Faxi - 01.08.1977, Blaðsíða 3
verið handsamaöir og færðir til heng-
ingar í Gálgaklettum.
Lengra austur eftir Sakganum
koma svo Húsafell í grennd viö býlið
að Hrauni, þá Fiskidalsfjall, Fagra-
dalsfjall og Festi eða Festarfjall. Festi
er fyrir botni Hraunsvíkur. Þar þykir
skemmtilegt útivistarsvæði undir fjall-
inu á Hraunssandi við sjó fram. Ekki
er þó þessi staður með öllu hættulaus
vegna grjóthruns úr fjallinu og engan
veginn er hættulaust að fara þar í
sjóinn vegna strauma, sem liggja fram
með ströndinni, og hafa gert færustu
sundmönnum örðugt aö ná landi aft-
ur.
Býlið Hraun er austan við Þor-
kötlustaðahverfið, en austasti bærin
er ísólfsskáli og er yfir Hálsa að fara
þangað. Austan við ísólfsskála eru
fjöllin Slaga og Skála-Mælifell og enn
austar er svo Krísuvíkur-Mælifell, en
austast er Geitahlíð með Æsubúðir
efst á tindi.
Skammt austan við ísólfsskála eru
Selatangar. Þaðan var útræði frá Skál-
holti á fyrri tíð, og enn má sjá þar
ummerki og tóftabrot, er minna á
frumstæðan aðbúnað sjómanna í ver-
búðum þeirra tíma.
JÁRNGERÐUR OG ÞÓRKATLA
Grindavík hefur frá fornu fari verið
skipt í þrjú hverfi, þ.e. Staðarhverfi
vestast, þá kemur Járngerðarstaða-
hverfi og austast Þorkötlustaðahverfi,
en auk hverfanna þriggja voru svo
einstaka bæir svo sem Hóp — þar
sem nú er höfnin — lífæð byggðar-
innar —, Hraun og ísólfsskáli og áður
fyrr byggðarhverfi í Krísuvík. — í
Krísuvík er risinn myndarlegur skóli,
sem sveitarfélögin í Reykjanesum-
dæmi, —SASÍR — hafa barist fyrir
íiö koma á fót, en kennsla er rétt
óhafin.
Það er athyglisvert við nöfn hverf-
anna, Járngerðarstaðahverfi og Þor-
kötlustaðahverfi, að svo virðist sem
>,rauðsokkur“ þeirra tíma hafi látið
nnikið til sín taka í Grindavík. Ekki
greinir þó sagan frá jafnréttisbaráttu
kvennanna þar, en víst má telja að
Lonur þessar, Járngerður og Þorkatla,
hafi veriö hnir mestu skörungar og
stórbrotnar að allri gerð. Þær sátu
háðar jarðirnar, sem einnig bera
þeirra nöfn. Báðar munu þær hafa átt
útvegsbændur og framsækna fiski-
menn, en gifta þeirra fylgdist ekki að.
Járngerður missti bónda sinn í sjóinn
á Járngerðarstaðasundi. Segja munn-
mæli að þá hafi Járngerður orðið
myrk í skapi, og kveðiö svo á, að 20
skip skuli farast á Járngerðarstaða-
sundi. Telja fróðir menn að þeirri tölu
sé náð. Af Þorkötlu er aftur það að
segja, að hún hafi látið svo ummælt,
að aldrei skyldi skip farast á Þorkötlu-
staðasundi, ef rétt væri farið og for-
mann brysti ekki dáð og dug, og þykir
það hafa farið eftir.
OFT VAR TEFLT
Á TÆPASTA VAÐ
Landnámsmennirnir komu til ís-
lands á opnum skipum. Molda-
Gnúpur og synir hans stunduðu sjó-
inn á opnum skipum að sjálfsögðu, og
Grindvíkingar hafa löngum háð sína
hörðu lífsbaráttu á opnum skipum —
fyrst og fremst áraskipum — fram yfir
árið 1926 og þar næst á opnum vél-
bátum, „trillum,“ allt þar til að hafn-
arskilyrði sköpuðust í Hópinu fyrir
stærri skip og báta, svo að sambæri-
legt er orðið við hvaða verstöð sem er
á landinu.
Þeir einir, sem muna tímana tvenna
og þær stórkostlegu breytingar, sem
hafa orðið á aðstöðu allri til sjósóknar
og fiskveiða í Grindavík síðustu 50
árin, hljóta að undrast það nú, að það
skuli hafa verið mögulegt að stunda
róðra á þessum litlu fleytum og bjóða
þeim það sem þeim var boðið og ekki
síður eftir að „trillurnar“ komu til
rclur (iiiAnuirtdsson, fyrsti barnakcnnHrinn i
Grindavík.
sögunnar. Þeir sóttu sjóinn fast, og
tefldu oft á tæpasa vað. Lendingin var
oft erfið og áhættusöm þegar komið
var upp að Járngerðarstaðasundi og
þurfti að liggja til laga eins og það var
kallað. Þeir sem í landi voru, og
fylgdust með þegar lagið var tekið,
biöu í ofvæni og eftirvæntingu úrslit-
anna um það, hvort mætti sín meira,
mannlegur máttur ræðaranna, eða
hrammur holskeflunnar. Oftast tókst
þetta vel, og formennirnir lærðu að
finna rétta lagið — nákvæmlega rétta
augnablikið — þegar lagt var á sundið
í tvísýnu. Oft skall hurð nærri hælum
og slysin urðu ekki umflúin, eins og
hún Járngerður, og svo ótal margir
fleiri hafa orðið að horfa upp á og
þola. — ^ ^
ÁFRAMNUÍ
HERRANS NAFNI
En nú er allt orðið gjörbreytt til
hins betra. Hætturnar leynast að vísu
alls staðar, bæöi á sjó og landi. —
Bátastærðin, öryggistækin og höfnin,
allt ber það vott um þá stórkostlegu
byltingu, sem átt hefur sér stað í
þróun og vexti staðarins. —
Þegar þróunin verður skyndilega
ör, vill það stundum gleymast ð halda
til haga ýmsum fróðleik varðandi at-
vinnusöguna og líf fólksins á viðkom-
andi stað. Hvert tímabil á sína sögu.
Ef við hugsum til þess að fram til
ársins 1926 er svo til eingöngu róið á
árabátum, þá er líklegt að ýmsir siðir
og venjur, áhöld og tæki, sem þá voru
notuð, séu nú lítt þekkt eða með öllu
ókunn þeirri kynslóð, sem nú er að
alast upp í landinu.
Oddur V. Gíflason.
FAXI — 3