Faxi - 01.01.1971, Page 10
Nýr sjúkrahúslœknir í Keflavík.
Eins og flestum mun kunnugt, sagði núver-
andi sjúkrahúslæknir, Jón K. Jóhannsson,
fyrir nokkru upp starfi sínu við sjúkrahús
Keflavíkur, en hann hefir verið yfirlæknir
sjúkrahússins um árabil.
Umrædd læknisstaða við sjúkrahúsið var
síðan auglýst laus til umsóknar og hefir nú
Kristján Sigurðsson læknir verið ráðinn yfir-
læknir við sjúkrahúsið og mun hann bráð-
lega taka þar við störfum.
Kristján er fæddur 14. nóvember 1924.
Hann lauk læknisprófi 1954 og fékk læknis-
leyfi í febrúar 1956. Hann var fyrst aðstoðar-
læknir í Hvammstangalæknishéraði og síðar
héraðslæknir þar frá 1956. Hann gegndi að-
stoðarlæknisstörfum í Blönduóslæknishéraði
1956—’58. Var héraðslæknir í Patreksfjarð-
arlæknishéraði 1961—1966. Aðstoðarlæknir í
meinafræðum 1960—’67. Var læknir við
Landsspítalann frá 1. júlí 1967—’70 og gegndi
þá jafnframt aðstoðarlæknisstörfum við
spítalann á Isafirði og Neskaupstað.
Kristján stundaði framhaldsnám í Svíþjóð
á árunum 1958—’61.
Um leið og Faxi býður Kristján lækni vel-
kominn til ábyrgðarmikilla starfa hér við
sjúkrahúsið, þakkar hann fráfarandi yfir-
lækni ágæt störf hans við stofnunina og ósk-
ar honum og fjölskyldu hans góðs famaðar.
H. Th. B.
Jólatrésskemmtanir
Kaupfélags Suðumesja og Kvenfélags
Keflavíkur vom með sama sniði um þessi
jól og verið hefir að undanfömu, en þessar
skemmtímir em orðnar fastir liðir í bæjar-
lífinu um hátíðamar og vel þegnar af img-
um sem öldnum.
„Litlu jólin".
Hin svokölluðu „Litlu jól“ voru að venju
haldin siðasta starfsdag bamaskólans í Kefla-
vík, eins og nú orðið tíðkast í skólum lands-
ins. Sá dagur er þá helgaður jólunum og
hinu langa, kærkomna jólaleyfi fagnað sam-
eiginlega af nemendum og kennumm með
smávægilegu skemmtanahaldi í skólastofun-
um, sem í þessu skyni hafa kvöldið áður
verið skreyttar og búnar undir þessa ánægju-
legu skemmtun, sem er að mestu undirbúin
af nemendunum sjálfum með aðstoð kenn-r
aranna.
74 útköll slökkviliðs Keflavíkur.
Útköll Slökkviliðs Keflavíkur voru á liðnu
ári 74 og eru þar með taldar nágrannabyggð-
imar því að Slökkvilið Keflavíkur þjónar
þeim einnig. Tveir alvarlegir eldsvoðar urðu
á árinu — er hluti af þakhæð Faxabrautar
27, sem er fjölbýlishús, brann og skemmdist
mikið, einnig íbúðarhús að Vallargötu 15.
Aðrir eldar vom minni og kom slökkviliðið
í veg fyrir útbreiðslu þeirra.
Margháttuð önnur þjónustustörf vom veitt
bæði við skip, ökutæki og aðrar öryggisráð-
stafanir. Slökkvilið Keflavíkur er sæmilega
búið tækjum og stendur til að auka tækja-
búnað á næstunni. Eldvamaeftirlit er nú
tekið til starfa í Keflavík. — hsj.
Nýtt safnaðarheimili Aðventista.
Söfnuður Aðventista í Keflavík og ná-
grenni vígði í desember s. 1. nýtt safnaðar-
heimili að Blikabraut 2 í Keflavík, en þar
hafa þeir um nokkurt skeið starfrækt smá-
barnaskóla fyrir 5—6 ára böm. Tók skól-
inn að þessu sinni til starfa þar 1. okt. s. 1.
og er kennt í 4 deildum. Nemendur munu
vera um 90 og eru í skólanum 1 klst. á degi
hverjum. Kennari er Elísabet Guðmunds-
dóttir.
Auk skólans reka aðventistar þar svo-
nefndan hvíldarskóla hvem laugardag kl. 10,
en kl. 11 sama dag er þar haldin guðsþjón-
usta. Söfnuðurinn mun telja um 30—35
manns og hefir forstöðumaður hans fram að
þessu verið Sigfús Hallgrímsson, en við hon-
um tekur nú Steinþór Þórðarson, sem er
lærður í prestaskóla aðventista.
oooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooo oooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooo
% í
KEFLVIKINGAR!
SUÐURNESJAMENN!
Réttingaverkstæði Grétars Sigurðssonar,
Hafnargötu 54 A,
vill benda á, að við tökum að
okkur að ryðverja bifreiðar,
jafnt nýjar sem gamlar, með
fullkomnum háþrýstitækjum.
Símar: 2540 og 2574
BAÐLYF fyrir hesta
fyrirliggjandi
APÓTEKI KEFLAVÍKUR
^OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOX OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO
10 — F A XI