Faxi - 01.01.1968, Page 7
Góðir fundarmenn, þar sem þið eruð
fulltrúar úr öllum sveitarfélögum á
Reykjanesskaga, vildi ég biðja ykkur að
leiðrétta, ef ég hef rangfarið með eitthvað,
sem þið þekkið betur. Ég vildi því ljúka
máli mínu með því að hvetja ykkur til að
hugleiða og stuðla að auknu samstarfi
byggðarlaganna í sameiginlegum velferð-
armálum, okkur og niðjum okkar til hags-
bóta.
Eyþór Þórðarson.
Heimildir:
1. Landnám I—III 1900 bls. 123 og Þórðar-
bók 1921, bls. 28.
2. Landnám Ingólfs II. 5 1940 bls. 266.
3. Landnám Ingólfs II. 5 1940 bls. 280.
4. Landnám Ingólfs II. 5 1940 bls. 278.
5. Landnám Ingólfs II. 5 1940 bls. 279.
6. Strönd og Vogar 1961 bls. 48.
7. Undir Garðskagavita bls. 218.
8. Faxi 1963 bls. 211.
9. Faxi Desember 1941.
10. Landnám Ingólfs II. 1. 1936 bls. 14.
Lifðu lífinu lifandi
Þessi ágæta bók barst mér nýskeð í
hendur, og þar sem ég tel hana eiga er-
indi til allra hugsandi manna, vek ég á
henni athygli hér með örfáum orðum.
Höfundur hennar er hinn heimsfrægi
kennimaður og rithöfundur dr. Norman
Vincent Peale. A frummálinu heitir hún
Stay Alive All Your Live. Fyrir tveimur
árum kom út á íslenzku bókin Vörðuð
leið til lífshamingju eftir sama höfund.
Sú bók fékk frábæra dóma, enda seldist
hún upp á skömmum tíma. Hefir hún
orðið mörgum nútíma manninum holl-
ur lestur, — góður og raunsannur ráð-
gjafi, enda oft til hennar vitnað í sam-
tölum manna. Báðar eru bækur þessar
þýddar af Baldvini Þ. Kristjánssyni, sem
hefir vandað þýðinguna vel og á heiður
skilinn fyrir þetta ágæta verk.
Um höfund þessara fágætu bóka er það
að segja, að hann er orðlagður víða um
lönd sem afburðasnjall rithöfundur, kenni-
maður og hollur ráðgjafi öllum þeim, er
til hans hafa leitað með vandamál sín, og
þeir eru orðnir býsna margir, enda starf-
rækir hann leiðbeiningastofnun í sam-
starfi við lækna og aðra sérfróða menn.
Hafa bækur hans um þessi vandamál
mannlífsins verið metsölubækur, enda
finna hrjáðar sálir þar svölun í hugar-
angri sínu, svölun, sem oft leiðir hug-
sjúka menn til heilbrigðs lífs, eftir að
þeir hafa kynnzt lífsskoðun og læknis-
ráðum höfundarins. En í sem fæstum
orðum sagt, byggjast þessar kenningar
hans á trúnni á hina duldu varaorku,
sem blundar í sálardjúpum hvers einasta
manns og vaki í meðvitund hans um að-
gang að þeim ummyndandi og endurnýj-
andi krafti, sem guðssamband trúarinnar
á föðurlega handleiðslu veitir. Þetta er sá
mikli kraftstraumur, er virkar sem læknis-
dómur á lesendur þessara ágætu bóka og
því vil ég að lokum endurtaka þakklæti
mitt til höfundarinsn og þýðandans.
H. Th. B.
KEFLAVÍK-SUÐURNES
Á stofu.
I heimahúsum.
f samkvæmum.
Passamyndir.
Ökuskírtinismyndir.
Eftirtökur á gömlum myndum.
Auglýsingamyndir.
Pantið í síma 1890
FRAMKVÆMUM
ALLSKONAR
MYNDATÖKUR
Ljósmyndastofa Suðurnesja
Túngötu 22 — Keflavík — Sími 1890 — Pósthólf 70
Húsnæðismálastofnun ríkisins
auglýsir
Húsnæðismálastofnun ríkisins vill hér með benda væntanlegum umsækj-
endum um íbúðarlán á neðangreind atriði:
1. Einstaklingar og sveitarfélög, sem hyggjast hefja byggingu íbúða á
árinu 1968 svo og einstaklingar, sem ætla að festa kaup á íbúðum,
og koma vilja til greina við veitingu lánsloforða húsnæðismálastjórn-
ar árið 1968 sbr. 7. gr. laga um Húsnæðismálastofnun ríkisins, skulu
senda umsóknir sínar, ásamt tilskildum gögnum og vottorðum, til
Húsnæðismálastofnunar ríkisins eigi síðar en 15. marz 1968.
Umsóknir, sem síðar kunna að berast, verða ekki teknar til greina
við veitingu lánsloforða á árinu 1968. Lánsloforð sem veitt kunna
að verða vegna umsókna, er bárust eða berast á tímibilinu 16.3.
1967 til og með 15.3. 1968, koma til greiðslu árið 1969.
2. Þeir, sem þegar eiga óafgreiddar umsóknir hjá Húsnæðismálastofn-
uninni, þurfa ekki að endurnýja umsóknir sínar.
Reykavík, 3. janúar 1968.
Húsnæðismálasf'ofnun ríkisins
Laugavegi 77 — Sími 22453
FAXI — 7