Faxi - 01.12.1980, Síða 25
Fjölbreytt úrval af
vönduðum jólagjöfum
Dömuúr - Herraúr - Skólaúr
Gullskartgripir - Silfurskartgripir
Silfurplett bakkar
Kertastjakar - Skartgripakassar
og hinir vinsælu árstíðaplattar og englar
frá Konunglega.
GEORG V. HANNAH
Úra- og skartgrlpaverslun
Hafnargötu 49, Kellavlk, S: 1557
Suðurnesjamenn
Kaupið góðar vörur og þið
njótið um leið góðrar þjónustu.
VERSLUN - VERKSTÆÐI
VARAHLUTIR
ÚRVAL NYTSAMRA JÓLAGJAFA:
r r
I versluninni: Sjónvörp - Utvörp - Cassettu-
tæki - Bíltæki - Ferðatæki.
Einnig nýjustu hljómplöturnar*
Á verkstæðinu: Sjónvarps- og
útvarpsviðgerðir, viðgerð og uppsetning
á sjónvarpsloftnetum o.fl.
Radíonaust sf.
Hafnargötu 25 - Keflavík - Sími 3787
íþróttir
Körfuknattleikur er nú mikiö
stundaður á Suðurnesjum og
með tilkomu nýja íþróttahússins
mun væntanlega árangur
Keflvíkinga batna. Njarövíking-
ar eiga á að skipa mjög góðum
flokkum og hafa þeir átt íslands-
meistara í nokkrum þeirra hin
síðustu ár. Nú tróna Njarðvík-
ingar í efsta sæti Úrvalsdeildar
heilum fjórum stigum á undan
KR sem eru í ööru sæti. Lið
UMFN er mjög gott um þessar
mundir og varamenn gefa fasta-
mönnum liðsins lítið eftir. Að
öðrum leikmönnum liösins
ólöstuðum, þá er Danny Shouse
sterkasti maður liðsins. Erhittni
hans meö ólíkindum, Hann
virðist geta skorað, þegar hann
vill, en er þrátt fyrir það ekki um
of eigingjarn og reynir hann aö
spila aðra leikmenn upp.
Vonandi tekst UMFN að krækja
sér í fslandsmeistaratitilinn aö
þessu sinni.
Fréttlr frá Í.K.
Félagið sendir nú 8 flokka til
keppni í íslandsmótinu og
keppa þeir undir merki (BK. Hér
fer á eftir stutt yfirlit um stöö-
una hjá hinum einstöku
flokkum. Þar sem fréttir berast
illa um leiki annarra félaga, þá
veröur ekki getiö um stigatölu.:
5 flokkur karla: 3 leikir - 1
sigur, samtals 93 stig - 97.
Guðjón Skúlason hefur skorað
35, Einar 16, Baldur 15, Ellert 14,
Jón Óli 10, Falur Harðarson 8.
4 flokkur karla: 3 leikir - 1
sigur, samtals 108-143. Jón Ben
hefur skoraö 47 stig, Már 26,
Gunnar Oddsson 9, Jón
Guðbrands 9 og Gunnar Páll 8.
3 flokkur karla: 3 leikir - 2
sigrar, samtals 190 - 233. Stefán
Hjálmarsson hefur skoraö 44
stig, Hrannar Hólm 42, Björn
Oddgeirsson 34, Freyr Sverris-
son 32, Klemenz Sæmundsson
17, Þórhallur Guömundsson 8,
Júlíus Ólafsson og Ólafur Ástv.
4 hvor.
2 flokkur karla: 4 leikir - 3 sigrar,
samtals 357 - 283. Axel Nikulás-
son hefur skorað 87 stig, Viðar
Vignisson 84, Jón Kr. 55,
Brynjar Jónsson 39, Stefán
Arnarson 31, Sigurður Sigurðs-
son 32 og Óskar Nikulásson 28.
Mfl. karla: 4 leikir - 4 sigrar,
samtals 372 - 322. Terry Read
hefurskorað 103stig, Axel Niku-
lásson 63, Jón Kr. 54, Einar
Steinsson 53, Viöar Vignisson
46, Björn Víkingur 44, Sigurður
Sigurössin 5, Brynjar Jónsson 2
og Óskar Nikulásson 2.
3 flokkur kvenna: Nú er í fyrsta
sinni keppt í þessum flokki og
eru í honum stúlkur 12-14 ára.
Liö (BK hefur fjórum sinnum
mætt til leiks en aðeins einn
leikur hefur farið fram. Var hann
í Keflavík á móti Herði frá Pat-
reksfirði. Lauk honum meðsigri
(BK sem skoruöu 15 stig - 13.
Þær sem skoruöu voru Guðrún
Kristjánsdóttir 10, Kristrún Ás-
geirsdóttir 3 og Hlín Hólm 2.
Vítanýting flokkanna:
5.<l. 54/8 : 14%
4,fl. 65/22: 33%
3.fl. 58/34: 59%
2.fl. 91/47: 52%
M.fl. 74/48: 65%
3,fl.k. 12/3: 25%
Handknattlelkur.
Þar byrjar vertíöiln vel í nýja
húsinu. ( meistaraflokki sigraði.
meistaraflokkur karla Óðinn
meö einu marki og mfl. kvenna
sigraöi Aftureldingu auöveld-
lega. Er ekki nokkur vafi á að
ekki líða mörg ár þangað til
handknattleiksiökendur í Kefla-
vík fara að sýna á sér klærnar.
Badmlnton.
Fyrir stuttu var stofnað Bad-
mintonfélag Keflavikur. Fyrsti
formaður var kosinn Hjörtur
Zakariasson. Meölimir eru nú
þegar orönir um 100. Æfingar
eru stundaöar af kappi í (þrótta-
húsi Keflavíkur.
Frjálsar fþróttlr.
ÍBK hefur nú endurvakið
frjálsíþróttalið sitt, en það hefur
sofið Þyrnirósarsvefni um
nokkurt skeið. S.l. sumar var
hópur ungs fólks við æfingarog
nú er veriö að vinna við að bæta
aðstöðuna á íþróttavellinum. Er
verið að útbúa atrennubrautir
fyrir stökk og köst.
Trimm.
Sem betur fer hefur áhugi al-
mennings aukist fyrir almenn-
ingsþróttum. Algeng sjón er að
sjá menn og konur við að skokka
eða ganga um bæinn, eða á
íþróttavellinum. Ýmsir hópar
hafa tekiö tíma á leigu í báöum
íþróttahúsunum og stunda
ýmsar íþróttir. Og nú taka menn
fram skíöi og skauta. Viö viljum
hvetja alla íbúa Keflavikur og
aöra lesendur Faxa til að huga
vel að heilsu sinni og leggja rækt
við trimmið í einhverri mynd.
H.H.
FAXI - 189