Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1980, Síða 46

Faxi - 01.12.1980, Síða 46
ALBERT K. SANDERS: Sameining rafveitna á Suðurnesjum Á undanförnum árum hefur samvinna sveitarfélag- anna á Suðurnesjum aukist á ýmsum sviðum. Þetta hófst 1946, þegar sveitarfélögin tóku höndum saman um byggingu og rekstur sjúkra- húss í Keflavík. Síðan liðu nokkur ár án þess aö um nokkra aukningu samstarfs væri að ræða. Næsta skrefið var samstarf um byggingu og rekstur iðnskólans, hitaveit- an, heilsugæslan, dvalar- heimili aldraðra, heilbrigðis- fulltrúi, fjölbrautaskóli, sam- vinna um brunavarnir og sorpeyðingarstöð, allt til hagsbóta fyrir íbúana. Um allmörg ár hefur verið til umræðu milli sveitarstjórn- armanna sameining rafveitn- anna á Suðurnesjum. Mörgum hefur fundist það mál taka lengri tíma en mörg önnur, en þá verða menn að gera sér grein fyrir því að hér er um að ræða sameiningu sex gamalgróinna fyrirtækja sem byggð hafa verið upp með miklum dugnaði af heimamönnum í hverju sveitarfélagi, en í flestum öðrum sameiginlegum fyrir- tækjum var um að ræða nýj- ungar. Það mun hafa verið á árinu 1975 sem umræður hefjast að marki á Suðurnesjum um sameiningu rafveitna, en þá fóru fram í landinu miklar umræður um skipulag raf- orkumála og á hvern hátt best væri staðið að orkuöfl- uninni og orkudreifingu. Það ár tilnefna sveitarstjórnir á Suðurnesjum fulltrúa í nefnd til þess að kanna þessi mál. Nefndin kom nokkrum sinn- um saman, en áður en end- anlega hafði verið rætt um málin, skeði það að þáver- andi iðnaðarráðherra, dr. Gunnar Thoroddsen, skipaði nefndir í ýmsum landshlut- um, þ.á.m. Reykjaneskjör- dæmi, og var hlutverk þeirrar nefndar, eins og sagði í skip- unarbréfi, aðgeratillögurum endurskipulagningu raforku- dreifingar í Reykjaneskjör- dæmi. Með tilkomu þessarar ráðherraskipuðu nefndar, lagði heimamannanefndin niður störf. Nefnd sú sem ráðherra skipaði sumarið 1976 kom nokkrum sinnum saman til fundar. I henni áttu sæti þrír Suðurnesjamenn og kom strax í Ijós að Suðurnes höfðu algera sérstöðu, miðað viðaðrastaði IReykja- neskjördæmi. Nefndin leitaði til sveitar- stjórna um þeirra álit á raf- orkudreifingunni og frá sveitarfélögunum á Suður- nesjum kom nokkuð sam- hljóða álit, að vinna bæri að stofnun orkudreifingarfyrir- tækis á Suðurnesjum sem ætti bein viðskipti við Lands- virkjun, án milligöngu Raf- magnsveitna ríkisins. Nefnd þessi lauk ekki störfum og skilaði ekki áliti og verða orsakir þess ekki raktar hér og var nefndin leyst frá störfum á miðju ári 1978. Næst gerist það í þessum málum, að rafveitunefnd Keflavíkur vekur málið upp og að ósk bæjarstjórnar Keflavíkur er stjórn SSS falið að kanna málið. Stjórn SSS tekur málið til meðferðar og semur drög að stofnsamn- ingi fyrir Rafveitu Suður- nesja. Þessi drög eru síðan kynnt á vorfundi sveitarfé- laganna í Glaðheimum, Vog- um, 2. júlí 1979. Umræður urðu miklar á þessum fundi og töldu margir fundar- manna nauðsynlegt að kanna málið nánar og stjórn SSS falið að fá hlutlausa að- ila til þess. Stjórn SSS hafði síðan samband við stjórn Sambands íslenskra raf- veitna um aðstoð í málinu. SSS og S(R skipuðu síðan sameiginlega nefnd sem átti með sér nokkra fundi, og varð niðurstaðan sú, að fengnir voru tveir tæknifræð- ingar, Hersir Oddsson og Þorkell Jónsson, sem skiluðu í apríl og maí 1980, tveim skýrslum, í fyrsta lagi um tæknilegt ástand raf- dreifikerfa á Suðurnesjum og í öðru lagi punktum varð- andi mögulega sameiningu rafveitna á Suðurnesjum. Þessar skýrslur voru iagðar fyrir fund sveitarstjórnar- manna sem haldinn var í Sandgerði 19. maí 1980. Um- ræður urðu miklar, m.a. komu fram hugmyndir um stofnun orkuveitu, þar sem rafveitur og hitaveita væru sameinaðar. Þetta hafði reyndar lítillega komið fram á fundinum í Vogum, en að lokum var síðan samþykkt tillaga þess efnis, ,,að tíma- bært sé að vinna maskvisst að því að sameinuð orku- veita verði stofnuð á svæð- inu, þar sem Hitaveita Suður- nesja og rafveitur sveitarfé- laganna verði sameinaðar. Fundurinn skorar því á sveit- arstjórnirnar að taka form- lega afstöðu til málsins með viljayfirlýsingu sem allra fyrst.“ Þegar þetta er skrifað ligg- ur ekki fyrir álit allra sveitar- stjórnanna, og er því ekki tímabært að ræða afstöðu þeirra að sinni. Hér á undan hefur saga þessa máls verið rakin, en þó aðeins verið stiklað á stóru. En hvers vegna er verið að ræða um sameiningu raf- veitnanna? Er það eingöngu sameiningarinnar vegna eða er einhver hagkvæmni í því fólgin? Mín skoðun hefur verið og er, að ómældir hags- munir Suðurnesja sem heild- ar séu í því fólgnir, að sam- einast í eitt stórt orkufyrir- tæki. Fyrsta skrefið er sam- eining rafveitnanna og síð- an að vinna að því að fá full yfirráð yfir orkuflutningalín- unni frá Hafnarfirði. Með því ynnist það, að losna við þann millilið í orkukauþum sem RARIK er, en sá milliliður kostar okkur í dag um 14% hærra verð í innkaupum á raf- orku, en t.d. Hafnarfjörður þarf að greiða. Hagkvæmari dreifing raforkunnar, hag- kvæmari og ódýrari rekstur, betri og öruggari þjónusta. Næsta skrefið væri stofnun orkuveitu með einhvers kon- ar sameiningu við Hitaveit- una sem þegar getur fram- leitt meira en heiming þeirrar raforku sem byggðirnar á Suðurnesjum nota og flest bendir til að H.S. geti í fram- tíðinni fullnægt raforkuþörf Suðurnesja. Það er eingöngu pólitísk ákvörðun sveitarstjórnanna hér á Suðurnesjum, hvenær sameining rafveitnanna á sér stað. Þröng hreppasjónar- mið eiga hér ekki við, það væri allra skaði ef slík sjónar- mið réðu ferðinni. Enginn getur spáð um, hve lengi möguleikinn er fyrir hendi, en nú er lag. FISKVERKUN NJÁLS BENEDIKTSSONAR GARÐI óskar öllu fyrrverandi starfsfólki og viðskiptamönnum sínum GLEÐILEGRA JÓLA OG FARSÆLS KOMANDI ÁRS með þökk fyrir samstarfið á iiðnum árum. FAXI - 210
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.