Faxi - 01.12.1980, Síða 20
Úr iörum jaröar streymir orkan. Mannvirkin spretta upp sem blóm úr
brúnaþungir og yggla sig yfir ónæöinu, sem þau valda.
hrjúfri jörö og hraunkarlarnir veröa
Ljósm.: Ingólfur Aöalsteinsson
INGÓLFUR AÐALSTEINSSON:
Ævintýrið í Svartsengi
Ég er staddur á Selhálsinum
austan Þorbjarnar á leiö til Kef-
lavíkur. Þessi leiö er fjölfarin og
áöur fyrr var hún vafalaust harð-
sótt gangandi vegfarendum yfir
úfin hraun. Af Selhálsinum er
útsýni gott til norðurs og sér yfir
allt til Keflavíkur, en þar tindra
Ijós í vetrarrökkrinu, mörg Ijós,
sem gefa til kynna fjölmenna og
blómlega byggö. En þaö eru
önnur Ijós, sem fanga athygli
mína. Niöri á hraunjaörinum um
1 km norðan Þorbjarnargefuraö
líta stórkostlega Ijósadýrö, þetta
er orkuver Hitaveitu Suöurnesja,
sem rís þarna upp úr auöninni,
eins og ævintýrahöll, sem síðast
sást í skýjaborgum barnabók-
anna. Ég staldra viö og læt
hugann reika til baka til þess
tíma, þegar gönguleiöir lúinna
vermanna lágu um þessarslóðir.
Frá fyrstu tíö hafa menn veitt því
athygli að jarðhiti var á svæöinu
vestan Svartsengis, og lengst af
hefir gufa liðið þar upp úr
sprungnu hrauninu. En hvað
hjálpar þaö veðurbörðum feröa-
lang, hann getur í hæsta lagi
reynt aö orna köldum höndum,
meira er þaö nú ekki, sem hann
nýtir þessa orku.
Það er löngu síöar, þegar
vélvæðing og aukin bortækni
flytjast til landsins, aö hægt er
að hugsa sér til hreyfings meö
könnun á þeim vísbendingum
um varmaorku, sem sést hafa við
Svartsengi. Grindvíkingar liggja
næst því í landinu aö geta nýtt
sér þá orku, sem hugsanlega
fyndist viö könnun á þessu
svæöi. Framsýna menn í sveitar-
stjórn dreymir aukna hagsæld
meö beislaöri hitaorku úr
Svartsengi. ( því sambandi er
þegar fariö að ræöa um saltverk-
smiöju, og hver veit hvaö eftir
kemur, ef ómæld hitaorka
fyndist. Og árið 1969 slær
hreppsnefnd Grindavíkur í
boröiö og ákveöur aö láta fara
fram rannsókn á Svartsengis
svæðinu og varið skal til þess fé
úr Sveitarsjóöi. Flestir Suöur-
nesjamenn þekkja framhald
þessarar ákvöröunar Grindvlk-
inga, en við skulum samt rifja
þaö upp.
Árið 1971 hefst borun í
Svartsengi og fyrsta hola þar
segir allt, sem síðar hefir veriö
staöfest af fjölda annarra
borhola.
Hitinn á vatninu er allt að
240°C, en vatninu fylgir sá
ókostur aö það er salt (hefir um
2/3 af seltu sjávar) og auk þess
inniheldur þaö kísil. Þessir
eiginleikar gera vatnið alls
óhæft til þess aö notast beint í
byggðum til upphitunar eða
FAXI - 184