Faxi - 01.08.1977, Blaðsíða 2
GRINDAVÍK
Svavar Árnason
LANDKOSTIR RÝRIR
EN STUTT Á FENG-
SÆL FISKIMIÐ
Alþingi veitti Grindavík kaupstaðar-
réttindi með lögum nr. 18, 10. apríl
1974. Grindavíkurkaupstaður er því
með allra yngstu kaupstöðum lands-
ins. Saga hans er að vonum ærið stutt
og naumast annálsverð enn sem komið
er, en Grindavíkurhreppur, sem er
eðlilegur undanfari kaupstaðarins, á
sér aftur á móti langa og að ýmsu leyti
merka sögu, sem rekja má allt til
landnámsaldar. Þess er þó enginn
kostur að rekja þá sögu í stuttu máli,
aðeins skal lauslega minnst á minnis-
verða atburði og þá ekki síður þá
atburði, sem minni eftirtekt hafa vakið
í gegnum tíðina.
Um það hvernig Grindavík byggð-
ist segir svo frá í Landnámabók:
„Maður hét Hrólfur höggvandi. Hann
bjó á Norðmæri, þar hét Moldatún.
Hans synir voru þeir Vémundur og
Molda-Gnúpur. Þeir voru vigamenn
miklir og járnsmiðir. Vémundur kvað
þetta, er hann var í smiðju:
Ek bar einn
af ellifu
banaorð.
Blástu meir.
Gnúpur fór til íslands fyrir víga
sakir þeirra bræðra og nam land milli
Kúðafljóts og Eyjarár og Álftaver allt.
Þar var þá vatn mikið og álftveiðar á.
Molda-Gnúpur seldi mörgum
mönnum af landnámi sínu, og gerðist
þar fjölbyggt, áður jarðeldur rann þar
ofan, en þá flýðu þeir vestur til
Höfðabrekku og gerðu þar tjaldbúðir,
er heitir á Tjaldavelli. En Vémundur,
sonur Sigmundar kleykis, leyfði þeim
eigi þar vist. Þá fóru þeir í Hrossagarð
og gerðu þar skála og sátu þar um
veturinn, og gerðist þar ófriður með
þeim og vígfar. En um vorið eftir fóru
þeir Molda-Gnúpur vestur í Grinda-
vík og staðfestist þar. Þeir höfðu fátt
kvikfjár. Þeir voru þá fulltíða synir
Molda-Gnúps, Björn og Gnúpur,
Þorsteinn hrungnir og Þórðu
leggjaldi.
HRAUSTIR MENN OG
VÍGREIFIR VÍKINGAR
Björn dreymdi um nótt, að bergbúi
kæmi að honum og bauð að gera
félag við hann, hann þóttist játa því.
Eftir það kom hafur til geita hans, og
tímkaðist þá svo skjótt fé hans, að
hann varð skjótt vellauðugur. Síðan
var hann Hafur-Björn kallaður. Það
sáu ófreskir menn, að landvættir
fylgdu Hafur-Birni til þings, en þeim
Þorsteini og Þórði til veiða og fiskjar.
Af þessari lýsingu er bersýnilegt, að
þeir sem námu land í Grindavík voru
hraustir menn og vígreifir víkingar,
sem létu sér ekki allt fyrir brjósti
brenna svo sem kviðlingur Vémundar
ber vott um. Það er víst að Land-
námsmennirnir hafa frá upphafi
byggðar í Grindavík stundað jöfnum
höndum landbúnað og fiskveiðar og
farnast vel, enda til þess notið full-
tingis landvættanna eftir því sem sag-
an segir.
Landafræðin kenndi okkur að
Grindavík væri lítið og afskekkt sjáv-
arþorp á sunnanverðum Reykjanes-
skaganum, umkringt hraunum og
langt frá öðrum byggðum. Landkostir
rýrir en stutt á fangsæl fiskimið. Út-
hafsaldan, ferleg og há, komin um
óravegu sunnan úr höfum, brotnar
hér viö ströndina með háreisti og gný.
Af því leiðir að Grindavík hefur
ávallt verið talin brimveiðistöð.
SKIPSTRÖND OG
BJÖRGUNARAFREK
Strandlengjan fyrir landi Grinda-
víkur nær frá Valahnúk á Reykjanesi,
eða nánar tiltekið frá miðri Vala-
hnúkamöl og austur að Seljabót, en
þar tekur við Selvogur í Árnessýslu.
— Á þessari strönd hefur mörg harm-
sagan gerst. Guðstéinn Einarsson
hreppstjóri hefur í ágætri grein í bók-
inni Frá Suðurnesjum, skráð örnefnin
og um leið fléttað inn í frásögnina
viðburðaríkum atburðum af skips-
ströndum og björgunarafrekum, sem
unnin hafa verið á þessari strand-
lengju, sem hann telur vera um 70 til
80 km. langa.
Fjallahringur upp til landsins um-
lykur Grindavík og gefur henni hlý-
legt svipmót. Fjöllin eru fremur lág,
en Þorbjörn er þeirra nálægastur
byggðinni og nýtur mestrar virðingar
innfæddra Grindvíkinga, þótt hann sé
ekki nema 243 metrar á hæð. Þar
skammt frá er Hagafell með Gálga-
klettum og síðan kemur Svartsengi,
sem nú er þekkt vegna háhitans, sem
er á því svæði, og nú er virkjaður af
Hitaveitu Suðurnesja í þágu íbúa á
Suðurnesjum.
ÚTILEGUMENN HENGDIR
í GÁLGAKLETTUM
Þar sem fjallið Þorbjörn rís upp úr
hraunflákanum í allri sinni tign með
klofinn toppin og myndar gjá, sem
heitir Þjófagjá, þar eiga útilegumenn
endur fyrir löngu að hafa átt skjól.
Þjóðsagan segir að þeir hafi um síðir
FAXI — 2