Faxi - 01.06.1965, Blaðsíða 13
Tveir nemendur í skiptum Þjóðkirkjunnar
segja fró nómsdvöl í Bandaríkjunum
Nokkur undanfarin ár hefur íslenzka þjóðkirkjan staðið fyrir nemendaskiptum
við Bandaríkin. Nýtur þessi þáttur kirkjunnar til æskulýðsmála mikilla vinsælda,
og komast yfirleitt færri utan en vilja á vegum hennar. Er þetta eðlilegt, þegar þess
er gætt, að um ársdvöl er að ræða á völdu bandarísku heimili, nám við góðan skóla
að ógleymdri þránni eftir að kynnast fjarlægu landi og íbúum þess. Slík dvöl er
unglingunum að mestu kostnaðarlaus, en ferðirnar milli landa greiðir hann sjálfur.
Góðir kirkjugestir.
Ég var ein af þessum 19 lánsömu ung-
lingum sem að þessu sinni fengu að fara
utan á vegum þjóðkirkjunnar.
Sigrún Sighvatsdóttir.
Fyrir förina kom hópurinn alloft saman
til æfinga í ensku, íslenzkum þjóðdönsum
og þjóðlögum.
Um miðjan júlí fórum við utan með
flugvél frá Loftleiðum. Akvörðunarstaður
var Kennedy-flugvöllurinn. Þar var vel
tekið á móti okkur, og flutti áætlunarbif-
reið okkur þaðan til Uppsala háskóla í
New Jersey. Dvöldumst við þar ásamt
skiptinemendum frá öðrum löndum í fjóra
daga. Fengum við tækifæri til þess að
kynnast þeim og siðum þeirra á alþjóð-
legu kynningarkvökli, sem þar var haldið.
Framlag okkar til þeirrar kynnmgar voru
islenzkir dansar og söngvar.
Fyrstu dagarnir í Bandaríkjunum voru
mjög skemmtilegir og margt framandi bar
fyrir augu.
Að þessum fjórum dögum loknum
tvístraðist höpurinn landshornanna milli.
Leið mín lá til Kenmore, sem er útborg
Fuffaloborgar, en hún er önnur stærsta
horgin í New York fylki.
Nokkuð kveið ég fyrir því, hvernig fjöl-
skyldan, sem ég átti að dvelja hjá, mundi
taka mér. En við fyrstu kynni hvarf allur
kvíði, og ég sá sem varð, að hún myndi
reynast mér í alla staði mjög vel.
Hjónin áttu þrjú börn, tvo drengi og
stúlku, sem var næstum jafnaldra mér.
Varð ég á skömmum tíma eins og ein úr
fjölskyldunni og nefndi hjónin aldrei með
nafni, aðeins mömmu og pappa og börn
þeirra systkini mín.
Heimilissiðir voru í ýmsu frábrugðnir
því, sem ég átti að venjast. Sérstaklega
hvað viðkom matmálstímum. Máltíðir
voru þrisvar á dag og samkvæmt venju
var bannað að neyta matar þess í milli.
Aðalmáltíð dagsins var klukkan sex, og
voru morgun- og hádegisverðir smávægi-
legir samánborið við hana.
Kemur þessi siður áreiðanlega til af
vegalengdunum, því að yfirleitt komast
húsbændurnir ekki til hádegisverðar.
Ollum siðum og venjum fólksins vand-
ist ég furðu fljótt, aðeins olli þekkingar-
leysi í tungu þeirra mér nokkrum erfið-
leikum, en nærgætni og þolinmæði fólks-
ins í þeim efnum hjálpaði mér yfir erfið-
asta hjallann og fyrr en varði gat ég
tekið þátt í samræðum þess.
Fyrstu dagana ferðuðust hinir amer-
ísku foreldrar mínir með mig um ná-
grennið.
Kenmore er, eins og ég hef getið, út-
borg úr Buffalo borg, fremur lítil, um
20.000 íbúar, en mjög vinaleg og falleg
borg.
Buffalo borg er ein mesta stáliðnaðar-
borg vestra, auk þess eru þar miklar sem-
entsverksmiðjur. Hvar sem farið er um
borgina sér í hverja verksmiðjuna af ann-
arri. Um borgina fara 3 milljónir ferða-
manna árlega á leið til Niagarafossa,, sem
eru ekki langt undan.
Niagarafossarnir eru mjög hrikalegir
og fannst mér óhugnanlegt að hugsa til
þess, að menn hafi gengið á líiiu yfir foss-
ana.
Ég sá þá bæði að vetrarlagi og um sumar
og eru þeir ekki síður hrikalegir og fal-
legir í klakaböndum.
Einnig fórum við til vatnanna miklu,
þeirra stærst eru Eirevatn og Ontario-
vatn, en þau skilja að New York fylki og
Kanada.
Vötnin eru fjölfarin siglingaleið, þar er
töluverð fiskveiði og strendurnar eru vin-
sælir og fjölsóttir baðstaðir.
Þessi ferð var mjög skemmtileg og eftir-
minnileg, enda gerði fjölskyldan allt til
þess að svo gæti orðið.
I byrjun september hóf ég nám við skól-
ann í Kenmore. Skólakerfið í Bandaríkj-
unum er mjög frábrugðið því sem hér er.
Það er að mörgu leyti nýtízkulegra og
þar stefnir mjög snemma að sérhæfingu.
Unglingurinn verður að vera fljótur að
átta sig á því, hvað hann ætlar að leggja
fyrir sig í framtíðinni, og velur svo náms-
greinar eftir því.
Hann er skyldur til þess að læra tvö
fög, ensku og bandaríska sögu, en hefur
valfrelsi um þrenn til fern önnur.
Kennt er 5 daga vikunnar, €>Vi stund á
dag og fer kennslan að mestu fram í fyrir-
lestraformi.
Skólann sátu 2500 nemendur, félags-
lynt og skemmtilegt fólk. Mörg nemenda-
félög voru innan skólans og vann hvert
þeirra að einu sérstöku hugðarefni.
Tungumála-, hljómlistar-, leiklistar- og
málfundafélög svo eitthvað sé nefnt.
Iþróttir eru mjög stundaðar og hófst
íþróttakennsla alltaf að bóknáminu loknu.
Aðallega var lögð áherzla á körfubolta,
frjálsar íþróttir og Rugby, en knattspyrnu
eins og við þekkjum stunda ekki piltarnir,
heldur stúlkurnar, og það af miklum
áhuga.
Metnaður er gífurlegur milli bandar-
ískra skóla hvað við kemur íþróttum og
þykir það skólanum til gildis að eiga sem
bezta íþróttamennina.
Ég kunni vel að meta lífið í skólanum
og notfærði mér vel öll tækifæri til þess
að vinna að félagsstörfum með skólasyst-
kinum mínum, og var ég þess vegna mjög
iljót að kynnast.
Námið gekk fremur stirðlega framan
af, sérsaklega í Bandaríkjasögu, sem bæði
innihélt mikið og erfitt mál.
Erindi varð ég að flytja um ísland og
það oftar en einu sinni, og gekk það eins
og annað stirðlega, en strax og orðaforð-
inn jókst fór allt batnandi.
Yfirleitt var ég mjög ánægð með skóla-
veruna, námið jafnt sem skemmtanir.
F A XI — 89