Faxi - 01.09.1974, Page 5
GAMLIR ÞURRKKLEFAR ENDUR-
BÆTTIR MEÐ HREYFISPJÖLDUM
Yfirleitt hafa þurrkklefar verið
þarna af svipaðri gerð og hérna heima,
nema hvað dyr hafa verið í sitt hvor-
um endanum og grindur keyrðar inn
(stórar grindur á hjól'um) um annan
endann og út um hinn. Fyrir nokkrum
árum var venja að taka út' eina grinda-
röð úr klefaendanum, ýta öllum grind-
unum til í klefanum og setja nýja
grindaröð fremst í klefann á ca. 2 klst.
fresti (vaktarvinna). Fékk fiskurinn
þá ca. 12 klst. þurrk í hverri i'o'tu, en
um 6 þurrklotur þruft'i til að þurrka
niður í lagerþurran fisk (38-40%
raki).
Núna hafa þessir klefar verið endur-
bættir með hreyfispjöldum svipað og
hér heima, þannig að unnt er að við-
halda föstu loftrakast'igi (auk hitastýr-
ingar). Með þessu hefur verið unnt að
l'engja þurrklotur (án aukinnar skorpu
myndunar) upp í ca. 24 klst'. og fækka
þurrklotum um helming. Þetta er svip-
uð þróun og átt hefur sér stað hér-
lendis. Svona klefa sáum við hjá Roms
dals og hjá Jangaard.
Aftur á móti var kominn nýr Rau-
foss-klefi í Romsdals til' viðbótar, og
hjá Jens Grytt'en A/S var búið að
koma fyrir dýrum og flóknum kæliút-
búnaði í gamlan klefa — svokölluð
Kl'imat-þurrkun. Hugmyndin með þess
útbúnaði var að gera þeim fært að full
þurrka (7/8) fisk’inn í einni lotu á ca.
48 klst. Þetta hefur ekki reynzt vel
ennþá nema fyrir minni fisk, en þeir
búast við að lagfæra t'ækin n.k. apríl
og sjá þá t'il.
RAUFOSS-KLEFINN ÞYKIR DÝR —
SÉ MIÐAÐ VIÐ AFKÖST
Eins og fyrr segir, var kominn nýr
(ca. tveggja ára) Raufoss-klefi hjá
Romsdals, en þeir fengu líka fyrsta til-
raunaklefann til reynslu. Þetta er eini
Raufoss-klefinn í Álasundi (annar í
Kristjansund), ,og samkvæmt ál'iti ann
arra (þeir sjálfir voru óánægðir með
sinn klefa) er óvíst, að fleiri Raufoss-
klefar verði settir upp í Álasundi í
bráð — þeir (hr. Dahl hjá Grytten
o.fl.) báru því við, að þeim fyndist
klefinn full dýr miðað við afköst, of
margir hreyfihlutir væru í klefanum
og því hætta á miklum viðhaldskostn-
aði seinna og jafnvel framleiðslutöfuin
o.s.frv. Jafnframt' er minna um fisk í
ár og dregur það úr áhuga að l'eggja i
slíkar fjárfestingar. Aftur á móti sögðu
þeir okkur (Dahl o.fl.), að líklega yrðu
nokkrir Raufossklefar settir upp í N-
Noregi og væri það sérstaklega styrkt
af byggðasjóðum til að efl'a atvinnulíf
þar.
Hjá Romsdals voru þeir að skipta
um í Raufoss-klefanum. Var þetta all
bl'autur og vel saltaður milliþorskur á
bréttum. Tveir menn unnu við þetta og
t'ók verkið þá 4 klst. Um 5V2 tonn af
vel blautum fiski settu þeir í klefann
(að þeirra sögn), og tók það 25-30 klst.
að þurrka fiskinn á 7/8 þurrkstig.
Miðað við 4 innsetningar á viku (ekki
unnið þar á laugardögum og sunnu-
dögum) æt'tu vikuafköstin að vera um
16V2 tonn af 7/8 þurrum fiski og hlut'-
fallslega minna við meiri þurrk (lík-
lega ca. 10-11 tonn á viku fyrir Cura
Corrente fisk).
Ramsdals nota ennþá gamla þurrk-
klefann (útbúlnn sjálfsstýrisspjöldum)
á 2. hæð við að þurrka fisk í og eins
við þurrkun á stærri fiski. Er þá fisk-
urinn þurrkaður í 2-3 þurrklotum, sem
hver er 24 klst.
Vöskun og þurrkun kostar þá 70
aura (kr. 10.50) pr. kg að mati Sol-
bakks.
KÆLIKLEFAR PANELKLÆDDIR —
NORÐMENN Á UNDAN OKKUR
MEÐ KÆLINGUNA
í þessum st'öðvum, sem við heim-
sóttum, voru tveir stórir kæliklefar á
sitt hvorri hæð. Neðri klefarnir voru
fyrir aðkeýptan saltfisk, sem beið
þurrkunar og eins notaðir fyrir fisk í
saltstæðum (eigin sölt'un). Efri klef-
arnir voru notaðir fyrir fullverkaðan
fisk, oft niðurmetinn að hluta.
í klefunum voru notaðir vanalegir
kæliblásarar eins og hér heima. Hita-
stigið var um plús 4°C.
All'ir klefarnir voru að innan með
panelklæðningu á veggjum — mjög
smekklegur frágangur, sem varnar að
fiskur slái sig við útveggi. Stöðvarnar
hafa lengi verið með vélkælingu —
langt á undan okkur, enda mun heit-
ara þar á sumrin en hér. Efl'aust hafa
þessar kæligeymslur stuðlað að betri
geymsluþoii norsks þurrfisks í heitu
löndunum en okkar fiskur, því fiskur,
sem geymc\ur hefur verið sumarlangt
án kæl'ingar en sloppið við rauðu, get-
ur verið á mörkunum við að skemm-
ast, þegar hann er sendur út.
SVIPUÐ PÖKKUNARKERFI
ALLS STAÐAR
Pökkunarkerfin eða niðurstöður í
öllum þrem stöðvunum voru mjög lík,
Þau samanstanda af upphækkaðri vigt,
rúllubrautum, færibandi (24” breitt
og 7-10 m langt), plastborðabinditækj-
um (loftknúnum), l'okunarpressu á
pappakassa og pokafyllingartæki.
Pakkað er aðallega í pappakassa eins
og hér heima, eins eitthvað í trékassa
(fer minnkandi) og svo í strigapoka,
sem eru pappafóðraðir (vélsaumaðir í
stöðvunum).
Allar pökkunaraðstöður voru fast
staðsettar í ákveðnum pökkunarsal
næst kæligeymslum undir þurrfisk, en
ekki á hreyfingu um húsin, e'ins og
oft er hátturinn hér.
Við pökkun var fiskurinn fyrst met-
inn á borði hjá vigtinni (framkvæmt
af verkstjóra undir eftirliti ríkismats-
manns eins og í Kanada) og síðan sett-
ur á vigt'ina. Ef pakkað var í kassa, var
fiskinum ýtt út á rúllubrau'tina og sett-
ur í kassana á hliðarbraut, en rennt
síðan út á færiband, sem flutt'i pappa-
kassana að sjálfvirkri l'okunarpressu
(loftknúinni). Þar er lokinu ýt't niður,
og um leið eru kassarnir heftir á hlið-
unum og endunum (tvennt í einu)
með sjálfvirkri heftivél. Kössunum er
raðað á bretti (80x120 cm) og bundið
yfir með plastborðum með l'oftknúnu
handtæki.
Þegar pakkað er í striga, er rásin
önnur. Hjá Jens Grytten var verið að
pakka sérpakningu í striga. Af vigt-
'inni fór fiskurinn á hliðarbraut, þar
sem tvöfaldur pappi var vafinn utan
um hann — pappinn festur með lím-
bandi — strekkt yfir með plastræmu
(2) — strigi saumaður yfir og síðan
mjór vír strekktur á tveim stöðum yfir
með einföldum strekkjara. Þetta var
allt all seinlegt.
Á öðrum stað hafði fiskurinn farið af
vigtinni í gegnum sjálfvirka plast-
borðabndivél (svipuð og í frástihúsum
hér), og síðan saumaður strigi yfir.
Eins voru þarna pakkar, þar sem plast
borðarnir voru yfir pakkann, en ekki
yfir fiskinn.
EKKI ÓSVIPAÐ OG
JÓLATRÉSPÖKKUN HJÁ ALASKA
Á hinum stöðvunum var pakkað í
pappafóðraða strigapoka. Að vísu sáum
við þetta ekki í framkvæmd (fengum
sýnishornapoka) — hjá Jangaard sáum
við hálfsmíðað pokafyll'ingatæki (hver
stöð smíðar sjálf eigin tæki), og hjá
Romsdals voru þau í útláni. Þó feng-
um við greinargóða lýsingu á þessu
hjá Romsdals Þar er fiskurinn vigtað-
ur á sérsmíðaða álgrind með tveimur
raufum. Grindinni með fiskinum er
rennt af vigtinni á rúllubraut, þar sem
plast'ræmum er smokkað í gegnum
F A X I — 49’
t