Faxi - 01.08.1977, Side 9
Þriðja röð f.v. (15) Júlíus Petersen,
kennari. Bjó í Petersenhúsinu, sem nú
er horfið, en það hús stóð skammt
sunnan við Klapparstíg 3 og 5. Kona
hans var Guðfinna Petersen, og börn
þeirra: Jakobína Matthíesen, Hafnar-
firði, Ólafur Petersen, skipstjóri,
Reykjavík, Sigurjón Petersen, dáinn
og Huida búsett í Bandaríkjunum.
(16) Ingveldur Ólafsdóttir, Ásbjörns-
sonar, systir Unnar, listakonu og Ás-
bjarnar Ólafssonar, kaupmanns. (17)
Guðlaug Pálsdóttir, systir Jóns G.
Pálssonar, útgerðarm. og skipstjóra í
Kvík. Sonur hans er Páll Jónsson,
sparisjóðsstjóri í Keflav. (18) Sigur-
borg Sigurðardóttir, kona Hannesar
Jónssonar, systir Sigurðar Sigurðsson-
ar, vélstjóra, Austurgötu 19, Kvík.
(19) Ögmundína Ögmundsdóttir, syst-
ir Ólafíu á Borg, Ytri-Njarðvík, og
voru þær tvíburar. (20) Guðrún Sig-
urðardóttir, systir Guðmundar (nr. 6
hér að framan) (21) Guðrún Þorvarð-
ardóttir, systir Arinbjörns Þorvarðar-
sonar sundkennara í Keflavík, kona
Árna Vilhjálmssonar, inóðir þeirra
bærðra Vilhjálms og Tómasar Árna-
sona, lögfr. (22) Halldóra Ólafsdóttir,
Ásbjörnssonar frá Kotvogi, nú í
Reykjavík. (23) Jóhann Ólafsson, son-
ur Ólafs Jónssonar pósts í Keflavík og
konu hans Karítasar. Kona Jóhanns
var Soffía Beck. Dóttir þeirra Kristín,
býr í Bandaríkjunum. (24) Kristófer
Eggertsson, skipstjóri, bróðir Guðrún-
ar (nr. 2 hér að framan) (25) Elías
Þorsteinsson, útgerðarmaður og fram-
kvæmdastj. Hraðfrystihússins Jökuls
hér í Keflavík. Hann er dáinn.
Fjórða röð f.v. (26) Jón Eyjólfsson,
skipstj. og útgerðarm. í Keflavík.
Hann er nú látinn fyrir nokkrum
árum. Kona hans Guðfinna býr enn í
húsi þeirra að Túngötu 10, Keflavík.
Synir þeirra eru: Benedikt, framkvstj.
Hraðfrystihúss Keflavíkur h/f, Eyjólf-
ur kennari við Gagnfræðaskólann í
Keflavík og Kristján, kennari við
barnask. í Keflavík. (27) Ólafur
Eyjólfsson, bróðir Guðjóns Eyjólfs-
sonar. Sonur Guðjóns er Eyjólfur Þ.,
Austurbraut 5, Kvík, sem kenndur var
við Stuðlaberg. (28) Helgi Guð-
mundsson, frá Nesjum á Miðnesi. Var
um tíma kaupmaður í Keflavík, og
verzlaði í húsinu að Klapparstíg 5.
(29) Guðríður Einarsdóttir, kona
Eyjólfs kaupmanns Bjarnasonar í
Keflavík. Þau eru bæði látin. (30)
Rósa Guðmundsdóttir, átti heima hjá
Ivari skósmið Ásgrímssyni. (31) Guð-
laug I. Guðjónsdóttir, Framnesi,
kennari í Keflavík. Hún er nýlátin.
(32) Kristín Grímsdóttir, dóttir Gríms
Hérónýmussonar. (33) Guðrún Teits-
dóttir, dóttir Teits Þorsteinssonar og
Vilborgar konu hans, systir Mörtu,
ekkju Alberts Ólafssonar, skipstj. í
Keflavík. (34) Jónína Guðjónsdóttir,
Framnesi, kennari í Keflavík.
RG
Kvennakór Suðurnesja.
Kvennakór Suðurnesja var með sína
vortónleika í Keflavík 17. og 18. maí
s.I. í Félagsbíói.
Söngskráin var fjölbreytt og vönd-
uð, fyrri hluti eftir íslenska höfunda en
síðari hluti eftir erlenda höfunda, að
verulegum hluta raddsett eftir söng-
stjórann Herbert H. Ágústsson. Her-
bert er kröfuharður og góður stjóm-
andi, enda nær hann góðum árangri.
Hann hefur stjómað kórnum frá stofn-
un hans, þekkir vel raddirnar og getu
þeirra og veit hvað má bjóða þeim.
Hann stillir gjarna inn hljóðfæmm og
fær með því aukna breidd og fyllingu
og kannski meiri sveigjanleika.
Auk kórsins sungu þær í kvartett
Hlíf Káradóttir, Jóhanna Kristinsdótt-
ir, Lára Yngvadóttir og Elsa Kjartans-
dóttir.
Við píanóið var Ragnheiður Skúla-
dóttir, slagverk Oddur Bjömsson,
kontrabassi Eugen Pravda, harmoníka
Hrönn Sigmundsdóttir og gítar Sigríð-
ur Þorsteinsdóttir.
Ég man ekki eftir að hafa heyrt
kórinn betri og var þetta hin ágætasta
skemmtan. Kórinn hyggur á Kanada-
ferð í sumar og eru þar fyrirhugaðir
hljómleikar á nokkmm stöðum. Það er
ósk mín og von að þeim megi takast
jafn glæsilega upp hjá hljómfróðum
Vestur-íslendingum þá verða þær sér
og Suðurncsjum til sóma.
Góða ferð Kvennakór Suðurnesja.
Jón Tómasson
Suðurnesjabúar
Sölulúgan er opin öll kvöld til kl.
11:30. Laugardag og sunnudag kl. 10
f.h. — 11:30 e.h.
Ath! Allar vörur í kvöld- og helgarsölu
á vörumarkaðsverði.
Víkurbær
vörumarkaður
FAXI — 9