Faxi - 01.06.1965, Page 16
Guðmundur Finnbogason.
Kvæði eftir Guðmund Finnbogason, flutt í hátíðar-
samsæti í samkomuhúsi Njarðvíkinga í tilefni af
afhjúpun minnisvarða Jóns Þorkelssonar, skóla-
meistara, laugardaginn 29. maí síðastliðinn.
Velkominn heim á vina og feðra grundu,
í vöggunnar landi merki Jntt skal standa.
Börnin þín kær á hjartri vorsins stundu,
breiða út faðminn hátíð þér að vanda.
Átthaga vinur virtur öðrum stærri,
verðugur alls þess hezta’, er þér má færa.
Kirkjunni þinni kominn ertu nærri,
kærleiks með gjöf, sem forðum vildir næra.
Hér voru þínar hjörtu hernsku stundir
brosandi vonir sumar langa daga.
Við leggi og skeljar lítill sveinn þú undir,
leikandi hárur, fögur hlóm í haga.
Börnunum gafstu gjafir þínar mestu,
gerandi þau að lífga, fræða, styrkja.
Hér skulu færðar hjartans þakkir beztu,
heilög, er stendur feðra þinna kirkja.
Heiman þú fórst með hæfileika stóra,
huggðir á nám og munninn stækka vildir.
Fáa þá hefði fyrir því mátt óra,
hve framtíðar strengir þínir yrðu gildir.
Að Skálholti forna skólasveinn þú heldur,
skar-pur og prúður námið ötull rækir.
Fræðslunni létt hjá Vídalín þú veldur,
vizku ag álit hezta þangað sækir.
Fullnuma þaðan frækni gáfu drengur,
framtíðar vonir yfir lítur bjartar.
Áfram þú heldur eins þá móti gengur,
árvakur, traustur þínu hezta skartar.
Til framandi landa ferðinni er heitið,
faðirinn dáinn, móðurhöndin styður.
Heiman nær vestri Háa — yfir — leitið,
hugdjarfur starir. Mamma Drottin hiður —
drenginn sinn vernda daga og nætur allar,
dyggðugan reynast, hvar sem æfin líður,
þarfan og góðan, þegar að hann kallar
í þjónustu sína. Vegsemd mikil híður.
Básenda skipið bylgjótt yfir hafið,
har þig að megin landi fyrsta sinni.
Þar var eigi í jörðu gull þitt grafið,
gáfur og auður helgað ættjörðinni.
Víða þú fórst og vanda margan leystir,
viðsjálum steinum hurt úr götu hrintir.
Markinu nærri, manndóminn þar treystir,
mjög á þeim ferðum þjóðarhaginn kynntir.
Að Skálholti komstu skólarektor fróður,
skapandi mætti gæddur kennimaður.
Vaxandi sveinum vizku andans gróður,
veitir af nægta hrunni hámenntaður.
Lestri og skrift um landsins byggðir víða,
lagðir þú hraut að þjóðar sumri nýju.
Einbeitur hafðir einatt við að stríða,
andvaraleysi, skort á vinar hlýju.
Siðmenntun einnig kröftugur þii kenndir,
kristileg menning var þinn stóri draumur.
Vökull á allt, sem veginn hærra hendir,
víðsýnn og djarfur, hvergi gjafa-naumur.
Að síðustu enn þú sigldir yfir hafið,
sást ekki framar íandið bjarta, kæra.
Orlagaþræði allt er föstum vafið,
áfram samt hélztu gjafir því að færa.
Göfugi maður, Guðs t krafti sterkum,
gjöfull á allt, sem hezt er hægt að láta.
Heilsteyptan auð í hugsun, orðum, verkum,
héraði þínu gafst í stærsta máta.
Alþýðufræðslufaðir, íslands sonur,
framtíðardraumur þinn er nú að rætast.
Arftakar góðir, allir menn og konur,
ánægð og þakklát við þinn fótstall mætast.
Minning þin glæst hér með oss einatt vaki
mótuð af hjartans þökk um framtíð alla.
Höfðingi stóri hátt upp Grettistaki,
hugdjarfur lyfti, — það skal aldrei falla.
92 — F A X I