Faxi

Årgang

Faxi - 01.01.1968, Side 12

Faxi - 01.01.1968, Side 12
MINNING SKÚLI HALLSSON Keflavík Hinn 4. desember síðast liðinn lézt í Sjúkrahúsinu í Keflavík einn af kunnari borgurum þessa bæjar, Skúli Hallsson, fyrrverandi framkvæmdarstjóri Sérleyfis bifreiða Keflavíkur. Utför hans fór fram frá Keflavíkurkirkju 11. s. m., að við- stöddu miklu fjölmenni. Fullan síðasta áratug hafði Skúli átt við vanheilsu að stríða og síðustu mán- uðina verið rúmliggjandi og þungt hald- inn. Skúli Hallsson fæddist á Stóra-Fljóti í Biskupstungum 20. ágúst 1893. Þar ólst hann upp og dvaldist til fermingaraldurs. Foreldrar Skúla voru Hallur Guðmunds- son, er lengi bjó á Stóra-Fljóti og kona hans, Sigríður Skúladóttir, alþingismanns og bónda á Berghyl. Móðir Skúla lézt, er hann var 5 ára að aldri. Systkini Skúla, sem nú eru látin, voru Elín, er bjó á Kaldbak í Hrunamanna- hreppi og Gumundur, sem bjó í Auðs- lolti í Biskupstungum. En á lífi eru systur jans, Sigríður og Jóhanna, báðar búsettar á Akranesi, og hálfbróðir, Finnbogi Halls- son, trésmiður í Hafnarfirði. Snemma fór Skúli til sjóróðra á Suður- nesjum, eins og þá var algengt um Aust- ansveitarmenn. Fyrstu ferð sína í verið fór hann gangandi alla leið suður í Garð, þar sem hann var í skiprúmi vetrarvertíð- ina hjá Sveini Árnasyni í Gerðum og til heimilis var hann hjá Þorsteini, bróður Sveins. Það var 1914. Seinna var Skúli í skiprúmi hjá Gísla heitnum í Vík, í Grindavík, orðlögðum sjósóknara og afla- manni. En 1924 er Skúli fyrst í Keflavík, skipverji hjá Erlendi Jónssyni á vélbátn- um Sæborgu. Þar kynntist ég Skúla fyrst, er við unnum þar saman næstu árin, og hélzt sú kynning ávallt síðan, því hann var tryggur maður og vinfastur, þar sem hann tók því. Þegar við lítum til baka til áranna eftir 1930 og skoðum Keflavík í ljósi þeirra tíma, þá verða þar fyrir ýmsir mætir at- hafnamenn, sem kveður að á ýmsum svið- um og setja svip sinn á byggðina. — Einn þessara manna var Skúli Hallsson. Hann er þar sérstæður. Með sínum einstaka áhuga beinir hann nú starfskröftum sín- um að því að byggja upp þjónustugrein, Skúli Hallsson. sem er í deiglunni, fólksflutninga með bílum milli Suðurnesja og Reykjavíkur. Hann er hér að vísu ekki frumkvöðull, en með hans forustu rnótast þessi þjónusta og eflist svo, að á næstu 12 árum hefur hann komið upp bifreiðastöð, sem hefur 4 22ja farþega bíla í förum milli Suður- nesja og Reykjavíkur. Skúli hóf starfsemi sína vorið 1930, með 6-manna bíl með vörupalli. Með vöru- pallinum var hugsað fyrir þjónustu við verzlanirnar. Með fyrstu ferðum hans munu hafa verið fólksflutningar til Þing- valla, á Alþingishátíðina seinustu dagana í júnímánuði. En þar sem bíllinn var yfirbyggður aðeins til hálfs, þá lét hann byggja skýli yfir vörupallinn og kom þar fyrir bekkjum. Á þessum litla bíl fór hann margar ferðir til Þingvalla, þótt vegurinn væri bæði holóttur og grýttur, og svo mjór að bílar gátu ekki rnætt,, nema þar sem útskot voru. I fyrstu voru fólksflutningar ekki miklir, en þeir jukust með hverju ári, sem leið. Eftir 2 ár hafði hann keypt 10-manna bíl og nokkru síðar 18-manna. Þessum rekstri hélt Skúli áfram til ársins 1942, að hann seldi Keflavíkurhreppi bíla sína, 4 að tölu, 22ja-manna, sem þá tók við áætlunarferð- unum. Hafði Skúli þá haft þessa þjónustu á hendi í 12 ár og veitt hana slíka, að rómuð var af öllum, sem nutu hennar. Bílar hans voru ávallt hreinir og snyrti- legir. Sjaldan kom fyrir, að bíll bilaði í ferðum, þótt vegir væru oft illfærir, enda var áherzla á það lögð að halda bílunum vel við. Þegar Keflavíkurhreppur hafði haft þennan rekstur í 9 mánuði og þá mætt ýmsum byrjunarerfiðleikum, tók Skúli við fyrirtækinu og hafði stjórn þess á hendi nær óslitið þar til í ársbyrjun 1955. Undir stjórn Skúla óx þetta fyrirtæki og efldist, enda vann hann að því að svo gæti orðið, heill og óskiptur. Bílarnir nutu sömu vin- sælda og áður, meðan hann átti þá sjálfur og voru þeir lengi við hann kenndir og kallaðir „Skúla-bílar“. Og nú, þegar Skúli er allur, skulum við minnast þess, að eng- ■ um manni einum er það meira að þakka, en honum, að Keflavíkurbær eignaðist þetta fyrirtæki og hefur rekið það til þessa. Hefur með því skapast aðstaða til þess að fylgjast með og hafa áhrif á umferðamál Suðurnesja, hvað snertir verð fargjalda og ferðatilhögun. Þegar Keflavíkurhreppur keypti bílana, lá þar ekki á bak við neitt gróðasjónarmið. Svo hefur heldur ekki orðið beinlínis. Hins vegar hefur fyrirtækið heldur ekki orðið bæjarfélaginu baggi. Bílarnir voru upphaflega keyptir fyrir 150 þús. krónur, sem fengnar voru að láni og rekstur þeirra hefur löngu greitt. En þegar Skúli sagði lausu starfi við fyrirtækið 1955, átti það stóran og góðan bílakost og hafði komið upp myndarlegu húsi fyrir starfsemina við Hafnargötu, þar sem skrifstofur bæjarins hafa síðan einnig verið til húsa. Skúli Hallsson var atorkumaður og fylginn sér að hverju sem hann gekk. Dugnaður hans og skyldurækni kom alls staðar fram. Jafnt hvort hann vann undir annarra stjórn eða hann vann fyrir sjálfan sig. Hvort hann stóð við flatningsborðið og flatti þann gula af kappi, en þó með vissum og hnitmiðuðum handtökum eða hann stjórnaði bifreiðarekstrinum og þá skipti ekki máli, hvort það var hans eigin rekstur eða bæjarins. En Skúli átti fleiri hliðar en dugnað- inn. Dugnaðinum fylgir jafnan ríkt skap og þá einnig skapfesta. Þessir voru eigin- leikar Skúla. En hann var hreinn í lund og drengskaparmaður. Prýðilega var hann greindur og kunni vel að segja frá. Hann var ljóðelskur og kunni margt ljóða hinna eldri skálda. Einkum man ég eftir, að hann mat mikils ljóð Þorsteins Erlings- sonar og Einars Benediktssonar. Þá var 12 — F A XI

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.