Faxi

Årgang

Faxi - 01.12.1980, Side 3

Faxi - 01.12.1980, Side 3
 Séra Þorvaldur Karl Helgason: Þegar jólin koma Ég veit ekki hvenær þú lest þessa jóla- hugvekju, nokkru fyrir jólin, um leið og blaðið kemur út, eða kannski einhvern tim- ann eftir jólin. Við vitum að á dagatalinu er 25. desember jóladagur og að aðfangadags- kvöld jóla hefst kl. 6 24. des., þegar kirkju- klukkur um land allt hringja jólin inn. Til er gönul saga um það að á jólanóttina taki kirkjuklukkur, sem einhvert sinn var sökkt á haf út, að hringja. Víst er að i hjarta okkar er að finna strengi sem taka að hljóma á helgri hátið, en mikilsvert er fyrir sálarheill að þeir tónar deyi ekki út er hátiðin er liðin. Þvi má segja að jólin séu óháð dagatalinu og sá friður og fögnuður sem þau flytja okkur er ekki bundinn við jólahátiðina eina, heldur er hann að finna í hvert sinn sem sá boðskapur nær tökum á hug okkar og hjarta. Hin raun- verulegu jól eru ekki komin, þegar visarnir á klukkunni þinni sýna tiltekna stund á að- fangadag, heldur þegar þú veitir viðtöku í trú og von þeirri fregn að Guð sé til þin kominn. Það er boðskapur jólanna. Jólin eru haldin hátiðleg um heim allan þar sem kirkju Krists er að finna og hór á landi eru eflaust fáir sem ekki verða varir við ýmislegt sem fylgir þeim, og á litið skylt við innihald og tilgang jólanna. Þau boða okkur það sem ekki verður keypt eða búið til með manna höndum með tækni, visku eða vis- indum. Umstang og rót bæði á heimilunum og i þjóðfólaginu öllu kann að varpa skugga á komu jólanna, sem eru i eðli sinu hljóðlát og þarfnast ekki ytri skrautbúnings, en svo virðist sem fáir heyri ef ekki erhrópað og fáir sjái ef ekki er fagurlega skreytt. Jólin eru vegna fæðingar barns og gagn- vart þeim fréttum þarf ekkert nema augu og eyru sem sjá og trúa að hérsó Guð að finna. Jólin snúast ekki um dauða hluti heldur nýfætt barn. Þegar við horfum á hvitvoðung, sem á allt sitt undir þeim sem annast hann, þá á fæðing Jesú Krists i jötu að boða okkur þann sannleika að við eigum föður á himn- um, sem hlúir að okkur, verndar og blessar með gjöfum hins daglega lífs og með Jesú verður hann okkur nær en nokkru sinni. Við erum börn Guðs og eigum honum líf okkar og heilsu aðþakka, og jólin opinberaokkur að Guð er kominn i þennan heim vegna þeirrar elsku sem hann ber til okkar. Jesús er kom- inn til að gista á hverju heimili um tima og ei- lífð. Okkar er að bjóða honum til sætis hjá okkur. Það getum við hvenær sem er og þurfum ekki sórstakan dag tilþess, en efjólin á dagatalinu verða til þess að við tökum Guð með okkur á ferð okkar um lifið og dauðann, þá er það gott og gleðilegt, og þá eru jólin komin. Guð gefi að þú eignist þá jólagjöf og getir glaðst yfir henni nú og endranær. Þá verða jólin þór hátið og þú eignast gleðileg jól. GLEÐILEG JÓL. FAXI - 167
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.