Faxi

Volume

Faxi - 01.12.1980, Page 15

Faxi - 01.12.1980, Page 15
Jón Eysteinsson: Nýja lögreglustöðin tekin í notkun Ég hefi verið beðinn að ritaör- fáar línur í afmælisrit Faxa. Ég vil því nota tækifæri þetta til að óska blaðinu til hamingju með þessi tímamót, en blað sem Faxi er menningarieg nauðsyn hverju byggðarlagi. Nú fyrir skömmu var tekin í notkun ný lögreglustöð í Kefla- vík, og langar mig í örstuttu máli að lýsa aðdraganda byggingar þeirrar svo og framkvæmdum að einhverju leyti. Samkvæmt bréfum, sem ég hefi fundiö hér njá embættinu varðandi lög- reglustöð ÍKeflavíkþáerfyrstað telja bréf dags. 5. janúar 1973frá Helga S. Jónssyni heilbrigðis- fulltrúa í Keflavík. Segir þar m.a. að fram hafi farið skoðun á lög- reglustöðinni í Keflavík 4. jan. 1973. Eru í bréfinu gerðar ýmsar athugasemdir varðandi hús- næðið svo sem varðandi loft- ræstingu, veggleka og rakamyndun í fangaklefum o.fl., sem of langt mál yrði upp að telja. Má telja bréf þetta upphaf, af þeim tilraunum, sem gerðar hafa verið allar götur síðan, af hálfu þessa embættis til úrbóta varðandi lögreglustöð í Keflavík. í bréfi dags. 7. janúar 1973 gerir eldvarnareftirlitið í Keflavík ýmsar athugasemdir við frágang og útbúnað varðandi eldvarnirí Lögreglustöðinni í Keflavík. Athugasemdir framangreindra aðila eru síðan sendar dóms- málaráðuneytinu 11. janúar 1973. Bendirráðuneytiðþaráað húsakynni lögreglunnar séu í eigu Keflavíkurkaupstaðar, og hafi húsráðanda þ.e.a.s. Kefla- víkurkaupstað ætíð verið greidd húsaleiga fyrir húsnæðið og þurfi því að beina athugasemd- um, sem varðar skyldur húseigandans til hans. Bréf þetta virðist þó hafa leitt til þess, að í júní 1973 koma til Kefla- víkur til skoðunar á lögreglu- stöðinni Hjalti Zóphaníusson f rá dómsmálaráðuneytinu og séra Jón Bjarman fangaprestur, ásamt Birni Sigurðssyni eftirlits- manni Innkaupastofnunar ríkis- ins. Er þá framkvæmd skoðun á lögreglustöðinni og er niður- staða Björns Sigurðssonar sú, að “plássið sé ónothæft í núver- andi ástandi". Það má segja, að í framhaldi af þessu er ákveðið að taka á leigu skrifstofur Rafveitu Keflavíkur, en þær eru á sömu hæð og lögreglustöðin var, eins og öllum er kunnugt. Næstu mánuði ársins 1973 eiga sér stað miklar bréfaskriftir milli heilbrigðiseftirlitsins í Keflavík, bæjarstjórans í Keflavík og bæjarfógeta varðandi húsnæði lögreglunnar og virðist þaraðallegaveriðdeilt um það hver eigi raunverulega að framkvæma þær úrbætur, sem gera þurfi á lögreglustöð- inni og fangaklefum. Það skal tekið fram, að Alfreð heitinn Gíslason, bæjarfógeti, hafði farið fram á það í fjárlaga- tillögum fyrir árið 1974, að fé yrði lagt til byrjunarfram- kvæmda á byggingu lögreglu- stöðvar fyrir lögsagnarumdæm- ið. Tillaga bæjarfógeta var að öllu leyti felld niður af hagsýslu- og fjárlaganefnd ríkisins. Ekki vildi bæjarfógeti una þessu og sendi fjárveitinganefnd Alþing- is greinargóða skýrslu um ástand lögreglustöðvar í Keflavík ásamt beiðni um fjár- veitingu. Þrátt fyrir góðan rök- stuðning varð ekki af neinnifjár- veitingu til byggingar lögreglu- stöðvar í Keflavík fyrirárið 1974. En einhver skriður komst á málið, þar sem bæjarfóget sendir skipulagsstjóra ríkisins bréf dags. 12. okt. 1973, þarsem farið er fram á , að skipulagi verði breytt varðandi lóð á horni Hringbrautarog Flugvallarvegar gegnt Slökkvistöðinni í Keflavík. Mun þetta hafa verið gert að til- hlutan Dómsmálaráðuneytisins og var það í framhaldi af við- ræðum við ráðuneytið. í framhaldi af þessu, er Sigurði Thoroddsen arkitekt falið að teikna lögreglustöð í Keflavík, og gera ráð fyrirað Bifreiðaeftir- lit ríkisins verði einnig þar til húsa. Með samþykkt bygginga- nefndar Keflavíkur dags. 14. júní 1974, er Ríkissjóði (slandssíöan úthlutað lóð á horni Hringbraut- ar og Flugvallarvegar, með þeim fyrirvara að fram fari breyting á aðalskipulagi og samþykki landeiganda liggi fyrir. Eftir að teikningar lágu tyrir var farið fram á fjárveitingu til hússins, en engar fjárveitingar fengust til byggingarinnar hvorki árið 1974, 1975 eða 1976 þrátt fyrir mjög ítrekaðan þrýsting á fjár- veitingavaldið. Það næsta sem má segja að eigi sér stað í máli þessu er það, að Heilbrigðisfull- trúi Suðurnesja Jóhann Sveinsson gerirskýrslu um hús- næði lögreglunnar í Keflavík sem hann sendir eiganda hús- næðisins, ásamt bæjarfógeta, héraðslækni og heilbrigðiseftir- liti ríkisins. Er skemmst f rá því að segja, að með bréfi þessu bannar heilbrigðisf ulltrúi notkun fangahússins í Keflavík til geymslu á fólki frá og með 1. okt. 1976. Má segja að mikill skriður komist á mál þetta með þessari skýrslu heilbrigðisfull- trúans. Fóru nú fram mikil fundarhöld með fullUúum dómsmálaráöuneytisins, bæjarstjóranum í Keflavík og heilbrigðisfulltrúa varðandi málið og varð að ráði að frestur var veittur á fyrirhugaðri lokun fangahússins gegn því að úrbætur yrðu gerðar á fanga- húsnæðinu. í framhaldi af þessu ritaði bæjarfógeti dómsmála- ráðuneytinu bréf og bað um að endurskoðuð yrði ákvörðun um niðurfellingu fjárveitingar til byggingar lögreglustöðvar í Keflavík. Ekki tókst í fyrstu atrennu að fá fjárveitingu til hússins, en í framhaldi af þessu bréfi var ákveöið, að teikningum yrði breytt á þann veg að hægt yrði að byggja húsið í minni ein- ingum, þar sem aðallega hafði staðið í fjárveitingavaldinu stærð hússins. Þar sem ekki fékkst fjárveiting til byggingar hússins fyrir árið 1977, var hafist handa um að leita eftir leiguhús- næði í umdæminu undir lögreglustöð. Var eytt mikilli vinnu í það mál, en sem beturfer varð aldrei af því að farið yrði út í að Ieigja húsnæði undir lög- reglustöð. Veturinn 1977 var stöðugt verið, að knýja á með það að fjárveiting fengist til byggingarinnar. í mars 1977 ítrekar heilbrigðisfulltrúi Suður- nesja kröfur sínar um úrbætur á fangaklefum lögreglunnar og bannar notkun fangahússins frá og með 1. apríl 1977. Enn fer bæjarfógeti fram á frest og telur í bréfi til heilbrigðisnefndar Keflavikur upp ýmiss atriði sem munu verða lagfærð, og enn er veittur frestur til notkunar á fangaklefunum. Með bréfi dags, 30. marz 1977 frá byggingafull- trúa Keflavíkur er bent á það, að Ríkissjóði Islands hafi verið út- hlutuð lóð undir lögreglustöö að Hringbraut 130 þann 14. júní 1974, en engar framkvæmdir hafi átt sér staö og er þess krafist að framkvæmdir hefjist sem fyrst þannig að ekki þurfi að afturkalla leyfi fyrir lóðinni. í maí 1977 er í samráði við Eirík Tómasson þáverandi aðstoðar- manns dómsmálaráðherra byrjað að grafa fyrir húsnæði lögreglunnar, og grunnurinn grafinn að fullu. Stóð grunnurinn óhreyfður, þar til verkið var að lokum boðið út í sept. 1977 þ.e.a.s. fyrsti áfangi verksins, sökklar og botnplata. Verkið hefur síðan gengið að mestu leyti snuröulaust. Eftirað botnplata og sökklar, ásamt undirbyggingu lóðar var lokið, var húsið boöið út. Verktakarað húsinu voru Halldór og Hermann s.f. héðan úr Keflavík. Þá réðu þeir til sín ýmsa undirverktaka, en ég mun ekki telja hér upp alla þá aðila, sem staðið hafa að byggingu þessari. Þó vil ég geta þess aö arkitekt hússins var Sigurður Thorodd- sen og verkfræðingur Verk fræðiskrifstofa Sigurðar Thor- oddsen hf., aðalverkfræðingur Jóhannes Guðmundsson.Eftir- litsmaður byggingarinnar af hálfu Innkaupastofnunar ríkis- ins framkvæmdadeildar var Björn Sigurösson. Byggingin er um 420 fermetrar að stærö á tveimur hæðum. Auk þess er viðbygging, þar sem er geymsluhúsnæði auk aðkomu fyrir bifreiðar. Á neðri hæð eru 7 fangaklefar þar af 2 ætlaðir gæsluföngum. Ekki þarf að fjöl- yrða um það hvílík gjörbylting hefur orðið á húsnæismálum lögreglunnar í umdæminu með tilkomu þessa húss. Munurinn á þessu húsnæði og því húsnæði, sem lögregluþjónarn- ir hafa orðið að láta sér nægja undanfarin 25 ár er gífurlegur. Ég vil því nota þetta tækifæri til þess að óska lögreglumönnum umdæmisins sérstaklega til hamingju með þetta nýja hús- næði.um leið og ég þakka þeim það umþurðarlyndi og þolin- mæði, sem þeir hafa sýnt undanfarin ár á meðan mál þetta var að komast farsællega í höfn. Nýja lögreglustööin í Keflavlk ijósm s Liinendahi FAXI- 179
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.