Faxi

Årgang

Faxi - 01.01.1968, Side 2

Faxi - 01.01.1968, Side 2
Marta Valgerður Jónsdóttir: Minmngar frá Keflavík Ein er sú mynd, sem er mér æ í minni. Eg, lítil telpa, stúð úti á hlaðinu í Breiða- gerði í ægifögrum kvöldsólarljóma. Breiða- gerðisvíkin teigði sig út á hafið, stór og björt, og slétt eins og spegill, en túnið hallaði sér niður að fjöruborðinu. Ég horfði hugfangin á víkina sem „glóði gulli lík“ og barnshugurinn skynjaði óvið- jafnanlega fegurð. Varð ég þá allt í einu minnug ljóða, er ég hafði heyrt móður mína fara með ný- lega, voru það eftirmæli eftir bóndann í Kirkjuvogi í Höfnum, Helga Sívertsen, þar sem Voginum var svo fagurlega lýst og varð mér ljóðið nú nær, er ég sá „guðs himinn speglast þar í víkinni minni heima“. Og inn í þetta fagra kvöld ófst svo sagan um ungu konuna góðu, sem misst hafði báða mennina sína, hvorn eftir ann- an. Það hafði mamma sagt mér. Eftir þetta kvöld sat þessi mynd föst í huga mér og hefur reyndar gert til þessa dags. En unga konan sem varð mér svo hug- stæð samhliða ljóði og litum þetta kvöld, var húsfreyjan í Kirkjuvogi í Höfnum, Madama Steinunn Vilhjálmsdóttir Sívert- sen, sem sat þar ekkja eftir seinni mann sinn, Helga Sívertsen. Var Kirkjuvogur ættaróðal hennar, þar hafði hún fæðzt og alizt upp á mannmörgu menningar- og athafnaheimili foreldra sinna, en mikill auður í búi og rausn húsbónda víðfræg. Var Vilhjálmur faðir hennar héraðshöfð- ingi og nafnkunnur um allt land, mikill sægarpur, formaður á einu skipa sinna og svo farsæll í starfi, að aldrei missti hann mann af skipi. Kona hans var Þórunn Brynjólfsdóttir prests að útskálum Sívert- sens, alsystir séra Sigurðar prests að Ut- skálum Sívertsens, en hálfsystir Helga biskups Thordarsens. Þar í Kirkjuvogi hafði afi hennar og amma búið mikinn dag og ekki farið troðnar leiðir í einkalífi, héldu þó fullri virðingu. Þaðan hafði einkasystir hennar ung og falleg lagt upp í æviferð, yfirgefið föður- leifð sína í náttmyrkri skammdegisnætur- innar til þess að fylgja elskhuga sínum til jarðarinnar endimarka, ef með þyrfti. Mun þessi atburður löngum hafa varpað ljóma ævintýrsins á Kirkjuvog og ættfólk þar, 2 — F A X I en sú saga er alkunn, er séra Oddur Gísla- son nam brúði sína brott, þótt sögð sé í fleiri gerðum. En i hlut frú Steinunnar féll búseta Steinunn Vilhjálmsdóttir Sivertsen og Stein- unn Oddsdóttir (Gíslasonar frá Stað), kona Olafs Kctilssonar. ættaróðalsins fram á efstu ár. Hún giftist fyrra sinn á öndverðu ári 1868, 22. janúar, Sigurði Sívertsen cand. theol, er átti þá heima á Útskálum, en þá sat þar faðir hans, séra Sigurður B. Sívertsen (f. 2. nóv. 1808, d. 24. maí 1887) merkisprestur og fræðimaður. Þau settust að, ungu hjónin, á föðurleifð frú Steinunnar í Kirkjuvogi og var séra Sigurður kallaður til aðstoðarprests til föður síns það sama vor, þótti það hag- kvæmt að prestarnir hefðu búsetu sitt á hvorum enda héraðsins. Um vorið þann 10. maí var séra Sigurður vígður til að- stoðarprests til föður síns, séra Sigurðar B. Sívertsen að Utskálum, fóru þau þá, ungu hjónin, til Reykjavíkur ríðandi og var sú ferð þeirra góð skemmtiferð. En skjótt var sú blíðutíð á enda runnin. Eftir 5 vikur frá vígsludegi var ungi presturinn liðið lík, dáinn 15. júní úr lungnabólgu. Suðurnesjabúar voru lengi minnugir þessa ógnar atburðar. Þegar ég, löngu síðar, var farin að hlusta eftir orðræðum fólks, heyrði ég oft minnst á þennan harm, var þá ævinlega getið um þá fágætu still- ingu er unga ekkjan hafði sýnt í þessum raunum. Næstu ár var frú Steinunn að öðrum þræði á Útskálum, hjá tengdaforeldrum sínum, og var þar mikill aufúsugestur og dáð af öllum, er henni kynntust. Aftur giftist Madama Steinunn Vil- hjálmsdóttir, 2. des. 1874, albróður fyrra manns síns, Helga Sigurðssyni sáttanefnd- armanns og bónda á Utskálum, var hann þá 38 ára að aldri, f. 30. maí 1836. Bjuggu þau á Útskálum næstu ár. Að Kirkjuvogi fluttu þau vorið 1887 og varð Helgi þá óðalsbóndi þar. Var nú mikill auður saman kominn í búi þeirra og hagur þeirra með miklum blóma. Þá sat á Stað í Grindavík, næsta ná- Madama Steinunn Vilhjálinsdóllir ósamt eiginmönnum sinum, séra Sigurði B. Sivertscn (til vinstri) og Helga Sivertsen, bónda á Utskálum. 1

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.