Faxi

Volume

Faxi - 01.12.1980, Page 40

Faxi - 01.12.1980, Page 40
HALLDÓR IBSEN: Á að leggja niður útgerð á Suðurnesjum? Það þarf ekki að fara mörgum oröum um þaö hvers vegna Suð- urnesin á sínum tíma byggöust, svo hrjóstrugt sem hér var og gróður og beitilönd af skornum skammti. Til að bæta upp slæma landkosti hlotnaðist Suðurnesj- um gjöful fiskimið, sem íbúar þessa svæöis hafa byggt afkomu sína á frá upphafi. Svo lengi sem elstu menn muna og sagan segir, hefur veriö rekin hér þróttmikil útgerð og fisk- vinnsla, en á hinum síðari árum hefur oröið hér veruleg breyt- ing á. Meö stjórnmálalegum aðgerö- um hefur landsfeðrum tekist að hefta allt framtak til endurnýjun- ar og uppbyggingar á skipastól og fiskvinnslufyrirtækjum á Suðurnesjum með hinni svoköll- uðu byggöastefnu. Er nú svo komiö að Suðurnesin eru oröin nokkurs konar elliheimili fyrir ís- lenska fiskiskipaflotann, til sannindamerkis um þaö er að meðalaldur fiskiskipa á Suöur- nesjum er nú 21 ár, sem er sá lang hæsti á landinu. Af skipa- stól Suðurnesjamanna eru sex skuttogarar af minni gerö, þar af eru 2 yngri en 5 ára og 4 á bilinu 6-10 ára, af 11 loðnuskipum eru 2 yngri en 10 ára og 9 á bilinu 11-20 ára. Af alhliöa fiskiskip- um í eigu Suðurnesjamanna eru 80 skip, þar af eru 35% á bilinu 16-20 ára og 44% 21-50 ára og má öllum Ijóst vera að útgerð svo gamalla skipa stenst ekki kröfur tímans. Til viöbótar fram- ansögðu viröist sem stjórnvöld ætli að reka endahnútinn á ætlunarverkið nú á næsta ári með þeim hugmyndum á stjórnun fiskveiða, sem sjávarút- vegsráðherra Steingrímur Her- mannsson kynnti á þingi Fiskifé- lags (slands 24. nóv. sl. ( hug- myndum sínum talar ráðherr- ann um að skipta þorskaflanum jafnt á milli báta og togara, árinu í 3 veiðitímabil og skal á fyrsta tímabilinu veiða 50% af þorskafl- anum á næsta tímabili 25% og svo aftur 25% í því síöasta. Ef svo færi, sem ég trúi ekki að ráða- herranum takist að koma þessum stefnumiðum sínum fram, þá er endanlega búið að ganga frá allri útgerð og fisk- vinnslu á Suðurnesium dauöri. Til skýringa á þessum orðum mínum skal ég upplýsa, að eins og að framan greinir er útgerð Suðurnesjamanna að stærstum hluta rekinn meö svokölluðum vertíðarbátum, sem byggja sína afkomu að stærstum hluta á þorskveiðum á vetrarvertíö. Á vetrarvertíðinni 1979 veiddi bátaflotinn 73% af sínum afla á tímabilinu janúar-maí, árið 1980 var þetta hlutfall 77% miöað við Sýnishorn af gömlum bátum í Grindavlk áætlaðan afla og sama tíma 1979. Um gæði fisksins er það að segja að besti fiskurinn, og er þá átt við þorsk, til allrar vinnslu er sá sem veiddur er á vetrarver- tíðinni. Er það reynsla allra sem fengist hafa við þessi mál og ekki síst er þetta reynsla Norð- manna, sem eru okkar hörðustu keppinautar á mörkuðunum. Því er þaö furöulegra en allt annað, sem sagt hefur veriö í þessu sambandi, þegar sjávarútvegs- ráðherra lætur sér um munn fara að uppsöfnun birgða í frystingu og lélegt hráefni sé vegna of mikilla netaveiða á vetrarvertíö. Ég held að allir sem nærri þessum málum koma, viti, eða ættu að minnsta kosti að vita, að stærsti hluti netaaflans fer í salt og skreiðarvinnslu. Kannski er meiningin aö vanrækja þessa markaöi eða jafnvel að hætta að sinna þeim, það væri eftir öðru. Það hlýtur því hver meðalgreind- ur maður að sjá að skerðing frá því sem verið hefur er dauða- dómur yfir byggð á Suðurnesj- um, og vil ég beina því til allra Suðurnesjamanna, og ekki hvað síst til þingmanna Reykja- neskjördæmis, að þeir haldi vöku sinni og berjist einarðlega gegn allri frekari skerðingu á lífskjörum okkar, við höfum nógu lengi búiö viö herfilegan mismun þó meira bætist ekki við. Mál er að linni. f^ílaspvauiun Réttingar - Efnissala - Litablöndun GLEÐILEG JÓL! GOTT OG FARSÆLT NÝTT ÁR! Þakka viðskiptin á árinu. BÍLASPRAUTUN - RÉTTINGAR Grófin 7 - Sími 1950 ft * p ■ FAXI - 204
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.