Faxi - 01.01.1968, Side 13
Blikksmiðja Ágústs Guðjóns
sonar færir út kvíarnar
----------------------------------------S
rjkxi
Útgefandi: Málfundafélagið Faxi, Keflavik.
Ritstjóri og afgrelðslumaður:
Hallgrimur Th. Björnsson.
Blaðstjórn:
Hallgrimur Th. Björnsson,
Margeir Jónsson, GuCni Magnússon.
Gjaldkeri:
Guðni Magnusson.
Auglýsingast jóri:
Gunnar Sveinsson.
Verð blaðsins i lausasölu krónur 30,00.
AlþýCuprentsmiCjan h.f.
--------------------------------------J
ferskeitlan honum hugþekk. Kunni hann
safn lausavísna úr ýmsum áttum og sagði
þá oft skommtilega frá tilefni vísnanna.
Skúli var kvæntur Asdísi Ágústsdóttur,
Helgasonar, alþingismanns og bónda í
(Birtingaholti, hinni mætustu konu, er
ávalt var manni sínum traustur förunaut-
ur og studdi hann í erfiðu og erilsömu
starfi. En styrkust stoð var hún honum,
er mest á reyndi, í hinu langa og erfiða
sjúkdómsstríði hans.
Þau voru gefin saman í Birtingaholti
hinn 25. október 1924 og fluttu daginn
eftir suður til Keflavíkur. Þar bjuggu
þau síðan.
Fyrsta heimili þeirra í Keflavík var að
Vesturgötu 7, (nú 11) í litlu húsi, er þau
keyptu. Þetta hús seldu þau 1928 og var
það þá flutt að Kirkjuvegi 39, en byggðu
stærra hús, er enn stendur við Vesturgötu
11. Þar bjuggu þau þar til 1948, að þau
keyptu húsið við Aðalgötu 24, sem var
þeirra heimili síðan.
Þau eignuðust 2 börn, Móeiði og Sig-
urð. Móeiði misstu þau 1958, þá 15 ára
gamla. Var Móeiður glæsileg ung stúlka
og vel gefin. Fráfall hennar var þeim
hjónum mikil og þungbær reynsla. —
Sigurður er nú heima hjá móður sinni.
Hann á 3 börn og er hið elzta stúlka,
sem ber nafn ömmu sinnar og hefur að
mestu alizt upp hjá ömmu og afa.
Þessar fáu línur eiga að vera kveðja mín
til horfins samferðamanps og starfsfé-
laga á löngu liðnum árum. Þær eiga einnig
að vera þakklætisvottur fyrir margar
gamlar og góðar samverustundir. Hér
hefur aðeins verið drepið á stærstu þætti
úr lífi Skúla, en þar eru margar eyður
ófylltar. Ef til vill gefst til þess tækifæri,
að fylla þar í að nokkru, þegar skrifuð
verður saga fólksflutninga með bifreið-
um á Suðurnesjum.
Með samúðarkveðjum til eftirlifandi
konu hans, sonar og sonarbarna.
Ragnar Guðleifsson.
Blikksmiðja Ágústs Guðjónssonar hefir
til skamms tíma verið starfrækt í bílskúr
á Hringbraut 178 í Keflavík.
Seint á s. 1. sumri færði blikksmiðjan
út kvíarnar og flutti í ný og rúmgóð húsa-
kynni á Vesturbraut 14, næsta hús við
bifreiðaverkstæði Sérleyfisbifreiða Kefla-
víkur.
í tilefni þessarar breytingar leit ég þar
Ágúst Guðjónsson.
inn nú á dögunum og átti stutt spjall við
eigandann, Agúst Guðjónsson.
— Hverra manna ert þú, Ágúst, og
hvar fæddur?
— Foreldrar mínir voru Margrét Guð-
mundsdóttir og Guðjón Einarsson. Eg er
Rangæingur, fæddur 1. ágúst 1929 í Rifs-
halakoti í Ásahreppi. Ég fluttist ungur til
Reykjavíkur, ólst þar upp og lærði blikk-
smíði í Litlu blikksmiðjunni.
— Hvað tók svo við?
— Ég vann þar fyrstu árin, eða til árs-
ins 1953, er ég fluttist til Keflavíkur.
— Fórstu þá strax að vinna sjálfstætt?
— Nei, fyrstu árin vann ég að blikk-
smíði á Keflavíkurflugvelli, en hætti því
brátt og stofnaði þessa blikksmiðju þann
27. apríl 1957 í bílskúrnum heima hjá
mér og þar hefi ég sem sagt starfrækt
hana þar til í september s. 1. að ég flutti
í þetta nýja hús.
— Fékkstu strax nóg að gera?
— Já, segja má að verkefnin væru næg,
en vinnuskilyrðin voru náttúrlega slæm í
svo litlu og óhentugu húsnæði, þó allt
bjargaðist það sæmilega.
— Já, það mun vera ólíkt rýmra um
starfsemina í þessu nýja húsi. Hve stórt
er það?
—• Húsið er 340 fermetrar að grunn-
fleti og allt á einni hæð. Eins og þú sérð
eru hér mjög góð og haganleg vinnuskil-
yrði og nægt athafnasvæði utanhúss og
góð bílastæði.
— Hve margir vinna hér?
— Að jafnaði 3 menn, þó fer það
nokkuð eftir verkefnum hverju sinni.
— Og hver eru þau helzt?
— Það kemur margt til greina, en al-
gengasta smíðin hér eru þakrennur og
niðurföll, einnig hitalagnir. Margt fleira
mætti nefna, því yfirleitt smíðum við
flest það, sem úr blikki er gert og
leggjum á það höfuðáherzlu að veita al-
menningi alla þá þjónustu, sem að okkar
verksviði lýtur og við erum færir um að
framkvæma. H. Th. B.
Sjö einsöngslög.
Núna rétt fyrir jólin, skömmu eftir að
jólablað Faxa kom út, bárust því Sjö ein-
söngslög eftir Kristin Reyr.
Er þetta allstór bók, myndarleg í sniðum
og hin girnilegasta til fróðleiks, eins og höf-
undarins var von og vísa.
Eins og fyrr segir, eru þetta einsöngslög
við þekkt kvæði eftir sjö kunna íslenzka
höfunda, og er efnisröðin þessi:
Húsin í bænum. Ljóð: Tómas Guðmundsson.
Amma kvað. Ljóð: Orn Arnarson.
Vorið góða. Ljóð: Jóhannes úr kötlum.
Að skýjabaki. Ljóð: Davíð Stefánsson.
Bráðum kemur betri tíð. Ljóð: Halldór
Laxness.
I veizlulok. Ljóð: Magnús Ásgeirsson.
Elín Helena. Ljóð: Steinn Steinarr.
Þó að þetta sé aðeins þurr upptalning, þá
gefur hún þó ótvírætt hugmynd um, að hér
sé á ferðinni frambærilegt efni, a. m. k. hefir
lagasmiðurinn kunnað að velja sér viðfangs-
efni, sem allir ættu að meta, enda er Krist-
inn sjálfur gott ljóðskáld, er nú á seinni
árum hefir einnig hlotið viðurkenningu fyrir
hugljúf og seyðmögnuð dægurlög, sem m. a.
hafa notið vinsælda í Ríkisútvarpinu. Þessi
einsöngslagabók Kristins mun því þykja for-
vitnileg hér um Suðurnes, þar sem vagga
hans stóð og víður verkhringur fram til síð-
ustu ára, að hann fluitist til Reykjavíkur,
hvar ætla má að hann eigi greiðari aðgang
að hlustun þjóðarinnar með listsköpun sína
sem ljóðskáld og tónsmíðar.
H. Th. B.
FAXI — 13
L