Faxi - 01.09.1974, Page 12
V egurinn
Þegar Maríanna kom heim frá skól
anum seinni hluta dagsins, var móðir
hennar grátandi. Yngri systkini henn-
ar voru úti og allt var hljótt á heimil-
inu.
— Hvað er að, mamma? spurði
Maríanna og lagði skólatöskuna sína
á stól.
— Frú Andersson kom hingað og
sagði mér allt .... Hún sagði að
. . . . Jæja, þú veizt það bezt sjálf,
Maríanna.
Maríanna skildi ekki upp né niður.
Hún byrjaði að naga á sér neglurnar,
eins og hún gerði alltaf, þegar hún
var í vandræðum. Því næst leit hún
spyrjandi á móður sína.
— Frú Andersson sagði, að þú
hefðir verið þátttakandi í því að taka
peninga frá henni sem lágu í pen-
ingakassanum hennar, og áttu að
fara í matarkaup.
Maríanna hreint og beint stirðnaði
í öllum líkamanum. Hún minntist
þess ekki, að hafa nokkru sinni tekið
það sem hún átti ekki. Jú, einu sinni
tók hún köku, þegar hún var lítil. En
þá var hún óviti. Nú mundi hún ekki
láta sér til hugar koma að taka nokk-
urn hlut án þess að spyrja fyrst um
leyfi.
— Trúir þú þessu raunverulega,
mamma? Getur þú álitið slíkt um
mig?
— Nei, innst inni get ég það ekki.
Ég skýrði það fyrir frú Andersson, að
þetta hlyti allt að vera misskilningur.
En þá sagði hún, að Nanna hefði sagt,
að þú hefðir verið svo áköf í að fá
nokkrar krónur lánaðar.
— Mamma, ég ætla að fara og
tala við Nönnu. Það er útilokað að
LITLI LESANDINN UMSJÓN: Á. M.
hún skrökvi að mér, þegar ég stend
andspænis henni.
Maríanna fór heim til Nönnu, sem
var nú ekki ein. Frú Andersson lét þær
ekki í friði. Það var erfitt að koma
beint að efninu. Það hefði verið langt
um auðveldara, ef þær hefðu fengið
að vera tvær einar.
— Ég er komin hingað til að tala
um, að ég hef verið ásökuð að ástæðu
lausu, sagði Maríanna. Þið vitið að
við Nanna erum aldrei saman, og
til lífsins
þess vegna hef ég aldrei stigið fæti
mínum hingað fyrr .... Mamma
sagði mér, að Nanna héldi því fram,
að ég hefði tekið peninga. Það hef ég
aldrei gert.
— Nú, hverju svarar þú til þess,
Nanna? spurði frú Andersson.
Nanna steinþagði. Það var auðséð
á henni, að hún fór ákaflega hjá sér
undir þessum kringumstæðum.
Má ég tala einsömul við Nönnu svo
litla stund? spurði Maríanna.
— Gerðu svo vel, sagði frú Anders
son stuttaralega.
— Hvers vegna skrökvaðir þú á
mig? spurði Maríanna, þegar þær
voru seztar niður inni í herbergi
Nönnu.
— Vegna þess að ég áleit, að það
mundi ekki ganga svona mikið á. Það
voru aðeins tvær krónur sem mig vant
aði, þegar ég ætlaði að kaupa mér
bók til að líma myndir í. Undireins og
ég var búin að kaupa bókina tók
mamma eftir því, að það vantaði pen
inga í kassann hennar. Þá varð ég
hrædd og sagði, að þú hefðir viljað
að við tækjum peningana.
— En nú verður þú að vera góða
stúlkan, og segja mömmu þinni hvern
ig í öllu liggur. Ég vil ekki halda á-
fram að vera ásökuð fyrir það, sem
ég hef alls ekki gert. Nanna, hugsaðu
þér, ef um stærri peningaupphæð
hefði verið að ræða, og þú hefðir
skrökvað þér til afsökunar, þá hefði
getað farið svo illa, að saklaus hefði
orðið að líða hegningu.
—Já, ég skal segja eins og er. Því
lofa ég.
— Þá ætla ég að hlusta á, Nanna.
Skilur þú það sem þú hefur gert? Ein
lygi fæðir af sér aðra lygi.
Nanna sagði mömmu sinni allan
sannleikann og sýknaði Maríönnu
fullkomlega af hvers konar þátttöku í
máli þessu.
Þegar Maríanna kom heim, féll
hún í fang móður sinnar og grét. Þær
byrjuðu siðan að biðja fyrir Nönnu,
að hún færi aldrei inn á þá braut sem
leiðir til eyðileggingar og glötunar.
Þær báðu til Jesú, að hann vildi í náð
gefa Nönnu sýn inn í það, að sann-
leikurinn leiðir til lífsins.
KROSSGÁTA NR. 4
Lárétt: 1. Árstíðirnar 6. Næringu 7.
Kalt góðgæti 8. Kall 9. Skel 11. Leik-
fang 13. Forfaðir 14. Fimmtán 16.
Varg 17. Trappa
Lóðrétt: 1. Ofankoma 2. Forsetning
3. Rola 4. Tveir eins 5. Garðávöxtur
9. Ryk 10. Ekki frá 11. Farkostur 12.
Á blómi (þágufall) 13. Hún 15. Fimm
þúsund.
Bretar iðnir við
bjórinn
Atvinnuleysi verkföll og orkuskortur
viðast síður en svo draga úr bjórþambi
Breta. Fyrstu 10 mánuði árs'ins sem
leið, hafði bjórsalan augizt um 5,8%
frá árinu áður.
Drykkjuskapur unglinga hefur færzt
í aukana, og afbrotum fjölgar þá einn-
'ig. Slik afbrot' unglinga innan 18 ára
hafa tvöfaldazt á sjö árum.
56 — F A X I