Faxi - 01.06.1965, Qupperneq 15
hvern sunnudag í safnaðarheimilinu. Er
þá talað saman, lesið og farið í leiki. Og
stundum var farið í smá skemmtiferðir.
Við fórum til kirkju á hverjum sunnu-
degi, og það gera flestar fjölskyldur í söfn-
uðinum. Fyrst var sunnudagaskóli, sem
byrjaði kl. 9, og þar voru bæði börn og
fullorðnir. A eftir var okkur skipt í bekki
eftir aldri, og þar var okkur kennt úr
biblíunni. Einnig voru rædd ýmis vanda-
mál æskunnar í dag, og var kennarinn
einn af meÖlimum safnaðarins. Með
kirkjuna er það sama að segja og um skól-
ann, hún verður fólkinu kærari en ella,
vegna þess, að hún ber vitni um ræktar-
semi hvers og eins í söfnuðinum.
Um þessa ferð mína gæti ég svo ótal
margt sagt, því að hún var mér mjög
lærdómsrík og skemmtileg.
Eg hef reynt að gefa ykkur smá inn-
sýn í það ævintýri, sem þessi ferð var mér,
og margt sem kom fyrir, t. d. hið skemmti-
lega heimilislíf mitt úti, ferð á heimssýn-
inguna og margt fleira.
Guðrún Guðmundsdóttir.
Hjúskaparvandamálin
Gifting, hjúskapur. Þessi orð eru uggvæn-
leg, séu 'þau hugsuð af raunsæi og skoðuð
niður í kjölinn. Ekkert fyrirbrigði hefur
gripið fólkið, íbúa jarðarinnar, jafnsterkum
tökum sem þetta. Þetta er sameiginlegt
áhugamál alls mannkynsins. Einstaklingurinn
fæðist, elst upp, leitar sér maka, eykur kyn
sitt og deyr í fyllingu tímans. Er þetta ekki
gangur lífsins? Jú, víst er það.
Eg er 18 ára gömul. Samkvæmt lögum er
mér leyfilegt að fara að líta í kringum mig
og finna mér lífsförunaut. Lögin segja, að
andlega og líkamlega eigi ég að vera nógu
þroskuð til að hefja innreið í lífið sjálft, sem
sagt, ég má gifta mig.
Gott og vel. En hvað er þá þessi gifting?
Hvað er það, sem ég tek mér fyrir hendur?
Niðurstaða athuganna minna varð þessi:
1. Eg finn mér karlmannsveru. Gagn-
kvæm ást við fyrstu kynni. Prestur gerir
okkur að hjónum.
2. Gerum ráð fyrir, að mótleikari minn í
lífinu hafi náð lögaldri þ. e. sé orðinn 21
árs gamall. Við giftinguna gefum við hvort
öðru hátíðlegt loforð um að standa hvort
við annars hlið í blíðu og stríðu, það sem
eftir er ævinnar. Við höfum sem sagt ráð-
stafað okkur ein 60—70 ár fram í tímann.
I stórum dráttum er hann sú eina lífvera,
sem ákvarðar lífshamingju mína. Ósjálfrátt
verður manni hugsað til upphafs versins:
>,Á hendur fel þú honum.“
3. Að búa með sama manninum í 60—70
ár táknar, að ég verð að skapa hjá sjálfri
mér aðlögunarhæfileika, ég verð að aga sjálfa
mig 0g stilla skap mitt. Ég veit, að ég mun
finna marga galla í fari manns míns, og enda
þótt það geti reynst erfitt, verð ég að reyna
að elska þá jafnmikið og kostina.
4. í eiginmanni mínum verð ég að finna
sálufélaga og vin. Við verðum að ræðast við
um öll vandamál, stór og smá, hryggjast og
gleðjast hvort með öðru. Þar af leiðir, að
gáfnafar okkar verður að vera á svipuðu
stigi. Þá er auðveldara að opna hug sinn
hvert fyrir öðru. Vanmáttur veldur minni-
máttarkennd, sem aldrei er æskileg.
5. Ég verð að taka tillit til þess, að ég er
að velja börnum mínum föður. Börnin eru
í flestum tilfellum stærsta sameignaráhuga-
mál hjóna, tengja þau enn sterkari böndum.
Góður faðir, gott heimili. En góður getur
faðir aldrei orðið nema með samvinnu við
móður, svo að þar yrði að koma til full-
komin árvekni og áhugi frá minni hendi.
6. Ég veit að ég er að ganga úr frelsinu í
fjötrana. Ég er að ganga úr hinu rólega og
áhyggjulausa imgmeyjarlífi í hið þunga og
erfiða hjónaband. Nú er ég ekki lengur sak-
laus skólastúlka, sem hefur gaman af að
skemmta sér og gefa laglegum pilti undir
fótinn. Nei, nú er ég: eldabuska, þvottakona,
saumakona, uppalandi, barnfóstra, hjúkrun-
arkona, kennari og ástmær. Ég verð bundin
í báða skó, ef ekki meira. Skælandi krakk-
ar, ergilegur eiginmaður, viðbrenndur matur,
Ég verð taugaveikluð, sem augljóslega mun
leiða af sér magaveiki, sem sagt, heilsulaus
seinni hluta ævinnar.
Það þarf mikinn viljastyrk, sterkar taug-
ar og jafnaðargeð til að leggja út á þessa
þyrnum stráðu braut ástarinnar.
Það þarf mjög þroskaðar persónur til að
byrja búskap. Þá ríður á, að grunnurinn sé
öruggur, standi traustur undir því, sem á
honum er reist.
Eru 18 ára stúlka og 21 árs piltur nægi-
lega þroskuð til að halda út á þessa braut?
Nei, áreiðanlega ekki. Undantekningar eru
til hér, en hitt mun vafalítið algengara.
Eitt er talsvert vandamál hér á íslandi
sem annars staðar, og það eru hinar eilífu
undanþágur á öllum hlutum. Tilefnið þarf
ekki að vera stórt til að stjórnarráðið leyfi
giftingu. Ég gæti trúað, að fjöldi þeirra, sem
þurfa að biðja um leyfi til giftingar, sé álíka
mikill og hinna, sem náð hafa lögaldri. Svei
mér, ef sumir láta ekki ferminguna og gift-
inguna sameinast í eina athöfn.
Æskilegt væri að hækka lágmarksaldur
þeirra, sem ætla að gifta sig, uppí 21 ár
fyrir stúlkur og 24 ár fyrir pilta. Afnema
ætti allar undanþágur og taka mjög strangt
á siðferðisbrotum. Gæti ég þá bezt trúað,
að fyrirbrigði eins og hjónaskilnaðir myndu
tína tölunni.
Hjónabandið er það örlagarikt spor, að
það nálgast glæpastarfsemi að hleypa ófull-
veðja unglingum út í það. Barnið á að fá að
vera barn, svo lengi sem það er barn og
sama er að segja um unglinginn. Hjóna-
bandið er hlutskipti hins fullorðna. Augna-
bliksáhrif mega ekki fá að ráða. Lífið er
dýrmætara hverjum einstaklingi en svo.
Sigrún Sveinbjörnsdóttir,
3. bekk Kennaraskólans.
Ingibjörg Pálmadóttir.
Vorið
A nýafstöðnu vorprófi við barnaskólann í
Keflavík komu fram að vanda margar snjall-
ar ritgerðir hjá fullnaðarprófsbörnum. Sú rit-
gerð, sem hér fer á eftir, var þó talin skara
fram úr þeim öllum. Höfundur hennar er
Ingibjörg Pálmadóttir sem var nemandi í 6.
bekk R. Ritgerðin fjallar um vorið, og fer
því vel á, að birta hana í vorblaði Faxa.
Það er vissulega ástæða til að vekja athygli
á þessari hugþekku ljóðrænu ritgerð og óska
höfundinum til hamingju með það vald, sem
hún hefir þegar náð í tjáningu og formsnilld
á fögru, íslenzku máli.
Bj. J.
Vorið.
Að mínu áliti er vorið einhver skemmti-
legasti tími ársins. Það er eins og allt
breytist, þegar það heldur innreið sína.
Það er svo gaman, þegar ærnar fara að
bera og blómin byrja að springa út. Loft-
ið titrar af fuglasöng, sem bljómar um
allt, og allskyns blómailmur angar bvar
sem farið er. Jafnvel þó það rigni stund-
um, þá er það oftast létt og mild rigning,
og einmitt eftir slíka rigningu er loftið
hvað tærast. Mér finnst stundum að börn-
in séu aldrei léttlyndari og fjörugri en á
vorin. Það er kannski af því að þá lýkur
skóluin og þau eru fegin að fá að leika
sér úti eftir innisetuna um veturinn. En
ég er sannfærð um, að töfrar vorsins eiga
líka sinn þátt í þessu. Og þegar sólin
skín, er dásamlegt að fara í skrúðgarð-
inn hér og leika sér þar eða liggja í sól-
baði, þó það sé nú reyndar meira gert
á sumrin. En það sem mér þykir fallegast
og bezt við vorið, er fuglasöngurinn. Mér
finnst bann nokkurs konar merki vors-
ins. Þegar ég heyri hann, þá fyrst trúi
ég því fyrir alvöru, að vorið sé komið.
F A XI — 91