Faxi

Volume

Faxi - 01.11.1969, Page 5

Faxi - 01.11.1969, Page 5
MINNING INGIMUNDUR JÓNSSON KAUPMAÐUR Þann 4. 11. ’69 andaðist Ingimundur Jónsson kaupmaður á sjúkrahúsi Kefla- víkur. Ingimundur var Arnesingur að ætt. Hann var fæddur að Oddagörðum í Flóa 3. febrúar 1887. Foreldrar hans voru Jón Jónsson hrepps- stjóri Stokkseyrarhrepps og kona hans Ingibjörg Grímsdóttir. Hann fluttist ungur með foreldrum sín- um að Holti í sama hreppi og ólst þar upp. Um tvítugt fór hann að leita sér mennta í Flensborgarskóla, tvö næstu árin var hann við nám á bændaskólanum að Hvann- eyri og útskrifaðist þaðan. Síðan var hald ið til Danmerkur og numin búnaðarstörf við ríkisskólanní Askov og Hesselvig. Að loknu námi kom Ingimundur heim og gerðist starfsmaður Búnaðarfélags Suður- lands og síðan hjá Búnaðarfélagi Islands. Jafnhliða þessum störfum stundaði hann búskap á búi sínu í Hala, en þar bjó hann í 18 ár, eða þar til hann fluttist til Kefla- víkur 1932. Kona Ingimundur var Sigríður Þórðar- dóttir alþingismanns, sem lengi bjó að Hala. Eftir komu sína til Keflavíkur stundaði hann verzlunarstörf, en keypti eftir stuttan tima þá verzlun, sem kennd var við hann síðan og kölluð Ingi mundarbúð. Eg minnist þess, að fyrir nokkru las ég viðtal við Ingimund, þar sem hann segir frá því að hann stundaði sjóróðra frá Keflavík, þá hafi honum leiðst enda verið alltof sjóveikur og ekki hefði hann búizt við því þá, að til Keflavíkur ætti hann og hans fjölskylda eftir að koma alkomin, en svona er lífið. Hér hefir hon- um liðið vel og aldrei leiðst og hér á hann marga af sínum beztu vinum og samtíð armönnum. Það var vissulega mikill fengur fyrir Keflavík og nágrenni að fá hingað slík- an öðlingsmann, sem Ingimundur var. Þó hans atvinna væri fyrst og fremst verzlun- arstörf og við nytum hans þjónustu þar í ríkum mæli, þá mun hugur hans alltaf hafa staðið til búskapar og ræktunar og þar nutu Keflvíkingar vissulega forustu og á ég þar við ræktun trjáa og blóma; bar- attan var hörð við norðan áttina, en með þrautseygju og trú á moldina vannst mik- ill sigur og útfrá hinum fagra blómagarði Ingimundar hefur þróast sú ræktun, sem prýðir í síauknum mæli okkar bæ. Það segir mér hugur, að mestu ánægjustundir Ingimundar hafi verið, þegar hann var kominn út í garð með skóflu í hendi. að loknu dagsvtrki í sinni verzlun. Ingimundur átti um skeið sæti í bæjar- stjórn Keflavíkur og um leið sæti í ýms- um nefndum bæjarins. Hann vann alls- staðar af sömu trúmennskunni, hélt fast Ingimundur Jónsson. fram sínum skoðunum, en reyndi þó ætíð að sjá björtu hliðarnar á málunum. Ingi- mundur Jónsson var lengi Faxafélagi, þó ekki stofnandi. Þar sem annarsstaðar var hann hinn trausti félagi, og minnast nú félagar hans margra ánægjustunda með honum á Faxafundum, og fyrir blaðið Faxa starfaði hann ennfremur mikið. Ingimundur var einn af þeim mönnum, sem altaf reyndi að vera heldur á undan tímanum, mætti ávalt á undan öllum í sinni verzlun, svo var það ennfremur til mannfunda og hvert sem hann fór. Hans einkunnarorð voru: stundvísi, ráðvendni og sparsemi. Slíkir menn eru vökumenn síns byggðarlags. Eg kynntist Ingimundi nokkru eftir að ég kom til Keflavíkur 1944, og kom nokkr- um sinnum á hans heimili og eru mér ætíð síðan þær móttökur minnisstæðar, heimili þeirra hjóna bar vott um einstaka smekkvísi og fagrir listmunir prýddu heimilið- Ingimundur var fróður vel og mikið lesinn, þó aldrei gengi hann í barnaskóla, heldur hlaut þá menntun, sem hægt var að veita í foreldra húsum. Þrátt fyrir það, að Ingimundi vegnaði vel hér í Keflavík, þá var lífsbrautin ekki alltaf rósum stráð. Þau hjónin eignuðust 8 börn, 5 syni misstu þau unga, en eftir lifa 3 dætur. Þær eru: Kristín gift Þor- steini Jóhannessyni útgerðarmanni Gerð- um, Ingibjörg gift Jakobi Indriðasyni kaupmanni Keflavík og Ingunn gift West- ley W. Risner, búsett í Bandaríkjunum. Ég sendi þeim systrum, eiginmönnum þeirra og öðrum vandamönnum mínar innilegustu samúðarkveðjur. Jóhann Pétursson. ÖRFÁ KVEÐJUORÐ Sem ritstjóri Faxa og gamall samverka maður Ingimundar Jónssonar, langar mig að setja hér fram örfá kveðjuorð, þegar hann er allur. I Málfundafélaginu Faxa höfum við starfað saman hartnær frá stofndegi fé- lagsins og um nokkurt skeið vorum við saman í blaðstjórn Faxa og unnum að út- gáfu hans, einmitt á þeim árum, þegar einna örðugast var að halda uppi því starfi. Þá sýndi það sig, hversu ráðhollur og ósér- hlífinn Ingimundur var, og bjartsýnn á framtíðarmöguleika blaðins. Þess vil ég minnast nú að leiðarlokum. Fyrir örfáum árum, þegar hann treysti sér ekki lengur að sækja reglulega fundi félagsins sakir anna og aldurs, var hann gerður að heiðursfélaga þess. Sýnir það bezt, hvaða hug félagsmenn báru til þessa góða drengs. Nú, þegar leiðir skilja, verður okkur Faxamönnum ljúft að minnast liðinna samverustunda með þessum velgerða, gáf- aða manni og honum fylgir þakklæti okk- ar og hlýhugur út yfir gröf og dauða- Dætrum Ingimundar, tengdasonum og öðrum ættingjum og vinum, votta ég innilega samúð. — Blessuð veri minning Ingimundar Jónssonar. H. Th. B. FAXI — 145

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.