Faxi - 01.12.1980, Page 19
LÓA ÞORKELSDÓTTIR:
Faxi kominn út
Síminn hringdi, ósköp sak-
leysislega. Ég greip tólið.
Hressileg rödd og kunnugleg
hinumegin, Jón Tómasson,
ritstjóri Faxa í Keflavík. Gaman
að heyra þennan glaðlega
málróm ísólvanaskammdeginu.
Ein af þeim röddum, sem mérer
svo vel kunn frá fyrstu árum Mál-
undafélagsins Faxa.
Já, erindið:-Blaðið okkareraö
verða 40ára. Mundirþú ekki vilja
taka eitthvað saman til birtinga
af því tilefni?
Þægilegast að segja - ég get
bað ekki - flaug mér í hug. - En
þó, - það er svo skammarlegt, ég
verð að reyna. Um hvað ætti ég
svo sem aö skrifa Jón? Svarið er
mjög hughreystandi: Af nógu er
að taka,- Gott er nú það. Við
kveöjumst.
Og nú sit ég hér, nokkrum
dögum eftir þetta samtal og
blaða í gömlum Faxa. Jú satt
sagöi Jón, af nógu er að taka.
Ekki mun ég þó gera neina
tilraun í þá átt að segja sögu
blaðsins, enda ekki til þess
ætlast. En sitthvað rifjast upp við
að fletta þessu fertuga merkis-
riti. Margt kemur kunnuglegs
fyrir sjónir, sem ekki er reyndar
undarlegt, þar sem ég fylgdist
vel með þegar Faxi varð til, svo
og þroska hans og vaxtaverkjum
á æskuskeiði, allt til fullorðins-
ára.
Hér liggur beinast við að líta á
fyrsta tölublað Faxa, sem kom út
í desember 1940. Á fyrstu síðu
getur að líta ávarp til væntan-
legra lesenda, eftir V. G. Þar er
margt vel sagt, en tvær setningar
verða mér sérstaklega til um-
hugsunar, en þær hljóða svo. “
Ekkert stórt verður unnið með
orðum einum. Án þeirra verður
þaö ekki heldur." þetta eru að
vfsu sígild sannleiksorö, þau
áttu Ifka mjög vel við í sambandi
við undirbúning og tilkomu
blaðsins Faxa. Hann hefði vissu-
lega aldrei orðið til án orða, já,
margra orða og reyndar ekki
heldur án athafna. En einhvern-
tíma, á myrku skammdegis-
kvöldi, fæddist hugmynd í þá
veru að gefa út blað. Sú
hugmynd var rædd af eldlegum
áhuga, í heimahúsum til að byrja
með síðar í Málfundafélaginu
Faxa, og fyrsti árangur var
þriggja manna könnunarnefnd
og í næsta áfanga, fimm manna
blaðstjórn. Og ekki var að
sökum aö spyrja, í fyllingu
tímans varð til furðu efnilegt
Faxablað. Það var stór stund,
full eftirvæntingar og framtíðar-
drauma.
Og þessi fyrstu ár Málfunda-
félagsins Faxa og samnefnds
blaðs var eftirminnilegur og
skemmtilegur tími,- tími
hugsjóna og heilabrota ungra
manna, sem vildu Ijá hug og
hönd til eflingar framfara og
menningarmála síns byggðar-
lags. Sömuleiðis held ég að mér
sé óhætt að segja, að við eigin-
konur þeirra, höfum fylgst vel
með og lifað okkur inn í áhuga-
málin á hverjum tíma, svo sem
unnt var. Ekki varð heldurhjá því
komist að við yröum oft áheyr-
endur á Faxafundum sem ávallt
voru haldnir í heimahúsum og
íbúðir þá ekki ýkja stórar og því
nokkuð hljóðbært. Þó vil ég
síður orða það svo að við höfum
staðið á hleri.
Krydd i tilverunni
En þessi kvöld voru
óneitanlega krydd í tilveruna,
því það gat verið býsna
skemmtilegt og fróðlegt að fá
nasasjón af þeim málefnum,
sem rædd voru og hvernig til
tókst hjá ræðumönnum. Og fátt
var það, sem þeir létu sér óvið-
komandi, þó var aðeins eitt mál
tekið fyrir á hverjum fundi, rætt
og brotiö til mergjar. Fór þá eftir
efni hve umræður urðu heitar
eða hástemmdar.
Eitt löglegt, en kærkomið
erindi áttum við konurnar inn á
fundina, en það var til að færa
herrunum pönnukökur og öl,
svona á tólfta tímanum. Þá var
einmitt oft fárið að færast fjör í
ræðuflutning og margir á
mælendaskrá þá reyndi maður
kannske að teygja svolítiö
tímann og hafa eyru og augu vel
opin. En hvað okkur konunum
viðvíkur, vona ég að það fyrir-
gefist, þótt við höfum ekki
stungið upp í eyru við slík
tækifæri. Enda trúi ég því að viö
höfum bætt viö okkureinum eða
tveimur punktum, jafnvel lokið
einni námsönn í þroskabrauta-
skólanum.
Fyrst ég er nú farin að minnast
þessara gömlu, góðu daga, þá
verður mér hugsað til þess hve
oft urðu fjörugar -eldhúsum-
ræður- heima hjá okkur
hjónunum á Suðurgötu 31,
þegar kunningjar, aðallega
Faxafélagar, úr nágrenninu litu
inn að kvöldlagi. Þá var nú
setinn bekkurinn, eða réttara
sagt, fornsöludívaninn. Sötrað
kaffi við eldhúsborðið, spjallað
um tilveruna og framtíðina. Lífið
hafði tilgang og ótal markmiðtil
(hugunar og stefnumótunar. En
fátt var svo alvarlegt til umræðu,
að gleðin ætti ekki innangengt í
hugum og hjörtum viðstaddra.
Hnyttiyrði og hlátrar fylltu and-
rúmsloftið hlýjum blæ, svo frost-
rósum á glugga var naumast líft.
Á þessum kvöldstundum, i litlu
risíbúðinni, gat tíminn læðst
hljóðlaust framhjá, og horfið út i
bláinn,- eins og nóttin væis eilíf.
Já, það er æöi margt, sem
rifjast upp þegar ég horfi um öxl,
til Keflavíkuráratuganna. Eftir
að við fluttum að Brekkubraut 7,
og Hallgrímurvarað mestutekin
við ritstjórn og umsjón Faxa, eru
mér minnisstæðir blaðsölu-
dagarnir í bílskúrnum þar. Ein
lítil auglýsing í útvarpi: Faxi
kominn út ,- og svotil
samstundis voru bílskúrsbraut-
irnar iðandi af börnum, stórum
og smáum, með ákafa spurn og
eftirvæntingu í augum:-Hvað fæ
ég mörg blöð og hvar má ég
selja? Má ég fá meira - hvað
kostar blaðið, - hvaö eru sölu-
launin mikil? Svo af stað, út og
suöur, enda á milli í bænum, inn
í Njarövíkur og jafnvel í bátana,
sem við bryggju voru. Á þeim
árum höfðu peningar nokkurt
gildi og það var hægt að kaupa
sitthvað fyrir innunnin sölulaun,
sem gátu verið allgóð í hag-
stæöu tíðarfari.
En gott veðurerekki óbrigðult
frekar en annað, og Faxasölu-
dagar áttu líka sínar skugga-
hliðar að því leyti. Þó breyttist
viðhorfið hjá börnunum og mun
færri komu til að dreifa blaðinu
og héldu skemur út, enda erfitt
að fást við slíkt í úrfelli og roki.
Enn geymist mér glöggt í
minni atvik, sem gerðist í febrúar
1962. Hallgrimur var þá nýfarinn
í kennaraorlof til Kaupmanna-
hafnar og ég hafði tekið að mér
að sjá um dreifinguna á blaðinu.
En einmitt daginn þann, sem
útkoma Faxa var auglýst, skall á
hríðarveður. Auðsætt var að
veðurguðirnir áttu eitthvað van-
talað við Keflvíkinga, og það á
góðri íslensku.
Hvassviðri var mikið með
köflum og snjónum kyngdi
niður. Eins og vænta mátti komu
örfá börn og lítið varð úr sölu.
Mér fannst þó að ekki mætti
við svo búið standa. Setti því
bílinn í gang og ók með þau, sem
mætt voru, út á Berg. Þessi börn
voru nú satt að segja, full ung til
að takast á við verkefnið, undir
svona kringumstæðum. En þau
höfðu kjark og bjartsýni í ríkum
mæli og trúðu á mátt sinn og
megin.
( lengstu lög vonaöi ég að
veðrið kynni að skána. Ekki leist
mér þó á blikuna, er við komum
á áfangastað, því varla var meira
en tveggja metra skyggni og
veðurhæð mikil í hryðjunum. En
hinir litlu harðsnúnu sölumenn
voru ákveðnir í að standa sig,
þustu út i buskann og hurfu mér
þar með sjónum.
Stundin, sem leið og ég beiö í
bílnum, var ein samfelld ásökun
samvisku minnar:- Hvernig datt
þér í hug að fara með börnin út í
þetta óveður og sleppa þeim
síðan út? Þau gætu setið föst í
einhverjum skaflinum og fennt í
kaf. Hvað gerirðu ef þau skilasér
ekki til baka,- ef þú týnir þeim
hreinlega,- getur þú nokkuð
gert? Ekkert. Ég sat aðeins og
horfði út í sortann. Hve lengi veit
ég ekki. Óratími fannst mér þaö,
en hefir sjálfsagt verið röng
ályktun.
Ég trúði varla eigin augum,
þegar börnin feyktust eitt af
öðru eins og litlir snjókarlar, að
bílnum til mín og er reyndar
óskiljanlegt, hvernig þau fundu
hann. Hvílíkur léttir.- Þakklát
forsjóninni, þokaði ég
farartækinu af stað heimleiðis,
með hópinn allan. Nú var Faxi
ekkert aðalatriði lengur.
En nú er víst nóg komið og
tími til að setja lokapunktinn. -
Allt of langt,- segir Jón ritstjóri,
trúlega. Ég vil þó Ijúka þessum
þankabrotum með því að færa
blaðinu Faxa, mínar bestu fram-
tíðaróskir, um leið og ég þakka
þeim ágætu mönnum, sem fórna
tíma sínum og andlegri orku í
hans þágu og gera Faxa þar með
kleift að halda þeirri reisn, sem
hann er borinn til.
GLEÐILEG JOL!
Farsælt komandi ár!
LÍFEYRISSJÓÐUR
VERKALÝÐSFÉLAGA
ÁSUÐURNESJUM
GLEÐILEG JÓL!
Farsælt komandi ár!
Þökkum viöskiptin á árinu.
Oliufélagið hf., Esso
Umboðsmaður i Grindavik
Hörður Arason
FAXI - 183