Faxi

Ukioqatigiit

Faxi - 01.11.1969, Qupperneq 2

Faxi - 01.11.1969, Qupperneq 2
r--------------------------------------' FAXI Útgefandi: MálfundafélagiíS Faxi, Keflavík. Ritstjóri og afgreiðslumaður: Hallgrímur Th. Björnsson. Blaðstjórn: Hallgrimur Th. Björnsson, Margeir Jónsson, Guðni Magnússon. Gjaldkeri: Guðni Magnússon. Auglýsingastj óri: Gunnar Sveinsson. Verð blaðsins í lausasölu kr. 30,00. Alþýðuprentsmiðjan h.f. k__------------------------------------> Onnu Olgeirsdóttur, móður Guðlaugar, sem nú er látin, aðal hvatakonur að stofn- un Kvenfélagsins. — Við þetta sama tæki- færi, færðu þær Sigríður og Hlíf formann- inum Guðlaugu blómakörfu til minningar um móður hennar. Þá fékk Kvenfélagið út- skorna gestabók frá Kvenfélagi Keflavík- ur og Freyja Nordal- form. Kvenfélagasam- bands Gullbringu- og Kjósarsýslu afhenti Kvenfélaginu Njarðvík áletraðan silfur- kertastjaka. Af hálfu viðstaddra gesta fluttu þessir heillaóskir og kvenðjur: Sambandsstjóri Ungmennafélags Islands, Hafsteinn Þor- valdsson, ávarpaði samkvæmið og færði U. M. F. N. fána U. M. F. L, Þórhallur Guðjónsson form. U. M. F. K. færði báð- um afmælisbörnunum oddfána síns félags. Sveitastjóri Njarðvíkurhrepps, Jón As- geirsson, færði báðum félögunum málverk af Þingvöllum ásamt blómakörfu. AS lok- um fluttu svo Oddbergur Eiríksson og Karvel Ogmundsson stutt ávörp. — For- menn beggja félaganna, þau Guðlaug og Guðmundur þökkuðu að lokum gjafir og árnaðaróskir með stuttum ræðum. Þess má svo geta, að á milli dagskrár- liða var viðhafður mikill og almennur söngur undir stjórn Hafstein Snæland og við undirleik Ingimars Guðjónssonar. Voru það að sjálfsögðu ættjarðarlög við sígildan, þjóðlegan kveðskap. Þá söng Keflavíkurkvartettinn mörg lög öllum til yndis og ánægju. Gerðu þeir félagarnir að venju stormandi lukku og ætluðu aldrei að fá sig lausa af leiksviðinu. Ómar Ragn- ars skemmti þar einnig um stund og síðan voru veizluborð upp tekin og dansinn hófst undir merkjum hljómsveitarinnar „Asa“, sem þótti takast mjög vel og sáu um ótak- markað fjör til klukkan 3, en þá var þessari velheppnuðu skemmtun lokið. H. Vegleg stofnun hlýtur veglega gjöf Eins og frá var skýrt í síðasta tbl. Faxa, minntist Kvenfélag Keflavíkur 25 ára af- mælis síns með hátíðafundi í Aðalveri, miðvikudaginn 5. nóv. s. 1. — I tilefni þessara merku tímamóta færði félagið Sjúkrahúsi Keflavíkur að gjöf kr. 50.000.00, til að kaupa rúm fyrir sængur- konur- Var sú ákvörðun tekin í samráði við yfirlæknir sjúkrahússins, Jón K. Jó- hannsson. Frú Guðrún Arnadóttir form. kvenfé lagsins, skýrði frá þessu í ræðu á hátíða- fundinum í Aðalveri, en hún setti einnig þenna fund og stjórnaði honum. 1 sam- bandi við þessa gjöf gat form. þess, að fé- lagskonur hefðu fremur kosið að minnast þessara tímamóta svona, heldur en efna til kostnaðarsamra hátíðahalda. Hún skýrði einnig frá því, að frú Emelía Snorrason, ein af stofnendum félagsins og fyrsti rit- ari, hafi verið gerð að heiðursfélaga þess, sem viðurkenningu fyrir langt og mikið starf, en hún er nú flutt til Reykjavíkur. Var formlega gengið frá þessu á fundin- um. Frú Sesselja Magnúsdóttir hafði þær ánægjulegu fréttir að færa, að nýafstaðinn kökubazar félagsins, sem haldinn var í Tjarnarlundi 2. þ. m. hafi gengið með ágætum og skilað góðum tekjum. Þá flutti gjaldkeri kvenfélagsins, frú Vilborg Ámundadóttir fróðlegt erindi um starfsemi félagsins frá upphafi. Hefir Faxi fengið leyfi til að birta ræðu hennar í næsta tbl. Frú Vilborg var einnig heiðruð á fund- inum og færð fögur blómakarfa að gjöf fyrir mikið og fórnfúst starf í þágu félags- ins. Frú María Hermannsdóttir formaður Systrafélags Keflavíkurkirkju færði félag- inu fagran veggskjöld að gjöf, unninn í kálfskinn af frú Astu Arnadóttur, sem er kunn fyrir hagleik og listræn vinnubrögð. Frú Guðlaug Karvelsdóttir færði því fal- lega borðfánastöng frá Kvenfélaginu Njarðvík og frú Freyja Norðdal, formað- ur Kvenfélagasambands Gullbringu- og Kjósarsýslu, færði félaginu silfurkerta- stjaka, áletraðan frá sambandinu. Þá bár- ust afmælisbarninu fleiri gjafir þ. á. m. 5 þúsund krónur frá konu, sem ekki vildi láta nafns síns getið. Hlýjar kveðjur, blóm og skcyti bárust því hvaðanæfa að. Á hátíðafundi þessum voru um 90—100 manns, þar voru gnægtir góðs matar á borðum og öllum leið vel. Formaður sleit hátíðafundinum laust fyrir miðnætti og þakkaði góða fundar- setu og félagssystrum sínum ánægjulegt samstarf á liðnum árum. Þykir fundur þessi hafa verið góðu fé lagi til mikils sóma. , H. Th. B .flJL2JUJL2JULfiJLfiJLajL8JUULajL^^ A uglýsingasímar eru 1717 og 1760 Suðurnesjatíðindi Sitjandi frá v,: Vil- borg Ámundadóttir gjaldk., Guðrún Árnadóttir foi-m., Sigurbjörg Páls- dóttir ritari. Standandi frá v.: Guðný Árnadóttir vararit., Jóna Ein- aisdóttir meðstj., Birna Jakobsdóttir varafonn. og Anney Guðjónsdóttir vararitari. 142 — F A XI

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.