Faxi

Volume

Faxi - 01.12.1980, Page 30

Faxi - 01.12.1980, Page 30
Nokkur orð um Hvalsneskirkju Gisli Guömundsson á Hvalsnesi flutti þessi orö viö messu i Hvalsneskirkju, 23. september 1973. Var hann allra manna fróöastur um sögu Hvalsneskirkju. Er þessi grein birt meö leyfi ætt- ingja: Fyrstu skráðu heimildirum kirkju á Hvalsnesi eru þær, er Oddgeir biskup Þorsteins- son vígði hér nýja kirkju árið 1370 og setti henni máldaga. Þó mætti ráða af því hvað mikið er talið upp í máldag- anum af kirkjulegum mun- um í eigu kirkjunnar, að líkur séu til að hér hafi verið kirkja um all langa tið áður, jafnvel síðan snemma í kristni, og í prestatali sr. Sveins Níels- sonar er nafngreindur prest- ur, sem líklegt er talið að hafi verið hér um 1300. Þó skortir þar um nánari heimildir. Einnig má geta þess, að um 1200 á Hvalsnes rekaítak á Stafnesi, og liggur nærri að álykta að það sé til orðið í sambandi við kirkjuna. Að kirkjan hefur verið byggð hér í upphafi mun vera vegna þess, að þá og um langa tíð síðan, eða jafnvel allt fram yfir síðustu alda- mót, var fjölmennara hér suður á nesinu en á innan- verðu nesinu, t.d. á einokun- artímanum meðan konungs- útgerðin stóð í blóma, var Stafnes (sem er hér í næsta nágrenni), talin ein stærsta verstöð landsins. Ekki var æfinlega pretsset- urá Hvalsnesi, heldurbjuggu prestarnir á ýmsum býlum hér í hverfinu. Hefurþávænt- anlega hvílt sú kvöð á Hvals- nesbóndanum hverju sinni, að sjá um að kirkjan væri í nothæfu ástandi. Árið 1799 brotnaði kirkjan niður í ofsaveðri því, sem tók af kaupstaöinn á Básend- um, og síðan er kallað Bás- endaveður, og var ekki byggð upp aftur. Þá voru annexíur frá Hvalsnesi Njarð- vík og Kirkjuvogur. Hér var því ónothæf kirkja, og stóð svo til ársins 1811, að Hvals- nesprestakall var lagt niður skv. konungsbréfi þar um, og því skipt þannig að Hvalsnes- og Kirkjuvogssóknir voru lagðar til Útskála, en Njarð- vík til Kálfatjarnar. Nokkru síðar voru leifar kirkjunnar rifnar. Árið 1820ersvokirkjareist hér á ný, og stóð fyrir því verki þáverandi bóndi hér, Tómas Jónsson, og var sú kirkja vígð 23. sept. 1821. Árið 1864 er Ketill Ketilsson í Kotvogi í Höfnum, orðinn eigandi jarðarinnar, en það ár byqgir hann nýja kirkju hér á Hvalsnesi, og enn á árun- um 1886-87 byggir Ketill kirkju þá úr tilhöggnum steini, sem er hér nú, og enn í dag er hið veglegasta hús, hún var vígð á jóladag árið 1887 af þáverandi sóknar- presti, sr. Jens Pálssyni, í umboði biskups. Um presta í Hvelsness- prestakalli er ekki hægt að segja margt í þessu stutta máli, en þeir voru ærið mis- jafnir eins og verða vill. Þó verða hér nokkur mörk, aö því er okkur nútíðarmönnum finnst. Árið 1644 er Hallgrímur Pétursson vígður prestur til Hvalsnessþinga, og var hann hér til ársins 1651 er hann fékk veitingu fyrir Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. Hann mun hafa búið hér á Hvals- nesi. Ekki eru til minjar um veru Hallgríms hér. Þó er til legsteinn, skemmdur nokk- uð, sem hann setti Steinunni dóttursinni, og varðveitturer í kirkjunni eftir að hann fannst árið 1964. Þess má geta að síðasti prestur á Hvalsnesi, sr. Eiríkur Guð- mundsson, var fyrsti prestur sem hlaut vígslu í nýbyggðri Dómkirkju Reykjavíkur, hinn 13. nóv. 1796, en hún hafði verið vígð viku fyrr. Þess má einnig geta til gamans, að einn af Hvalsnessprestum, Eiríkur Bjarnason að nafni, eftirlét löndum sínum meðal annars þýðingu á hinu þjóð- kunna Ijóði, ,,Gamli Nói." Gisli Gufimundsson Langflestir munir sem í kirkjunni eru, eru gjafir frá sóknarbörnum. Margt af því fólki hefur nú, eins og nærri má geta, safnast til feðra sinna, en sumt hefur flust burtu, og eru þá gjafirnar gjarnan til minningar um látna ástvini. Því miöur er ekki hægt í þessum fáu orðum að telja upp nöfn hinna fjölmörgu gefenda, enda mörgum gjöfum fylgir ósk um að nafns sé ekki getið. Samt vona ég að mér fyrirgefist, þó hér sé minnst hins fagurlega gerða hökuls, sem unninn er af listakon- unni frú Unni Ólafsdóttur og gefinn kirkjunni af henni og manni hennar, Óla fsakssyni, en frú Unnur er dótturdóttir Ketils Ketilssonar, þess er kirkjuna reisti. Einnig gáfu þau hjón glugga þann er prýðir bogann yfir kirkjudyr- um. Gamla muni á kirkjan ekki eldri en frá því hún varendur- reist 1820, en frá þeim tímaer klukka í turni, sem á er skráð nafn og heimilisfang Tómas- ar Jónssonar á Hvalsnesi ásamt ártalinu 1820, einnig er til silfurkaleikur og korp- óraldúkur frá sama tíma. Það var mjög sterk trú sjó- manna alla tíð meðan opnum skipum var fleytt úr vör á Hvalsnesi, að ef sjór brimaði meðan skip voru í róðri svo að tvísýnt yrði um lendingu, þá væri hjálparráð að opna kirkjuna og mundi þá sjó lægja, en kirkjudyrnar snúa beint móti svonefndu Hvals- nesssundi, og menn þekkti ég sem töldu sig hafa örugga reynslu af þessu. Að lokum skal þess getið, að bæði fyrrverandi og nú- verandi sóknarfólk minnist kirkju sinnar með hlýjum hug við ýmis tækifæri. Það sýna meðal annars hinar mörgu og stóru gjafir, sem kirkjunni eru alltaf að berast, og eru áheit þar ekki smár hluti. Þökk sé þeim öllum. krðninn Frá 15-30 tonna lyftigeta, í allar hugsanlegar hífingar, steypu og landanir. Símar Kranans er 1803. Símar Kranamanna: Pétur Jóhannsson - 2656 Sigurgísli Ketilsson - 3247 Nú fer að styttast í snjóinn og hálkuna. Negld snjódekk í úrvali. Endurneglum notuð dekk. Hjólbarðaverkstæðið sf. Hafnargötu 89 - Keflavfk - Simi 1713 FAXI - 194
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.