta. Arið 1745 mátti heita að 2 af hverjum 3 íslendingum væru ólæsir, en 30 árum síðar var þessu alveg snúið við, svo mjög hafði lestrarkunnáttu fleygt fram eftir för þeirra Jóns og Harboes. Jón dvaldist eftir þetta í Kaupmanna- höfn til dauðadags, 5. maí 1759, og stund- aði þar ritstörf og önnur fræðistörf. Rúm- um mánuði fyrir andlát sitt gerði hann erfðaskrá sína. Hann hafði aldrei kvænzt og átti engan afkomanda. En hann var ríkur maður, hafði erft miklar eignir og sjálfur lifað sparlega. Allar eigur sínar eftir sinn dag, gaf hann fátækum börnum í átthögum sínum, Kjalarnesþingi. Það voru 4000 rd., auk nokkurra jarða. Er þeta, eins og fyrr segir, stærsta gjöf, sem gefin hefir verið til barnauppeldis á Is- landi, og fyrir hana skyldi stofna skóla í átthögum gefandans og veita þar fátæk- um börnum bóklegt og verklegt uppeldi. Sé gjöfin reiknuð til nútíma gengis, myndi sjóðurinn í Kaupmannahöfn hafa numið 6—7 milljónum króna, en að við- bættum jörðunum á íslandi ca. 9—10 milljónum. Fyrsti skólinn sem stofnaður var fyrir fé úr þessum sjóði var Hausastaðaskóli a Alftanesi, en auk hans risu síðar margir skólar í Kjalarnesþingi, sem nutu marg- háttaðra styrkja og fyrirgreiðslu úr þess- um sjóði, þar á meðal fyrsti barnaskóli Reykjavíkur. Á 40 ára tímabili frá 1873— 1913 var greiddur úr Thorkilliisjóði styrk- ur til 4900 barna til uppfósturs og mennt- unar. Athöfnin á hæðinni austan við kirkjuna í Innri Njarðvík, við afhjúpun minnis- varða Jóns Þorkelssonar, laugardaginn 29. maí 1965, verður þeim, er þar voru við- staddir, bæði hukþekk og minnisstæð. Og sjálfur minnisvarðinn mun um aldir standa þar og minna á þenna stórbrotna og hámenntaða Njarðvíking, sem fórnaði ævi sinni og aleigu til heilla fyrir land sitt og þjóð. H. Th. B. Keflvíkingar taka þátt í keppni um Evrópubikarinn. Eins og málin horfa í dag, tekur íslands- meistaralið Keflvíkinga þátt í keppninni uffl Evrópubikarinn í knattspyrnu, sem hefst 15- ágúst og lýkur á næsta ári. Sem Islandsmeist- arar 1964 hafa Keflvíkingar rétt til þátttöku og þar sem liðið hefur sýnt álíka styrkleika nú í vor og það sýndi í fyrra, hafa Keflvík- ingar aflað sér eyðublaða til að tilkynna þátt- töku — en þátttökutilkynningar þurfa að ber- ast Evrópusambandinu fyrir 30. júní n. k. Blaðið átti stutt samtal við Hafstein Guð- mundsson, formann ÍBK, um málið. Hafsteinn sagði: — Það er mikill áhugi fyrir þátttöku í þess- ari keppni. Við höfum kynnt okkur reglugerð keppninnar og enn er nokkur stund til stefnu, því þátttökufresturinn er til 30. júní. Við höf- um aðallega verið að bíða eftir því að sja, hvernig liðið reyndist í sínum fyrstu leikjum í ár. Eftir þeirri reynslu sem af er, tel ég vist að við göngum til Evrópukeppninnar. Við eig- um leik í næstu viku og við munum enn bíða og sjá. Hins vegar tel ég, hélt Hafsteinn áfram, að lið okkar hafi ekki komið verr til leikja nú í ár en í fyrra. Það þýðir, að við tökum þátt í Evrópukeppninni. 78 — F A XI

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.