Faxi - 01.01.1968, Qupperneq 14
Jólin í Keflavík
Kirkjutónleikar
Nýafstaðin jólahátíð fór í alla staði mjög
vel fram hér í Keflavík.
Nokkru fyrir j ól hafði bærinn látið
starfsmenn sína að vanda koma upp fögr-
um og vel upplýstum jólatrjám á opnum
svæðum víðs vegar um bæjarlandið, eink-
um þó framan við opinberar stofnanir, s. s.
sjúkrahús og elliheimili. Er bæjarbúum
hinn mesti yndisauki að þessum jóla-
trjám, er lýsa upp í skammdegismyrkrinu
og koma fólki í jólaskap.
Tíðarfarið hafði verið fremur umhleyp-
ingasamt, skipzt á sunnan og suðvestan-
átt, ýmist með rigningu eða snjókomu.
Þó mátti heita að jólin væru „rauð jól“,
hvað sem verða kann um páskana. Ekki
munu hafa orðið nein teljandi umferðar-
slys um hátíðarnar.
Skemmtanahöld munu hafa verið með
svipuðu móti og undanfarin ár. Kaupfé-
lag Suðurnesja hélt sinn árlega jólafagnað
á þriðja í jólum. Var skemmtunin sem
að vanda þrískipt, haldin í Ungmenna-
félagshúsinu og sótti hana nú sem fyrr
mikið fjölmenni, enda veðrið mjög gott
þann dag.
Kvénfélag Keflavíkur hélt svo sinn ár-
lega jólatrésfagnað á þriðja degi hins ný-
byrjaða árs og fóru skemmtanir beggja
þessara félaga mjöðg vel fram og voru
þeim til sóma.
Að þessu sinni voru hér í Keflavík fáar
og smáar áramótabrennur og óvenju lítið
var um flugeldaskot á gamlárskvöld. En
aftur á móti var mikið um að vera á
þrettándanum. Þá var hér á íþróttavell-
inum álfabrenna og álfadans með mikl-
um myndarbrag. Nú um nokkurt árabil
hafa Karlakór Keflavíkur og Lúðrasveit
Keflavíkur beitt sér fyrir þessum hátíða-
höldum og kostað þau með tilstyrk al-
mennings. Hafa félögin haldið þessa úti-
skemmtun annað hvort ár og hlotið fyrir
verðskuldar hrós bæjarbúa, sem hafa
kunnað vel að meta fórnfúst framtak
þessara félaga, sem ekki hafa gert það
endasleppt að skemmta samborgurum
sínum og auka á hróður byggðarlagsins.
Nú hafa upptekizt ný og áður óþekkt
öfl til eflingar þessu starfi. Er það Ung-
templarafélagið Árvakur, sem að þessu
sinni studdi hin eldri félögin drengilega
í starfi og setti svip á hina glæsilegu blys-
för um bæinn og skemmtunina á íþrótta-
vellinum. Þar munu einnig skátar og aðrir
góðborgarar hafa lagt hönd að verki, en
aðalstarfið við undirbúning álfabrenn-
unnar mun þó hafa hvílt á formanni
hennar — nefndarinnar, — Bjarna Jóns-
syni trésmíðameistara. Álfakónginn lék
nú sem fyrr Böðvar Pálsson, en álfadrottn-
inguna frú Sigríður Guðmundsdóttir.
Þessi þrettándafagnaður hófst með blys-
för frá „Sérleyfisstöðinni“. Gengið var
um helztu götur bæjarins með lúðrahljóm
og hornahlæstri og numið staðað á gamla
íþróttavellinum, þar sem álfabrennan fór
fram í snarkandi skini hinnar voldugu
álfabrennu, sem þá var nýtendruð og lýsti
fljótlega upp hátíðasvæðið og gæddi það
töfraljóma ævintýrs og álfa. Var þar sam-
ankominn mikill fjöldi mennskra og
Nýlega fóru fram kirkjutónleikar á veg-
um Tónlistarfélags Keflavíkur fyrir styrkt-
arfélaga þess, og var kirkjan þétt setin.
Árni Arinbjarnarson ték á orgelið tvö
stórverk, auk þess sem hann annaðist
undirleik fyrir Keflavíkur-kvartettinn, og
upplesturinn.
Haukur Þórðarson söng einsöng við
undirleik Ragnheiðar Skúladóttur, voru
lögin kirkjulegs eðlis og mjög vel með
farin.
Helgi S. Jónsson flutti kvæði Davíðs
Stefánssonar: „Þegar Jesús frá Nazaret
reið inn í Jerúsalem" — við^ undirleik
Arna Aiinbjarnar. Keflavíkur-kvartettinn
söng 5 lög eftir erlenda höfunda, einnig
við undirleik Arna. Söngur kvartettsins
var með miklum glæsibrag.
ómennskra. Mátti þar sjá marga fríða
álfamey i fylgd með kóngi sínum og
drottninga, en auk þess voru þar á ferð
drísildjöflar og annað illþýði, auk þjóð-
sagnapersóna á borð við Skuggasvein og
Ketil skræk, er gerðu sig þarna heima-
komna og virtust skemmta sér konung-
lega í fylgd með álfum og árum.
Þess skal að lokum getið, oð félagsmenn
úr Hestamannafélaginu Ména tóku þátt
í blysförinni um bæinn á fákum sínum og
settu svip á skrúðgöngua. Meðfylgjandi
mynd tók Heimir Stígsson.
H. Th. B.
14 — FAXI