Faxi - 01.11.1969, Blaðsíða 4
Góðtemplarahús.
Það kom fljótlega á dagskrá í stúkunni
að byggja eigið fundahús. Þ. 27. febr. 1887
var fyrst kosin nefnd til aS athuga, hvort
tiltækilegt væri aS byggja hús. Voru í
henni Jón Gunnarsson, ÞórSur Thorodd-
sen og Ogmundur Sigurðsson. En þá kom
upp nokkur ágreiningur um hvar ætti að
Magnús Bjarnarson.
byggja. Innri-Njarðvíkingar vildu byggja
í Ytri-Njarðvík svo félagar ættu jafnari
aðstöðu til að sækja fundi. Var það sam-
þykkt á fundi 13. marz með 14 atkvk.
gegn 4, að viðhöfðu nafnakalli. Voru þá
fáir Innri-Njarðvíkingar á fundi. En þeir
fóru upp úr þessu að undirbúa stúkustofn-
un hjá sér, og var stúkan Hófsemdin nr.
16 stofnuð 19. des- 1887.
Nokkur dráttur varð því á að hafist væri
handa um húsbyggingu. Tveir af nefnd-
armönnum fóru úr stúkunni um haustið,
Ogmundur í Hófsemdina og Jón sagði sig
úr, eins og áður er sagt. En næsta haust,
18. nóv. 1888 er kosin húsbyggingarnefnd:
Þórður Thoroddsen, Guðmundur Hann-
esson og Sæmundur Sigurðsson. Hófst hún
handa um að útvega lóð fyrir væntanlegt
hús. Duus verzlun gaf kost á lóð „á milli
Petersens húss og húss Olafs Jafetssonar,
í beinni línu við þau.“ Var búið að mæla
út lóð 20x25 áln. og samningur lagÖur
fram í stúkunni til undirskriftar. En þeg-
ar stúkan fór að athuga samninginn, lík-
aði henni ekki skilyrðin, sem þar voru
sett. Þau voru þessi: 1.) Lóðarleiga skyldi
vera 15 kr. á ári. 2.) Ekki mátti verzla í
húsinu. 3.) Ef eigendaskifti verða, álítzt
útmælingin niður fallin.
Leigan þótti of há. Vildu menn ekki
borga nema 10 kr. Breytingartillaga kom
við 2. gr.: „Stúkan má ekki verzla í hús-
inu.“ En 3. greinin þótti þó verst, og mátti
raunar teljast frágangssök að samþykkja
hana. Ekki náðist samkomulag um að
breyta þessu.
Onnur grein samningsins gæti bent til
þess að forráðamenn verzlunarinnar hafi
búist við, — og kannski ekki að ástæðu-
lausu, — að Thoroddsen færi að veita þeim
samkeppni, enda gerði hann það, því hann
stóð fyrir pöntunarfélagi í nokkur ár, eins
og áður er sagt. Ekki er mér kunnugt um
hvenær það var stofnað, eða hvort það var
þegar stofnað, er þetta skeði.
Leitaði nú stúkan til Njarðvíkurbænda,
sem áttu land út að Rás, (núverandi Tjarn-
argötu), eins og þeir eiga enn, og fékk hjá
þeim lóð án nokkurra skilyrða. Leigan var
10 kr. á ári, sem síðar mun hafa hækkað
upp í 15 kr., þegar stúkan fékk lóðina
stækkaða.
Það var á fundi 12. maí 1889, að skýrt
var frá því að hægt væri að fá lóð hjá
Njarðvíkingum. Var þá hafist handa um
bygginguna, enda mun stúkan þá hafa
verið orðin húsnæðislaus. Næsti fundur,
19. maí mun hafa verið hinn síðasti í
barnaskólastofunni og eru þá kosnir tveir
menn til að reyna að útvega stúkunni ann-
að húsnæði þar til nýja húsið væri komið
upp. Næstu tveir fundir voru svo haldnir
í húsi Þorvarðar beykis. (Vallarg. 28).
Fyrsti fundur í nýja húsinu var hald
inn 28. júlí, en ekki var það þá fullfrá-
gengið.
Það virðist hafa verið lán fyrir hin ýmsu
félagasamtök í Keflavík að Njarðvíkingar
skyldu eiga hér lóðir. Þegar Báran ætlaði
að byggja hús fyrir pöntunarstarfsemi sína,
fékk hún ekki lóð hjá Keflavíkureigend-
um, en gat byggt rétt utan við þeirra lóð-
armörk. (Suðurgata 1). Sama máli gegndi
um Isfélag Keflavíkur.
Til tals hafði komið, að byggja í félagi
við hreppinn, með barnaskóla fyrir aug-
um. En tillaga urn það var felld á stúku-
fundi. Hinsvegar var hreppnum leigt hús-
ið fyrir barnaskóla í nokkur ár eins og áð-
ur er sagt. Þegar rætt var um húsaleiguna,
kom fram tillaga um 8 kr. á mánuði, en
var dregin til baka og samþykkt tillaga
um 6 kr. á mánuði.
Arið 1895 var húsið lengt til suðurs um
6 álnir. Einnig stóð til að byggja forstofu
við norðurendann, en því var frestað vegna
fjárskorts, og varð aldrei úr því. Guðmund-
ur Jakobsson hafði boðist til að lengja hús-
ið um 8 álnir og byggja forstofu framan
við það, ef hann fengi í vinnulaun orgel
stúkunnar. Ekki virðist því tilboði hafa
verið tekið. Orgel þetta var keypt árið áð-
ur af Bartels fyrir 200 kr., en var alltaf í
ólagi. Stúkan vildi skila því aftur eða fá
verðið lækkað, en því neitaði Bartels. I
mörg ár var stúkan í vandræðum með
hljó.ðfæri þetta. Stóð lengi til að halda
„lotterí" á því, en aldrei varð af því, og
var það að lokum selt fyrir 10 krónur.
Hús þetta, sem nú var risið, var heim-
ili stúkunnar í 16 ár, og hefir sennilega
verið á því tímabili eina samkomuhúsið í
Keflavík, að pakkhúsum undanskildum,
sem stundum voru notuð til slíkra hluta.
Ekkert leiksvið var í húsinu, og þegar
stúkan efndi til leiksýninga, varð annað-
hvort að smíða pall fyrir leiksvið, eða fá
lánað eitthvcrt pakkhús, og varð þá líka
að smíða pall.
Fyrir og um aldamótin fjölgaði veru-
lega í stúkunni og 1904 var önnur stúka,
Hafaldan, stofnuð. Var þá farið að ræða
um að stækka þyrfti húsið, eða helst að
selja það og byggja annað stærra. Árið
1904 var húsnefndinni falið að kaupa
kirkjugrunninn, verði hann seldur, og
jafnframt gefið umboð til að bjóða í hann
400.00 kr. Ekki varð úr þeim kaupum.
Kirkjugrunnur þessi stóð þar sem nú er
bílastæði, sunnan við hús S. B. K. Hafði
verið byrjað á kirkjubyggingu þarna
nokkru fyrir aldamót, en kirkjan skekktist
á grunni í ofviðri, áður en hún var fok-
held, og var tekin niður og ekki reist aft-
ur á þeim stað.
Húsið var síðan selt Edinborgarverzlun
fyrir kr. 2000.00 og var sölusamningur dag-
settur 18. jan. 1905. Hófu þá stúkurnar í
sameiningu byggingu á nýju húsi og verð-
ur þess getið síðar.
Gamla húsið var síðan lengi notað sem
vörugeymsluhús og síðar fiskhús. Eftir að
Ungmennafélagshúsið, (Skjöldur), brann
1935, tók einn framtakssamur Keflvíking-
ur liúsið á leigu og dubbaði það upp fyrir
samkomuhús til bráðabirgða. Gáfu þá gár-
ungarnir því hið óvirðulega nafn: „Draug-
urinn“, sem átti að þýða að það væri upp-
vakið sem samkomuhús. Síðar var það um
mörg ár trésmíðaverkstæði Þorsteins Árna-
sonar og Jóns Guðmundssonar, en var rif-
ið síðastliðið vor, til að rýma fyrir stór-
byggingu Hákonar í Stapafelli. Hefði það
orðið 80 ára nú í sumar. Framhald.
144 — FAXI