Faxi

Volume

Faxi - 01.12.1980, Page 37

Faxi - 01.12.1980, Page 37
KRISTJÁN A. JÓNSSON: í tilefni afmælisblaðs Stöðugar breytingar eiga sér stað. Þaö þjóðfélag sem er í dag, er ólíkt því, sem áður var. Viða sjást þess merki að breytingarn- ar eru að eiga sér stað. Undir- rótin aö öllum breytingum er sú trú, að þaö sem fengist er við í það og það sinnið, leiði af sér réttlátari og betri tilveru. öll höfum við orðið þess vör, að stöðugt er verið að stofna félög. Hver félagsstofnun er að sjálfsögðu sprottin upp af áhuga brautryðjendanna og trú þeirra á mikilvægi þess málefnis, sem um er að ræða í hverju tilfelli. Langlífi hvers félags fersvo eftir þvi hve áhuginn er sterkur, ferskur og einbeittur. Verkefnin eru mörg, sem vinna þarf að. Hagsmunir einstakra hópa eru oft fyrir borð bornar og það kallar á að spyrnt sé við fótum og fátt er vænlegra til árangurs, en það að samein- ast í félagi til að ráðast sem sterk heild aö því að vinna að góðum málum og finna færar leiðir til úrbóta og betur sjá augu en auga. Að sjálfsögðu má flokka félög á ýmsan hátt - enda oft gert - og öll könnumst við við ýmislegt af slíku tagi. Rætt er um pólitísk félög, líknarfélög, skemmti- félög, hagsmunafélög og málfundafélög og er þá aðeins fátt eitt upptalið. Sem félagi í Málfundafélaginu Faxa, væri ef til vill freistandi að nema staðar við slík félög og láta gamminn geysa um það félagssvið, en það var þó ekki ætlun rhín þegar sest var niður, þó ég geti hins vegar ekki látið hjá Ifða, sem hálfgerður ný- græöingur í Faxafélaginu, að slá félögum mínum þar nokkragull- hamra. Ég tel að þeir eigi sllkt fyllilega skilið og tilefniö nú sé kjöriö, í þessu 40 ára afmælis- blaði Faxa. Fjörtíu ára útgáfa slíks ágætis- blaðs, sem ég leyfi mér að halda fram að Faxi hafi verið og sé, er vissulega stórkostleg stað- reynd. Hvílík gæfa Keflavík og Suðurnesjum aö slikir ofurhug- ar sem hinir fyrstu Faxamenn voru, skildu stofna sitt félag og hvílík djörfung, bjartsýni og þrautseigja að ráðast í blaöaút- gáfuna og það svona strax eftir stofnun félagsins og láta aldrei deigan síga í 40 ár. Hversu margt merkra sögulegra minja væri nú fallið í eilífa gleymsku, hefði Faxi ekki verið opinn vettvangur og vakandi á verðinum að halda mörgu því til haga, sem snertir okkar heimabyggð og lífsbar- áttuna í sinni margbreytilegu mynd -sérkenni hennargleði og sorgir -. Þó ég noti pú hástemmd lýsingarorð til að lýsa verðleik- um Faxa, dreg ég þó enga dul á það, að ég hef ekki á öllum tim- um verið alls kostar ánægður eða sáttur við efni hans. Á unglingsárum fannst mér t.d. lítið koma til þáttanna - Minningar frá Keflavík - þar sem sagt er frá búendum, hér um slóðir, um og uppúr síðustu aldamótum og rakin að nokkru ætt þeirra og saga. í augum unglingsins var slíkt blaðaefni talin sóun á pappír og prent- svertu, sem sagt ómerkilegt raus. En matið breytist og nú er ánægjan óblandin yfir því að sú þekking, sem er samankomin í umræddum þáttum, hefur ekki farið í gröfina með þeirri ágætu konu, sem yfir henni bjó. En trúlega hefði svo farið, ef Faxamenn hefðu ekki þá sem endranær veriö vakandi á verð- inum og með hvatningu sinni fengið því til leiðar komiö að ráðist var til verks af slíkum ágætum, sem raun ber vitni. Vissulega er mat okkar afstætt. Einum líkarvel, þaðsem öðrum líkar miður. Það sem einskisnýtt virðist, á líðandi stund, er ef til vill stórt og mikiö, þegar litið er um farinn veg og fornar slóöir. Hraði nútím- ans er vís til þess, að glepja okkur sýn oftar en flesta grunar. Því hefur, með réttu, verið haldið fram, að því betursem við þekkjum okkar þjóöarsögu því betri Islendingar munum við veröa. Verum jafnframt stöðugt minnug þess, að þaösem gerist í nútíðinn verður jafnharðan hluti hinnar sískapandi sögu, þjóðar- sögu eða veraldarsögu, eftir því sem við á. Faxi haltu áram að safna í þig fróðleik og þá munt þú áfram njóta sannmælis. Unnendur Faxa, lesum hann áfram með heilbrigðri gagnrýni, því hún er nauðsyn, en vörumst fordóma, þeir reynast oft afstæöir. í fjörtíu ára Faxa eigum við nú eina þá heillegustu mynd af Suðurnesjasögu, sem tiltæk er, en næg verkefni á því sviði bíða þó enn og ný munu skapast. Faxi þarf enn sem fyrr að horfa jafnt til allra átta. Forustan, fortíðin, nútíðin og framtíðin eru enn og eiga aö vera hans sjónarsvið. Megi hann um framtíð alla halda vel á lofti öllu því, sem til heilla horfir. Faxi njóttu ávallt þeirrar gæfu að vaxa og dafna í anda brautryðjandanna. Áfram Faxi - Góða ferð. STOF N SETT 1909 SAMÁBYRGÐ ÍSLANDS Á FISKISKIPUM Lágmúla 9 - Sími 81400 - P.O. Box 5213 Samábyrgöin tekst á hendur eftirfarandi: Slysatryggingar Afla- og veiöarfæratryggingar Ábyrgöatrygging útgeröarmanna og skipshafna Farangurstrygging fiskiskipa Endurtrygging fiskiskipa undir 100 smálestum Frumtrygging skipa Aldurslagasjóöur fiskiskipa Skrifstofa Samábyrgöarinnar og eftirtaldir umboösmenn vorir veita allar nauösynlegar upplýsingar varöandi tryggingar þessar og taka á móti tryggingarbeiönum: Vélbátafélagiö Grótta, Reykjavík Vélbátaábyrgöarfélag Akurnesinga, Akranesi Bátatrygging Breiöafjaröar Vélbátaábyrgöarfélag fsfirðinga, isafiröi Vélbátatrygging Eyjafjaröar, Akureyri Skipatrygging Austfjaröa, Höfn Vélbátaábyrgöarfélagiö Hekla, Stokkseyri Vélbátatrygglng Reykjaness, Keflavfk FAXI - 201
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.