Faxi

Ukioqatigiit

Faxi - 01.06.1965, Qupperneq 14

Faxi - 01.06.1965, Qupperneq 14
Bandariska fjölskyldan mín tilheyrði söfnuði, sem nefnist Meþodistar. Safnaðar- líf hjá þeim er mjög mikið og vinna jafnt börn sem fullorðnir að því að gera það sem mest. Sunnudeginum eyðir fólk að mestu í kirkju sinni. Hófst messa klukkan 10 fyrir fullorðna, en á meðan voru börnin í eins konar sunnudagaskóla undir hand- leiðslu eldri meðlima safnaðarins, sem kenndu og færðu texta biblíunnar í auð- skildari búning fyrir börnin. Klukkan 11 var sameiginleg messa og þá taka allir þátt í messugjörðinni, lesa ritningargreinar saman, syngja o. s. frv. Síðar um daginn kom æskulýðurinn saman í kirkjunni og vann að hugðar- efnum sínum. Var rætt um leiðir til góð- gerðarstarfsemi eða unnið að undirbún- ingi sumarstarfsins og fjáröflunar í því sambandi. Mikill áhugi var t. d. fyrir því að fara til Washington í páskafríinu. Voru hend- ur látnar standa fram úr ermum og héld- um við skemmtanir — sníktum dagblöð í húsum, og fengum á þann hátt töluvert upp í ferðina. Ferðin til Washington var bæði fróð- leg og skemmtileg. Sýndi leiðsögumaður okkar alla helztu og merkustu staðina og rakti sögu þeirra . Minnisstæðust var heimsóknin í Hvíta húsið, þinghúsið og til Mount Vermon, en þar bjó fyrsti forsetinn, George Wasing- ton, og síðast en ekki sízt sáum við gröf Kennedys fyrrum Bandaríkjaforseta. A sumrin er mikið um ferðalög æsku- manna á vegum Methodistakirkjunnar. Er þá dvalið í sumarbúðum, viku í senn. Þar eru fluttir fræðandi fyrirlestrar, stund- aðar íþróttir o. fl. Gafst mér gott tækifæri til þess að taka þátt í félagslífinu innan kirkjunnar, því að b-fjölskyldan mín var mjög kirkju- rækin og lét sér annt um kirkju sína. 1 nóvembermánuði var haldin þakkar- hátíð, og var þá gefið viku leyfi frá skól- anum. Fór ég þá ásamt fjölskyldu minni í skemmtiferð til New York borgar. Hún er ein stærsta borg heims og því margt að sjá. Skoðuðum við söfn og helztu bygg- ingar, svo sem hús Sameinuðu Þjóðanna, Empire state bygginguna, sem er hæsta bygging í heimi og götuna frægu, Broad- way. Að loknu skólanámi dvaldist ég í sum- arhúsi hjónanna og naut hitans og sólar- innar á baðströnd þar skammt frá. 1 byrjun ágúst hélt ég svo heimleiðis eftir viðburðaríkt og skemmtilegt ár. Verst gekk mér að skilja við amerísku fjöl- skylduna mína — hún hafði reynzt mér sem bezt varð á kosið og þótti mér inni- lega vænt um hana. Eg vil nota tækifærið hér og þakka íslenzku þjóðkirkjunni hennar hlut, því að án aðildar kirkjunnar hefði ég ekki farið þessa för. Sigrún Sighvatsdóttir. Guðrún Guðmundsdóttir. Kæru kirkjugestir. Eg hef verið beðin um að segja frá árs- dvöl minni í Bandaríkjunum, en ég var ein af þeim tuttugu unglingum sem fóru út árið 1963, sem skiptinemar á vegum þjóðkirkjunnar. Okkur var tvístrað um öll Bandaríkin, og lenti ég hjá yndislegri fjölskyldu í Reading, Pennsylvaniu. Mér gekk furðuvel að samlagast fjölskyldunni, enda reyndu þau á allan hátt að hjálpa mér yfir byrjunarörðugleikana, og lærði ég fljótt að kalla þau mömmu og pabba. Maðurinn stundaði garðyrkju en konan kenndi við skólann, sem ég gekk í. Þau hjónin eiga tvær dætur, aðra tvítuga, sem var í háskóla, og hin var 16 ára og fór hún í sama skóla og ég, og urðum við mjög góðir vinir. Ég vandist heimilis- siðum fljótt, sem voru að vísu frjálslegir, en höfðu þó sínar reglur, t. d. að koma á réttum tíma í mat og koma ekki seint inn á kvöldin. En aftur á móti máttum við alltaf koma með vini okkar heim og eyða góðu kvöldi við að hlusta á plötur, horfa á sjónvarp eða spjalla saman, og finnst mér að það mætti vera meira um þetta hér heima en raun er á. Einn af heimilissiðunum þótti mér þó eftirminni- legastur, og er þessi siður á flestum heim- ilum í Bandaríkjunum, en það er borð- bæn, sem sögð er á undan hverri máltíð og gerir það máltíðina mun hátíðlegri. Eitt af því fyrsta, sem ég tók eftir með skólann var, hversu hann er bandarísk- um unglingum mikið. Lífið í skólanum er mjög frábrugðið því, sem hér er. Þar getur maður valið fög við sitt hæfi- Og samband milli kennara og nemenda er meira en hér. 1 skólanum fer einnig fram allt tómstundastarf unglinganna, bæði áhugamál og íþróttir. Og er mikil keppni milli skólanna. Allir vilja gera sem mest og bezt fyrir sinn skóla, svo hann beri af öðrum. Með því að sameina þetta: Lærdóm, föndur, önnur áhugamál og íþróttir, eykst samheldni nemendanna og verður mun meiri en annars, því allir geta hugað að sínum áhugamálum í hinum ýmsu klúbb- um. Þetta verður til þess, að nemandinn þarf ckki að leita að neinu utan skólans. Allt hans nám og áhugamál eru innan veggja hans. Þá ætla ég að snúa mér að kirkjunm okkar, en sem skiptinemandi kynntist ég starfi kirkjunnar nokkuð. Mesti munurinn á kirkjulífinu úti og hér er sá, að söfnuðurnir sjá að öllu leyti um viðhald og annað, sem lýtur að kirkj- unni. Kirkjurnar eru sem sagt safnaðanna en ekki ríkisins. Ykkur finnst líklega undarlegt fyrirkomulag byggingarinnar a kirkjunni, sem ég sótti, það er svona: Niðri er safnaðarheimili, þar sem öll félagsstarf- semi fer fram, en því ætla ég að lýsa a eftir. A hæðinni er sjálf kirkjan, sem er mjög falleg. En á lofti er bókasafn kirkj- unnar og barnaheimili, það er að segja, þangað geta mæður farið með börn sín og er þcirra gætt á meðan foreldrarnir fara til messu. Þarna eru allt frá vöggubörn- um til 6 ára aldurs. Börnunum er skipt niður cftir aldri og þeim er kennt að syngja og ýmislegt föndur, og þeim sem hafa ald- ur til er kennt úr biblíunni. Niðri í safn- aðarheimilinu fer fram ýmis starfsemi, og kom mér sumt kynlega fyrir sjonir- Stundum hjuggu konurnar í söfnuðinum til mat og bökuðu kökur og tertur og seldu síðan. Hjálpuðust allir við að franv reiða matinn, meira að segja karlmenn- irnir. Þetta voru alltaf mjög skemmtilegir dagar. Einnig er haldinn bazar og um páskana búa konurnar til páskaegg og súkkulaði, sem svo er selt. Þeir peningar, sem koma inn, fara til reksturs kirkjunn- ar. Unglingarnir koma einnig saman annan 90 — F A X I

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.