Faxi - 01.09.1974, Síða 8
BINDINDISHREYFINGIN Á ÍSLANDI 90 ÁRA:
Baráttunni við Bakkus
verður haldið áfram
Eitt stærsta vandamál, sem við er að
etja hjá okkur íslendingum, er áfeng-
isvandamálið, sem virðist heldur fara
vaxandi í seinni 'tíð, með auknu pen-
ingaflóði. Mörg samtök hafa verið
mynduð á íslandi gegn Bakkusi, þessum
háskalega bölvaldi, sem lagt hefur líf
fjölda manna í rúst, sundrað heimil-
um, valdið slysum og dauða.
Elzt þeirra samtaka sem vinna gegn
áfengisbölinu, er Góðtemplarareglan á
íslandi, en hún hefur nú starfað í 90
ár, oft af miklum krafti, og látið mikið
að sér kveða og haft sterk áhrif í þá
átt að sporna gegn áfengisneyzlu. Um
sinn hefur þó fremur lítið borið á
Reglunni, en þó eru það nokkrir, sem
ekki láta deigan síga, og enn starfa
stúkur hér á Suðurnesjum, þótt fá-
mennar séu, og halda sína fundi.
Fyrir nokkru var haldinn sameigin-
legur fundur stúknanna Framfarar í
Garði og Víkur í Keflavík, og voru þar
mættir átta úr framkvæmdanefnd
Stórstúku íslands. Æðsti templar Vík-
ur, Jón Tómasson, stýrði fundi með
myndarbrag, eins og hans var von og
vísa. Til máls tóku á fundinum, þeir
Stefán Halldórsson, æðsti templar
Danielshers í Hafnarfirði, Kristinn Vil-
hjálmsson, þingtemplar, Reykjavík,
frú Sigrún Oddsdóttir, gæzlumaður
barnastúkunnar í Garði, og Ólafur Þ.
Kristjánsson, stórtemplar, og er ræða
hans birt hér' á eftir í heild.
Þá afhenti Jón Tómasson stúkunni
Framför forkunnarfagran kertastjaka
að gjöf, frá stúkunni Vík, með þeim
orðum, að þau ljós, sem á honum log-
uðu, mættu lýsa Framför í starfi á
ókomnum árum.
Var ýmislegt til skemmtunar á fund-
inum, leikþáttur, fluttur af þeim Gísla
Eiríkssyni og Sigurði Magnússyni,
telpnakór söng undir stjórn Siguróla
Geirssonar, Gísli Eiríksson söng ein-
söng, Ásta Magnúsdóttir las ljóð, og
Hilmar Jónsson flutti frumorta drápu,
og að lokum voru kaffiveitingar ásamt
kökum og tertum.
Framtíð Reglunnar
byggist á
nýjum mönnum
Ræða
Ólafs Þ. Kristjónssonar
„Við höfum farið um landið og verið
með félagsmönnum Reglunnar, tekið
þátt í störfum þeirra og verið þar við-
staddir. Við höfum haft af þessu hina
mest ánægju og ekki hvað minnsta
þegar þannig hefur staðið á, að nýir
félagar hafa bætzt í hópinn. Ég vil
flýtja ykkur öllum, sem hér eruð,
þakkir frá Stórstúku íslands. Ég vil
um leið þakka ykkur, stúkunum báð-
um og einstökum félagsmönnum, fyrir
það starf, sem þið hafið innt af hendi
og eruð að inna af höndum. Eins og
kunnugt er, þá eru í vetur liðin 90
ár frá því að fyrsta Góðtemplarastúk-
an var stofnuð á íslandi, stúkan ísa-
fold á Akureyri, og þess var minnzt
mjög myndarlega norður á kureyri,
einmitt snemma í janúar, en hún var
stofnuð 10. janúar, ef ég man rétt.
Ég hef spurt að því og svarað því
raunar sjálfur, á nokkrum fundum
undanfarið, hver ástæðan muni vera
til þess, að Reglan skuli hafa lifað
svona lengi í landinu sem raun ber
vitni, og starfað að vísu með mismun-
andi miklu lífi, misjafnlega miklum
kröftum og misjafnlega miklum ár-
angri, en hún hefur starfað samfelytt
nú í full 90 ár. Og ég fæ ekki betur
séð en að ástæðurnar séu einkum tvær,
og önnur ástæðan er sú, að 90 ár er
langur tími og það liggur í augum uppi
að enginn maður endist til þess að
starfa í félagsskap í 90 ár. Æfi mann-
anna og starískröftum eru sett knapp-
ari takmörk, heldur en það, enda er
enginn af þeim mönnum sem þátt tóku
í stúkustarfinu hér á landi fyrstu árin,
enginn þeirra manna er nú á lífi.
Ólafur Þ. Kristjánsson
En þar sem er orsökin til þess, að
Reglan hefur lifað og Reglan hefur
getað starfað er það, að hún hefur
alltaf fengið nýja menn í staðinn fyrir
þá, sem hafa horfið í burtu, og svo er
enn. Framtíð Reglunnar er komin und-
ir því að hún fái alltaf nýja menn,
ekki aðeins til að fylla í skörðin, sem
verða af óhjákvæmilegum ástæðum,
heldur líka til þess að fjölga liðinu.
Þess er mikil þörf. Og sumir af þess-
um mönnum sem í Regluna hafa gengið
á undanförnum árum, þeir hafa raunar
ekki starfað þar lengi, en þeir eru
líka margir, sem hafa starfað svo ára-
tugum skiptir, verið að vísu mismun-
andi áhugamiklir starfsmenn, en verið
með í starfinu þennan langa tíma. Og
það er einmitt þétta, að alltaf bætast
við nýir og nýir menn í hópinn, til að
taka upp störfin, starfa með þeim sem
fyrir eru, og taka síðan við störfunum
á sínum tíma og verða forystumenn í
liðinu. Það er einmitt þetta, sem Regl-
an á að þakka því, að hún hefur starf-
að í 90 ár og starfar enn. Framtíð
hennar er komin einmitt undir því að
þessir menn bætist alltaf í hópinn og
taki við störfum og sjái um vöxt og
velgengni Reglunnar.
Hitt atriðið er það, að Reglan hefur
verið og er enn, hugsjónafélag, sem
52 — F A X I