Faxi

Volume

Faxi - 01.12.1980, Page 62

Faxi - 01.12.1980, Page 62
JAKOB INDRIÐASON, kaupmaöur: Fáein orð um verslun Hvað getur maður, sem ekki hefurpróf uppáverslun- arfræði, þekkir ekki marg- slunginn prósentureikning né tölvuslátt, sagt um verslun eins og hún er rekin í dag? Verslun hefur um aldir verið í brennideðli á íslandi, það er geymt á sþjöldum sög- unnar og manna á milli. Það er vitað að þeir menn sem höfðu sig mest í frammi til endurreisnar þjóð vorri, töldu að verslun væri snar þáttur í lífi hverrar þjóðar er sjálfstæð vill vera. Það hefur mikið vatn runnið til sjávarsíðan innrétt- ingar Skúla Magnússonar voru á döfinni, og verslunar- hættir hafa breyst í hlutfalli við það. Þó mest við það að verslun á íslandi komst í hendur íslendinga sjálfra. Þó mér finnist óþarflega oft, nú í dag, verslun bendluð við ein- okunarkaupmenn fyrri tíma, sem á sér að sjálfsögðu enga stoð í veruleikanum. Nú er Leitað var eftir tilboðum í efni til vatnsveitunnar og leiddu þau til þess að tekið var tilþoði frá Ingólfi Espólín um asbest-sement pípur, en stálpípur eða steypujáms^ pípur var mjög erfitt að fá vegna stríðsins. Sömuleiðis var erfitt að fá byggingarefni í steyptan vatnsgeymi. Hins vegar voru þá til sölu vatns- geymar hjá Varnarliðinu. Fórum við Finnbogi Rúturog Karl Runólfsson, sem feng- inn var með, upp að Hvítanesi í Hvalfirði, til að skoða einn sem þar var til sölu. Ekki varð af þeim kaup- um en hins vegar var keyptur geymir, sem stóð við Lang- holtsveg í Reykjavík. Var hann settur upp til bráða- birgða og entist í allmörg ár. Sótt var um ríkisábyrgð fyrir láni og minnir mig að hún hafi fengist. Var fengið lán í Útvegsbankanum til byrjun- arframkvæmda. Síðan var svo fenginn stærri bor, svonefndur högg- bor, sem boraði 8 tommu holur og var nú borað uppi á hæðinni í nánd við geyminn. Ég tel að við höfum verið á heppilegum tíma með þessar framkvæmdir. Við gátum ekki frestað þeim lengur, en vorum svo heppnir að hin nýja tækni, djúpvatnsdæl- urnar, voru komnar til sög- unnar í tæka tíð. Ég veit ekki verslun rekin á jafnréttis- grundvelli milli viðskiptavin- arins og kaupmannsins. Svo- kallaður kaupmaður á horn- inu á líf sitt undir því að eiga gott samstarf við fólkið í sínu umhverfi. Ég hef starfað við kaup- mannsverslun í nær 40 ár í Keflavík. Við heyrum stund- um talað um að svona ,,búð- arholur" eigi að hveria og verslun öll að færast yfir í stórmarkaði. Það kann vel að vera að sú verði þróunin, ég er ekki svo kunnugur starfs- háttum hinna stóru vöruhúsa og mér er málið of skylt til þess að geta dæmt um það, hitt veit ég að kaupmanna- verslun verður ekki rekin nema með mikilli vinnu eig- andans og kostnaði öllum haldið í lágmarki. En hvort sem rekin er stórmarkaður, samvinnuverslun eða kaup- maðurinn á horninu, eiga allir við sama vandamálið að stríða og vilja sigrast á því. til að þær hafi verið notaðar annars staðar hér á landi fyrr en hér. Og menn leiða sjald- an hugann að því hve mikill auður er fólginn í vatninu undir fótum okkar. Menn finna það best þegar vatns- laust verður. Og vatnið okkar mun vera með því besta sem gerist hérá landi. Og nú fáum við það bæði heitt og kalt! Menn kunna vel að meta hita- veituna. En kalda vatnið er einnig forsenda fyrir henni, eigi síður en jaröhitinn. Skaginn okkar a það sam- merkt með Vestmannaeyj- um, að á hvorugum staðnum eru ár eða lækir. En í Vest- mannaeyjum hefur ekki tekist að finna vatn, hversu djúpt sem borað hefir verið. Það varð að sækja til lands. Það var því ekkert sjálfgefið að hér væri neysluvatn í jörðu. En nú vaknar spurn- ingin: Erum við menn til að gæta þessarar auðlindar? Hvernig erum við staddir ef hún mengast af t.d. olíu, skolpi eða öðrum efnum? Óvarleg meðferð slíkra efna getur valdið skaða, sem ekki verður bættur. Og nú eigum við meira undir því að ekkert slíkt komi fyrir en nokkru sinni fyrr, því að auk þess sem gott vatn er eitt af skil- yrðunum fyrir allri búsetu, byggist hitaveitan á því líka. Guðni Magnússon í okkar byggðarlagi er rek- in samvinnuverslun og kaup- mannaverslun hlið við hlið, og ég sé ekki annað en fari vel á því. Fyrir utan að eiga góð samskipti við kaupmenn á staðnum hef ég átt góð samskipti við samvinnuversl- un og fullyrði að þar hafa margir mætir menn valist til foi^stu. Ég hef aðeins drepið á það, að samskipti kaupmanns og viðskiptavinarins þyrftu að vera góð, það er ekki síður mikilsvert að samskipti kaup- manns, heildsala og fram- leiðanda hinna ýmsu vara, t.d. landbúnaðarvara, sé góð. Það er mín reynsla af þeim viðskiptum að betra verði ekki kosið. Um álagningarreglur hinna ýmsu vara má sjálfsagt deila. Mér finnst að krafan um hærri álagningu umfram það sem hin almennu verð- lagsákvæði segja til um, oft á tíðum bera keim af streðinu um fleiri verðlausar krónur í kaup, eins og fagmenn laun- þega hafa oftast gert kröfu um og nútíma verðbólga gleypir allt. Máli mínu til stuðnings má geta þess, að flestar auglýs- ingar frá verslunum, þ.á.m. í matvöru, eru afsláttarauglýs- ingar. í trausti þess að aug- lýsingar segi ávallt satt, dreg ég fyrrgreinda ályktun. En oft hefur mér fundist að auglýsingar ráði óþarflega miklu um innkaup fólks, það er víst nútíminn sem segir að það skuli með öllum tiltæk- um ráðum hafa áhrif á hugs- anagang einstaklingsins. Heitir það ekki með viðhöfðu nýyrði ,,áróður“? Sumir sem verslunarrekst- ur stunda hafa einstakt lag á því að gera allt fyrir „kúnn- ann“. Það er eins og þeir gleymi því að þeir séu að skapa sjálfum sér lífsviður- væri, gera allt í skjóli þjón- ustu, hafa jafnvel verslanir opnar til miðnættis og alla helgidaga. Skyldu það ekki vera aukin útgjöld fyrir versl- unina þegar aukavinnan er orðin um 50 st. á viku, sem sagt 90 st. vinnuvika? Þegar svo er komið virðist ekkert vanta nema örlítið hærri álagningu. Hver sem framvinda verð- ur, hvort ræður meira skipu- lag eða skipulagsleysi í versl- un, er rétt að hafa það í huga að blómleg verslun byggist fyrst og fremst á nægri at- vinnu handa öllum sem vilja vinna. Að mínu mati skiptir þá ekki svo miklu máli hvort atvinnuvegurinn er kallaður fiskveiðar, fiskiðnaður eða annar iðnaður, landbúnaður eða - bara verslun. Keflavík - Njarðvík Vorum að taka upp: NÝTT JÓLAKONFEKT OG JÓLASÆLGÆTI: ÖL OG GOSDRYKKIR GLEÐILEG JÓL! GOTT OG FARSÆLT KOMANDIÁR! Þökkum viöskiptin á árinu. LINDIN ALLTAF í LEIÐINNI. LINDIN Hafnargötu 39, sími 1569 MESTA AUÐLIND OKKAR Framh FAXI - 226
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.